Fréttablaðið - 04.09.2012, Síða 18
18 4. september 2012 ÞRIÐJUDAGUR
Kærunefnd jafnréttismála er áhrifamikill úrskurðaraðili í
deilumálum um opinberar ráðn-
ingar hér á landi. Þegar kæru-
nefndin tekur mál til umfjöllunar
leggur hún almennt til hliðar fyrra
mat sem gert hefur verið og fram-
kvæmir sitt eigið sjálfstæða mat á
kæranda og þeim sem var ráðinn.
Kærunefndin úrskurðar svo um
hæfni þeirra, oft með mjög afger-
andi hætti.
En hvaða aðferðir notar kæru-
nefndin til að meta hæfni umsækj-
enda og komast að sinni afdrifaríku
niðurstöðu? Úrskurðir kærunefnd-
arinnar eru almennt byggðir ein-
göngu á skoðun á skriflegum gögn-
um umsækjenda, þ.e. ferilskránum.
Í úrskurðum eru prófgráður tald-
ar upp, tegundir reynslu tíund-
aðar og árafjöldi í hverju starfi.
Kærunefndin hefur heimild til að
kalla umsækjendur á sinn fund
en nýtir hana almennt ekki. Fjöldi
ára í háskóla er vissulega hlutlæg
aðferð en er hún góður mælikvarði
á hæfni einstaklings, kannski tutt-
ugu árum síðar, til að gegna til-
teknu starfi í framtíðinni? Hlut-
lægir mæli kvarðar eru ekki alltaf
réttir mælikvarðar.
Aðferðin sem kærunefndin notar
er ágætis aðferð til að þrengja þann
hóp sem boðið er að taka þátt í hinu
raunverulega mati en getur ekki tal-
ist heildstæð matsaðferð ein og sér.
Raunar er varla til sá stjórnandi
eða fyrirtækiseigandi sem myndi
nota aðferð kæru nefndarinnar til að
ráða sér starfsmann því heilbrigð
skynsemi segir okkur að pappírarn-
ir segja ekki allt. Spyrja má hvort
rannsóknarregla stjórnsýslulaga sé
uppfyllt með þessari aðferðafræði
og hvort málin séu nægilega vel
upplýst þegar þessi nálgun er notuð,
ekki síst í ljósi ákvæðis jafnréttis-
laga um að taka skuli mið af „öðrum
sérstökum hæfileikum sem krafa er
gerð um í viðkomandi starfi … eða
telja verður annars að komi að
gagni í starfinu“ (sjá 5. mgr. 26. gr.
jafnréttislaga nr. 10/2008).
Þegar deilt er um verðmæti fyr-
irtækja er ekki talið duga að rýna
skrifleg gögn sem málsaðilar hafa
lagt fram. Ef slík deila ratar fyrir
dómstóla eru gjarna skipaðir dóm-
kvaddir matsmenn sem fá fullan
aðgang að bókhaldi fyrirtækisins
og gera sína sjálfstæðu úttekt áður
en þeir kveða upp úr um rétt verð.
Þessir matsmenn eru yfirleitt sér-
fræðingar í verðmati fyrirtækja en
ekki endilega lögfræðingar, enda
matsverkefnið ekki af lögfræði-
legum toga. Ef deiluaðilar eru ekki
sáttir við mat dómkvaddra mats-
manna er óskað eftir svokölluðu
yfirmati en þá koma enn aðrir aðil-
ar og meta fyrirtækið aftur. Heil-
mikil huglægni er í mati á verðmæti
fyrirtækja því velja þarf forsendur
af ýmsu tagi en þó er mat sérfræð-
inganna talið haldbærara en beint
mat dómara. Mat getur nefnilega
verið skipulegt og málefnalegt þó
það feli í sér tiltekna huglægni.
