Fréttablaðið - 04.09.2012, Síða 17

Fréttablaðið - 04.09.2012, Síða 17
ÞRIÐJUDAGUR 4. september 2012 17 Kæri pólitíkus. Síðustu daga og vikur hafa fjölmiðlar fjallað um málefni lítils drengs með þroskahömlun. Litli drengurinn hefur gengið í almennan grunnskóla fram að þessu. Þar líður honum ekki vel og foreldrar hans hafa metið það svo að hag hans sé betur borgið í Klettaskóla sem er sérskóli fyrir þroskahömluð og fötluð börn. En sérfræðingarnir segja nei, í umboði pólitíkusa eins og þín, og þeir hafa ekki einu sinni hitt barnið að sögn foreldranna. Saga þessa drengs er ekki einsdæmi. Samkvæmt upplýs- ingum frá Skóla- og frístunda- sviði Reykjavíkur hafa þó ekki mörg börn fengið synjun um skólavist í Klettaskóla. Það sem þessi börn eiga sammerkt er að foreldrar þeirra telja að barni þeirra væri betur komið í sérskóla en almennum grunn- skóla. Foreldrar fatlaðra og þroskahamlaðra barna láta mjög gjarnan á það reyna hvort barnið þeirra getur gengið í sinn heimaskóla. Sem betur fer gengur það oft mjög vel. En þegar það gengur ekki vel er ekki úr mörgum úrræðum að velja. Það eru oft þung spor fyrir foreldra að taka barnið sitt úr almennum skóla og sækja um í sérskóla. Ákvörðun þeirra um að sækja um í Klettaskóla er því oft mjög vel ígrunduð og tekin að vandlega athuguðu máli og jafn- vel með afar neikvæða reynslu af almenna skólakerfinu að baki. Það er því talsvert högg að fá synjun á grundvelli þess að barn, sem foreldri telur að eigi ekki heima í almenna grunn- skólanum og eigi ekki samleið með nemendum þar, fái ekki inngöngu í sérskólann á þeirri forsendu að það eigi ekki sam- leið með börnunum þar heldur. Fólk sem á börn sem þau telja komin að endimörkum í almenna skólakerfinu er skilið eftir í lausu lofti án úrlausna. Hvar er eiginlega pláss fyrir þessa nemendur? Kæri pólitíkus, ef við lítum nú algjörlega fram hjá því að þú þjónar kerfinu … eða var það kannski öfugt? Hvað ef þetta væri þitt barn? Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlum og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega ein- angrað? Hvað ef þú í hjarta þínu vissir að barnið þitt ætti betri samleið með nemendum sér- skólans en nemendum almenna grunnskólans? Hvað ef þú þyrftir að horfa á eftir barninu þínu á hverjum morgni, vitandi að því liði illa í skólanum og ætti enga vini? Hvað ef þú vissir af valkosti, þar sem barnið þitt ætti möguleika á að eignast vini á jafningjagrundvelli? Hvað ef þú vissir að misvitrir pólitík- usar væru markvisst að breyta samsetningu nemendahópsins í sérskólanum með því að herða inntökuskilyrði og koma þannig í veg fyrir að barnið þitt, sem áður hefði átt þann valkost að ganga í skóla með jafningjum sínum, fengi inngöngu? Hvað ef það væri barnið þitt sem hvergi passar inn? Mig setur hljóða og ég fæ tár í augun við tilhugs- unina um að þetta væri mitt barn. Kæri pólitíkus, hvaða máli skipta nokkrar krónur þegar vellíðan og lífshamingja barns er annars vegar? Ég skora á þig að hætta að vera þræll kerfisins og þess í stað láta kerfið þjóna þér, okkur og hagsmunum allra barna! Það er merkilegt að hlusta á og fylgjast með fréttum af þeirri staðreynd að konur virðast í minni mæli fara í skoðun með tilliti til forvarna gegn legháls- krabbameini. Þá kemur einnig fram að konur sem greinast nú séu með lengra genginn sjúkdóm en áður og því erfiðara um vik að meðhöndla þær. Kvenlæknar kalla eftir vitundarvakningu og hafa áhyggjur af þróun mála. Um langt árabil hefur Krabba- meinsfélagið og kvenlæknar auk heimilis- og heilsugæslulækna á landsbyggðinni framkvæmt svokallaða leghálsskoðun með sýnatöku í því tilliti að sjá hvort forstigsbreytingar krabbameins séu til staðar. Slík skoðun er ein fárra sem er viðurkennt að eigi rétt á sér í forvarnaskyni. Undirritaður hefur áður ritað greinar um krabbamein og for- varnir gegn þeim, mest varðandi ristilkrabbamein, sem er eitt hið algengasta hjá báðum kynjum og mikilvægi forvarna þar ótvírætt. Það er sláandi ef rétt reynist að yngri konur séu tregari til hópleitar en áður hefur tíðkast og er spurning hvað veldur. Ljóst er að skoðun sem þessi er hvorki spennandi né þægileg fyrir við- komandi einstakling, en til þess að geta skoðað sem flestar konur og annað þeim fjölda sem þarf slíka skoðun reglulega er ljóst að