Fréttablaðið - 04.09.2012, Side 8
4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR8
STJÓRNSÝSLA Styrkveitingar sjávar-
útvegsfyrirtækja til stjórnmála-
flokka verða teknar fyrir á fundi
stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar
Alþingis eftir þingsetningu í næstu
viku. Enn á eftir að finna dagsetn-
ingu fyrir fundinn.
Margrét Tryggvadóttir, þing-
maður Hreyfingarinnar, hefur
óskað eftir því að nefndin verði
kölluð saman til að fjalla um meint
brot Sjálfstæðisflokks, Samfylking-
ar og Framsóknarflokks á lögum
um fjármál stjórnmálasamtaka.
Málið snýst um styrki sem flokk-
arnir þáðu árið 2010 frá Samherja
hf., Síldarvinnslunni og Gjögri hf.
Samherji átti þá 45 prósenta hlut í
Síldarvinnslunni og Gjögur 34 pró-
senta hlut. Stjórnmálaflokkum er
heimilt að þiggja styrki sem nema
að hámarki 400 þúsund krónum.
Séu eignatengsl milli fyrirtækja
mega þau samanlagt aðeins veita
þessar 400 þúsund krónur.
Sjálfstæðisflokkurinn þáði 900
þúsund krónur árið 2010 frá þess-
um þremur fyrirtækjum. Árið áður
var hámarksstyrkveiting 300 þús-
und krónur. Þá gáfu fyrirtækin
þrjú 300 þúsund krónur hvert til
Sjálfstæðisflokks, Framsóknar-
flokkurinn þáði 550 þúsund krón-
ur frá fyrirtækjunum og Samfylk-
ingin 600 þúsund.
Vinstri grænir þáðu aðeins
fimm þúsund krónur frá sjávar-
útvegsfyrirtækjum árið 2009 og
fimmtíu þúsund árið 2010.
„Það er fyrst og fremst starfs-
manna stjórnmálaflokkanna að
tryggja að ekki sé verið að brjóta
lög,“ segir Sveinn Arason, ríkis-
endurskoðandi, spurður hver
þurfi að axla ábyrgð á styrkþágu
umfram hámarkið.
Fjárskortur hamli því hins
vegar að hægt sé að vinna verkið
eins vel og ætlast sé til hjá Ríkis-
endurskoðun. „Við reynum að
sinna okkar eftirliti eins og við
höfum tök á því við höfum aldrei
fengið krónu til að sinna þessu
verkefni,“ bendir Sveinn á. Ríkis-
endurskoðandi hefur ekki feng-
ið boð um að koma fyrir eftirlits-
nefndina en Sveinn býst við því á
næstu dögum.
birgirh@frettabladid.is
Ríkisendurskoðun skortir fé
til að kanna styrki til flokka
Styrkir þriggja sjávarútvegsfyrirtækja verða ræddir í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis. Ríkisendur-
skoðandi hefur ekki rannsakað málið og segir fjárheimildir ekki nægja svo styrkir séu kannaðir að fullu.
GJÖFUL ÚTGERÐ Sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi gefa töluverða peninga til stjórnmálaflokka á Íslandi. Margrét Tryggvadóttir vill láta
athuga hvort lög um styrkveitingar hafi verið brotin. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
SVÍÞJÓÐ Vatn sem Hjálpræðisher-
inn hefur blessað og látið setja á
flöskur hefur selst betur í sumar
í Örnsköldsvik í Svíþjóð heldur en
þekktar tegundir af lindarvatni.
„Maður fær ferskt vatn sem
Herrann hefur skapað,“ segir for-
inginn Christer Eklöf í viðtali við
Piteå-Tidningen. Hann vonast til
að þessi góða sala verði til þess
að auðvelt verði að markaðssetja
blessað vatn víðar í Svíþjóð.
Upplýsingastjóri Hjálpræðis-
hersins segir að rannsaka þurfi
vel hvort blessað vatn hersins
komi til með að seljast jafn vel í
stórborgum og í Örnsköldsvik. - ibs
Hjálpræðisherinn í Svíþjóð:
Blessað flösku-
vatn rokselst
VÍSINDI Grein Jóns Atla Benedikts-
sonar, aðstoðarrektors vísinda og
kennslu við Háskóla Íslands og
fyrrum nemanda hans, dr. Alberto
Villa, var valin besta vísindagrein-
in úr hópi á sjötta hundrað greina
sem birtust í einu virtasta vísinda-
tímariti heims í rafmagnsverkfræði
árið 2011.