Frammistaða í starfi er í eðli
sínu flókið fyrirbæri sem erfitt
er að höndla og á sér margar hlið-
ar. Það er hægt að mæla frammi-
stöðu en það krefst almennt aðkomu
mannshugans sem alltaf felur í
sér ákveðið huglægt mat og beit-
ingu dómgreindar. Enn þá erfiðara
er að spá fyrir um frammistöðu í
starfi sem einstaklingurinn hefur
enn ekki tekið við. Þetta vandamál
hefur verið viðfangsefni vinnusál-
fræðinnar sem fræðigreinar í um
það bil 100 ár og til eru ógrynni
rannsókna sem segja til um hvaða
aðferðir spá best fyrir um frammi-
stöðu í starfi (sjá t.d. yfirlitsgrein
Schmidt og Hunter, The Validity
and Utility of Selection Methods
in Personnel Research: Practi-
cal and Theoretical Implications
of 85 Years of Research Findings,
Psychological Bulletin, 1998).
Viðurkenndar faglegar aðferð-
ir við starfsmannaval eru þær að-
ferðir sem reynst hafa samkvæmt
ofangreindum rannsóknum spá
fyrir um frammistöðu í starfi. Sem
dæmi um slíkar aðferðir má nefna
stöðluð og hegðunartengd viðtöl,
verklegar samskipta- og stjórnunar-
æfingar, raunhæf skrifleg verkefni,
sýnishorn vinnu, aðstæðumatspróf,
persónuleikamat, próf sem mæla
talnaleikni, próf sem mæla mál-
farslega leikni, próf sem mæla rök-
hugsun, starfsþekkingarpróf, staðl-
aðar umsagnir og matsmiðstöðvar.
Öryggi niðurstöðunnar eykst eftir
því sem fleiri aðferðir eru notaðar
samhliða til að meta sömu eigin-
leika.
Um þessar aðferðir er ítarlega
fjallað í öllum kennslubókum um
starfsmannaval, en mat á feril-
skrám er hins vegar afgreitt stutt-
lega sem aðferð til að þrengja hóp-
inn. Hér á landi virðist viðurkennd
þekking á starfsmannavali ekki
vera nýtt á neinn hátt í kæruferlum
vegna opinberra ráðninga. Það er
líklega aðeins tímaspursmál hve-
nær sú staða kemur upp að fyrra
matið sem gert var við ráðninguna
sé augljóslega faglegra og ítarlegra
en mat kærunefndarinnar, en mat
kærunefndarinnar verður samt
sem áður hið endanlega og „bind-
andi“.
Markmið jafnréttislaga eru
samfélagslega mikilvæg en það
réttlætir ekki að vönduðum að-
ferðum í starfsmannavali sé kastað
fyrir róða. Það er ekki gott fyrir
málstað jafnréttisins að Georg
Bjarnfreðar son – með sínar fimm
háskólagráður – sé táknrænn fyrir
hæfasta einstaklinginn eins og
hann birtist í gildismati íslenskra
jafnréttisyfirvalda. Auknar heim-
ildir kærunefndar jafnréttismála
til að láta fara fram endurmat á
þeim sem til greina koma, eða betri
nýting á heimildum sem nú þegar
eru í jafnréttislögunum, eru nauð-
synlegar til að tryggja trúverðug-
leika þessa ferlis og minnka deilur
um úrskurði.
Er Georg Bjarnfreðarson hæfastur?
Íslandi hefur tekist vel upp í glímu sinni við afleiðingar bankakrepp-
unnar og þjóðir heims líta nú til
landsins í leit að lausnum á eigin
vandamálum. Þetta þýðir ekki að
Ísland sé komið á lygnan sjó. Þvert
á móti stendur landið frammi fyrir
óleystum vandamálum sem takast
þarf á við á næstu árum. Á Íslandi
búa 315.000 íbúar og þeir halda úti
óháðum gjaldmiðli án þess að festa
gengi hans við nokkurn annan
gjaldmiðil. Þessi gjaldmiðill er
íslenska krónan. Íslendingar þurfa
að svara þeirri spurningu hvort það
sé heppilegt fyrirkomulag að búa
áfram við krónuna.