ekki gefst mikill tími fyrir spjall og verður skoðunin því ópersónu- leg og jafnvel hafa konur upp lifað hana sem ákveðna færibanda- vinnu. Markviss og fumlaus skoðun sem fylgir skilgreindu verklagi er hins vegar nauðsyn- leg til að viðhalda næmni rann- sóknarinnar og koma í veg fyrir að konur þurfi að koma ítrekað til skoðunar vegna lé legrar sýna- töku. Flestar konur sem ekki eiga sinn kvenlækni fara í slíka skoð- un á vegum leitarstöðvar Krabba- meinsfélags Íslands. Allar konur á aldrinum 20-69 ára eru boðaðar til skoðunar á tveggja ára fresti, en tímabilið getur verið styttra greinist for- stigsbreytingar eða ef verið er að fylgja eftir einstaklingi eftir keiluskurð svo dæmi sé tekið. Ein meginástæða legháls- krabbameins eru frumubreyt- ingar sem orsakast af svokall- aðri HPV-veirutegund (Human Papilloma Virus) sem eru mjög algengar, en talið er að um 80% kvenna smitist af slíkum veirum á lífsleiðinni. Einkenni geta verið mismikil og mikilvægt er að átta sig á því að til eru ríflega 100 undirtegundir þessa veiruhóps og í flestum tilvikum vinnur lík- aminn bug á veirunni sjálfur án aðstoðar. HPV-serotýpur 16 og 18 eru skæðastar og hefur verið þróað bóluefni gegn þeim sem í dag er gefið öllum stúlkum tólf og þrettán ára hérlendis. Breytt kynhegðun er talin ein af orsökum þess að útbreiðsla slíks smits er meiri en áður og hefur verið tengd við aukinn fjölda rekkjunauta og mögulega fjölbreyttari kynlífsvenjur. HPV- smit er algengasti kynsjúkdóm- urinn í Bandaríkjunum en talið er að 6,2 milljónir nýrra tilfella greinist þar árlega. Hérlendis var fjöldi tilfella árið 2011 sam- tals 251, en HPV fellur undir skráningarskylda smitsjúkdóma. Til gamans má geta að þessar tölur eru viðsnúnar í samanburði við Bandaríkin því hérlendis er klamydía langalgengasti kyn- sjúkdómurinn með 2.090 greind tilfelli árið 2011. Líklega er því tala þeirra sem ekki leita læknis og því ekki rétt greindar veruleg samanber það sem við sjáum í hópleit Krabbameinsfélagsins með lengra gengna sjúkdóma hjá yngri konum en undangengin ár. Þess ber að geta að kynfæra- vörtur (HPV-veira) og aðrir kyn- sjúkdómar eins og klamydía og lekandi geta smitast við alla kyn- hegðan, þar á meðal munnmök og endaþarmsmök. Einkenni geta komið fram löngu síðar í formi húðbreytinga eins og kynfæra- vörtum, eða frumubreytingum í leghálsi en slíkt er einungis hægt að greina með umræddri legháls- skoðun. Ég vil því hvetja konur til skoð- unar og fyrirbyggjandi aðgerða gegn leghálskrabbameini, sérstak- lega þær sem eru í yngri aldurs- hópunum, þetta er ekki feimnis- mál, heldur dauðans alvara. Einkenni geta verið mismikil og mikilvægt er að átta sig á því að til eru ríflega 100 undirtegundir … Teitur Guðmundsson læknir HEILSA Ungar konur og leghálsinn Hvað ef þitt barn væri með væga þroskahömlun og viðbótarfatlanir, liði illa í skólanum og væri félagslega einangrað? Hvað ef það væri þitt barn? Samfélagsmál Bryndís Jónsdóttir framkvæmdastjóri SAMFOK AF NETINU Hústökufólkið Fiskimiðin eru sameign þjóðarinnar. Veiðirétturinn er það hins vegar ekki. Þannig á þjóðin hús sem í situr hústökufólk. Þetta hústökufólk sinnir í engu kalli eigandans eftir húsinu og hótar að brenna það til kaldra kola ef einhverju skal hnika. Hústökufólkið ákveður leigu hússins en ekki eigandinn. Hústökufólkið framleigir tóm herbergi á verði sem því sýnist. Hústökufólkið notar húsið sem veð til að ná í fjármagn. Hústökufólkið er einrátt um arð hússins og allsráðandi hvernig honum er ráðstafað. Hústökufólkið selur húsið án þess að spyrja eigandann. Hústökufólkið kaupir húsið án þess að spyrja eigandann. Viltu hafa þetta svona? Ef ekki, mættu þá á kjörstað þann 20. október og festu auðlindaatkvæði í stjórnarskrá. http://www.dv.is/blogg Lýður Árnason Óskiljanlegt kerfi Ég talaði um daginn við erlent fólk sem fylgist mjög vel með íslenskum málefnum og kemur hingað reglulega. Það furðaði sig á kerfi sem byggir á því að fólk borgi og borgi húsnæðislán – en eigi svo ekki neitt þótt það hafi greitt samviskusamlega af þeim í 15-20 ár. Þau töldu að þetta væri óhugsandi annars staðar – skildu ekki að Íslendingar byggju við slíkt kerfi til langframa. http://eyjan.pressan.is/silfuregils/ Egill Helgason

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.