Grein þeirra Jóns og Villa fjallar
um fjarkönnunar rann sóknir en
þær eru mjög mikilvægar þegar
til dæmis á að mæla breytingar á
umhverfinu.
Á Íslandi er rannsóknaraðferðin
einstaklega mikilvæg þegar rann-
saka á bráðnun jökla og breytingar
á landi í aðdraganda eldgosa. - bþh
Fjarkönnunarrannsóknir:
Grein Íslendings
var valin best
Útivistartími barna breytist
Hinn 1. september breyttist útivistar-
tími barna og unglinga. Börn 12 ára
og yngri mega ekki vera úti lengur
en til klukkan 20. Börn 13 til 16 ára
mega aðeins vera úti til klukkan 22
nema þau séu að koma af viður-
kenndum samkomum. Miðast aldur
við fæðingarár.
BARNAVERND
1. Hvaða Íslendingur vann til gull-
verðlauna í 200 metra skriðsundi á
Ólympíumóti fatlaðra á sunnudag?
2. Hver er nýr forseti kirkjuþings?
3. Hvaða nýja vara kúlupenna-
framleiðandans BIC hefur vakið
nokkra athygli upp á síðkastið?
SVÖR:
1. Jón Margeir Sverrisson 2. Magnús E.
Kristjánsson 3. Kvennapennar
NEYTENDUR Borið hefur á því að tannkrem sem
markaðssett eru sérstaklega fyrir börn hafi
minni flúorstyrk en almennt er mælt með.
Veita þau því minni vernd fyrir tannskemmd-
um en ráðlagt er.
„Við reynum að fylgjast með þessu og vöktum
til að mynda athygli á þessu við alla innflytjend-
ur fyrir tveimur árum. Þá reynum við að hamra
á þessu í til dæmis fréttabréfum til foreldra í
grunnskólum,“ segir Jóhanna Laufey Ólafsdótt-
ir, verkefnisstjóri hjá Landlæknisembættinu.
Fréttablaðinu hafa borist ábendingar um
barnatannkrem sem hafa lítinn flúorstyrk
og brá blaðamaður blaðsins sér í vettvangs-
ferð í eina af verslunum Hagkaups til að kanna
málið. Kom í ljós að ein af fimm tegundum
barnatannkrems sem þar var til sölu var með
minni flúorstyrk en ráðlagt er. Var þar um að
ræða tannkremið Crest For Kids sem inniheld-
ur 500 prómill af flúori en Landlæknisembætt-
ið mælir með því að tannkrem innihaldi 1.000
til 1.500 prómill.
Embættið ráðleggur foreldrum jafnframt að
öll fjölskyldan noti sama tannkremið, helst með
mildu bragði, en í mismiklu magni. Þannig er
mælt með því að börn yngri en þriggja ára noti
það magn tannkrems sem passar á fjórðung af
nögl litlafingurs barnsins. Fyrir börn á aldr-
inum fjögurra til sex ára skal nota tannkrems-
magn sem passar á alla nögl litlafingurs barns-
ins og fyrir börn sex ára og eldri skal nota einn
sentimetra af tannkremi. - mþl
Landlæknisembættið ráðleggur foreldrum að öll fjölskyldan noti sama tannkremið en í mismiklu magni:
Sum barnatannkrem veita ónóga vernd
BURSTAR TENNURNAR Mælt er með því að tannkrem
innihaldi á bilinu 1.000 til 1.500 prómill af flúori. Á
Íslandi eru til sölu barnatannkrem sem innihalda
minna flúormagn. MYND/GETTY
VEISTU SVARIÐ?
Við reynum að sinna
okkar eftirliti eins
og við höfum tök á því við
höfum aldrei fengið krónu til
að sinna þessu verkefni.
SVEINN ARASON
RÍKISENDURSKOÐANDI