Fleiri afgerandi spurningar
krefjast svara. Þessar spurningar
snúast um gjaldeyrishöft, eftirlit
með starfsemi bankastofnana og
fyrirkomulag og samhengi ríkis-
fjármála og peningamála. En lykil-
atriðið er að ákveða fyrirkomulag
gjaldmiðilsmála. Íslensk stjórnvöld
þurfa að ákveða hvort halda skuli í
krónuna sem lögeyri eða hvort taka
skuli upp erlenda mynt sem lögeyri.
Evra, Bandaríkjadalur og Kanada-
dalur hafa verið nefndir sem mögu-
leikar ásamt fleiri myntum. Hvort
sem niðurstaðan verður að halda
krónunni eða sleppa henni mun sú
stefnumörkun krefjast þolinmæði,
ákveðni og fórna, en þar með eru
líkindi leiðanna að mestu upptalin.
Það er skynsamlegt fyrir íslensk
stjórnvöld að vinna áfram að fram-
gangi umsóknar að Evrópusamband-
inu og Evrópska myntsamstarfinu
(ERM) með upptöku evru í huga.
Upptaka evru sem lögeyris á Íslandi
mun taka mörg ár. Hindranir kunna
að verða á þeirri leið sem gera hana
ófæra. Biðin eftir evrunni gæti þó
orðið landinu til blessunar ef tím-
inn væri nýttur til kerfisbreytinga
sem auðvelduðu Íslendingum að
sníða agnúa af því gjaldmiðilskerfi
sem þeir nú búa við. Fýsilegt kann
að virðast að taka upp aðra mynt en
evru í stað krónunnar vegna þess
óróleika og verðbólguhættu sem er
á evrusvæðinu nú. Upptaka þjóð-
myntar annars lands er mjög áhættu-
söm vegna þess að ólíklegt er að hag-
sveifla og þar með peningastefna
heimalands myntarinnar og Íslands
séu í takt. Einhliða upptaka þjóð-
myntar annars lands yki stórlega lík-
indin á nýrri djúpri kreppu á Íslandi.
Rekja má ástæðu þess að Íslend-
ingar vilja losa sig við krónuna til
reynslu þeirra frá október 2008.
Enginn Íslendingur hefur áhuga á
að endurupplifa þá óvissu og það
verðmætatap sem fylgdi gengisfalli
krónunnar. Ég vil halda því fram
að þessi martraðarkennda reynsla
Íslendinga sé nánast ávallt niður-
staðan þegar stjórnvöld sem búa
við fljótandi gengi leyfa myntinni
að styrkjast mikið umfram jafn-
vægisgildi sitt. Íslensk stjórnvöld
gengu lengra en að leyfa myntinni
að styrkjast, stjórnvaldsaðgerðir
beinlínis ýttu undir frekari styrk-
ingu þó það hafi ekki verið ætl-
unin. Hækkun stýrivaxta án þess
að gripið væri til takmarkana á
innflæði erlends fjármagns dró
slíkt fjármagn til landsins í áður
óþekktum mæli. Innflæði fjár-
magns fylgdi bóla í fasteignaverði
og verði annarra eigna, útblásinn
bankageiri, útrás og útlánaþensla.
Allt þetta má í mismiklum mæli
rekja til haftalausrar styrkingar
gengis krónunnar á sínum tíma.
Það að taka upp Kanadadal, evru
eða Bandaríkjadal yrði til þess að
lækka verðbólgu og vexti, draga
úr gengissveiflum og auðvelda
Íslendingum að eiga viðskipti við
aðrar þjóðir. En þessi ávinning-
ur er ekki ókeypis. Kostnaðurinn
felst í því að íslensk stjórnvöld
tapa stjórn tækjum. Sé ekið eftir
rólegri fá farinni götu er hægt að
taka hendur af stýri um stund. En
deilist vegurinn í tvennt eða ef bíll
kemur úr gagnstæðri átt er mikil-
vægt að grípa um stýrið til að forð-
ast vandræði. Að taka upp mynt
annars lands þar sem efnahagslífið
lýtur öðrum lögmálum og þar sem
hagsveiflan er ekki í takt við hag-
sveiflu á Íslandi svipar til þess að
láta stýrið á bílnum í hendur geð-
stirðs frænda í aftursætinu. Upp-
bygging atvinnulífs á Íslandi er sér-
stök. Þar fer mikið fyrir áli og fiski.
Hagsveifla á Íslandi kann að vera
í takt við Kanada og Evrópu um
hríð, en komi til þess að hagsveiflur
þessara landa færist úr takti væri
Ísland fórnarlamb peningastefnu
sem sniðin væri að vandamálum
annars lands. Að taka upp mynt
annars lands þýðir að ekki er hægt
að nota peningapólitísk og gengis-
pólitísk stjórntæki til að takast á við
sérstök íslensk hagstjórnarvanda-
mál.
Það er umstang og óvissa fólgin
í því að skipta um mynt. Því kann
mörgum að þykja eðlilegt að halda
krónunni til að forðast slík óþæg-
indi. En það kostar líka talsvert
umstang og fórnir að halda krón-
unni. Gengi krónunnar þarf að
veikjast hægt og bítandi uns þess
er ekki lengur þörf að beita vald-
boði til að halda erlendu fjármagni
föngnu innanlands. Hægt og bítandi
þarf að snúa gjaldeyrishöftum við
þannig að hægt sé að nota ríkisfjár-
málin til að örva jafnan og góðan
hagvöxt og til að halda verðbólgu
í skefjum. Ekki ætti að nota stýri-
vaxtahækkanir sem agn til að lokka
að erlenda fjárfesta, þvert á móti er
slíkum hækkunum ætlað að kæla
hagkerfið niður þegar þörf er á. Þá
þarf að halda krónunni viðvarandi
veikri þannig að grimmir og fjár-
hagslega sterkir gjaldmiðlaspekúl-
antar sýni henni ekki áhuga.
Íslenska hagkerfið er einfaldlega
of lítið til að landið geti varið stöðu
sterks gjaldmiðils, til þess þyrfti
óhóflega stóran gjaldeyrisvarasjóð.
Íslensk stjórnvöld og Seðlabankinn
þyrftu að setja á fót nefnd sem hefði
það markmið, með gjaldeyrismark-
aðsinngripum, að halda krónunni
10-20% veikari en svari til jafn-
vægisgengis hennar. Smæð lands-
ins ætti að hjálpa til við að halda
krónunni veikri og landsmenn ættu
ekki undir neinum kringumstæð-
um að reyna að styrkja veikt gengi
hennar. Í næstu grein mun ég fjalla
um reynslu ríkja Suður-Ameríku og
draga tillögur mínar saman.
Zack Vogel keypti og seldi skulda-
tryggingar nýlega þróaðra ríkja fyrir
Morgan Stanley og Deutsche Bank.
Hann vinnur nú að því að greina
viðbrögð Íslands, Argentínu, Grikk-
lands og annarra kreppuhrjáðra
landa við fjármálakreppum, nýjum
og gömlum. Hann er lektor við við-
skiptafræðideild Skidmore College í
Saratoga Springs, New York. Nám-
skeið Vogels um Global Credit Crisis
mun fjalla ítarlega um valkosti þá
sem Ísland stendur frammi fyrir á
gjaldmiðilssviðinu.
Krónan á þunnum ís, 1. hluti
Jafnrétti
Ásta
Bjarnadóttir
vinnu- og
skipulagssálfræðingur
Fjármál
Zack
Vogel
lektor í New York
Markmið jafn-
réttislaga eru
samfélagslega mikilvæg
en það réttlætir ekki að
vönduðum aðferðum í
starfsmannavali sé kastað
fyrir róða.
Það að taka upp Kanadadal, evru eða
Bandaríkjadal yrði til þess að lækka verð-
bólgu og vexti, draga úr gengissveiflum og
auðvelda íslendingum að eiga viðskipti við aðrar þjóðir.
Skólaforeldrar
í aðalhlutverki
Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skóla-
göngu í 1. bekk í grunnskólum
Reykjavíkur. Við þau tímamót
er gaman að láta hugann reika
til þess dags þegar við foreldr-
arnir vorum í þessum sporum
og mættum full eftirvæntingar
fyrsta skóladaginn. Þetta er stór
dagur fyrir börnin en ekki síður
fyrir okkur foreldrana. Litlu
ungarnir okkar á leið inn í tíu
ára grunnskólaferðalag og við
teljum okkur jú vita manna best
hvað þau eiga eftir að læra og
reyna á vegferð þessari.
Skólaumhverfið hefur þó
breyst gríðarlega frá því við, for-
eldrarnir, hófum okkar skóla-
göngu. Heimilin taka meiri þátt í
námi barnanna og skólinn tekur
meiri þátt í gæslu og umönnun
barna. Skilin á milli hlutverka
heimila og skóla eru gjörbreytt
miðað við það sem áður þekktist.
Foreldrar gegna orðið miklu
stærra hlutverki í skólasam-
félaginu. Búið er að skilgreina
ýmis hlutverk sem foreldrar
taka að sér og auka þannig sam-
starf heimila og skóla til muna.
Þar má nefna hin lögbundnu
foreldrafélög og fulltrúa foreldra
í skólaráði, hlutverk bekkjarfull-
trúa og foreldraröltið. Við for-
eldrar erum afar mikilvæg auð-
lind í skólastarfi í dag og þurfum
að vera dugleg að hvetja hvert
annað áfram á þeirri braut.
Sem betur fer er alltaf ákveð-
inn kjarni foreldra tilbúinn
að starfa í foreldrafélögum og
taka að sér hlutverk bekkjar-
fulltrúa og það ber að þakka.
Vonandi sjá æ fleiri foreldrar
hversu skemmtilegt og gefandi
það er að starfa í skólasam-
félaginu og fá tækifæri til að
kynnast því betur í gegnum
foreldrastarfið núna í vetur.
Fyrir þá foreldra sem vilja taka
beinan þátt í skipulögðu starfi
þá eru valdir bekkjar fulltrúar
í öllum ár göngum í grunnskól-
um á haustin og oftast eru aðal-
fundir haldnir á vorin og þá er
kosin stjórn foreldrafélagsins.
En það er ekki nauðsynlegt að
vera kjörinn bekkjarfulltrúi
eða sitja í stjórn foreldrafélags-
ins til að taka þátt. Það er hægt
að taka þátt með því að láta
vita af áhuga sínum eða bjóða
fram starfskrafta sína í ein-
stök verkefni. Ef allir foreldrar
gefa kost á sér í eitt verkefni á
vetri í þágu bekkjarins eða skól-
ans verður vetrarstarfið leikur
einn.
Í öllum skólum eru starfandi
foreldrafélög. SAMFOK eru
svæðasamtök foreldra í grunn-
skólum Reykjavíkurborgar.
Til SAMFOK geta foreldrar,
bekkjarfulltrúar, skólaráðsfull-
trúar og stjórnir foreldrafélaga
leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í
hinum ýmsu málum sem snúa
að foreldrastarfinu eða sam-
skiptum við skólann. Á haustin
eru haldin bekkjarfulltrúanám-
skeið til að kynna hlutverkið
fyrir nýjum bekkjarfulltrúum
og á skrifstofunni er hægt að
fá ýmiss konar aðstoð og ráð-
gjöf sem snýr að samskiptum
og skólasamfélaginu. Hægt er
að fá allar nánari upp lýsingar
um SAMFOK á vefsíðunni
www.samfok.is og sömuleiðis á
Facebook-síðunni SAMFOK.
Höfum í huga að skólinn
er vinnustaður barnanna tíu
mánuði ársins. Með því að
vera virkir þátttakendur í
námi barnanna okkar og taka
þátt í skólastarfinu, aukum
við líkurnar á að barnið okkar
upplifi námið og skólann á já-
kvæðum nótum og sjái heimilið
og skólann sem heild, en ekki
sem andstæða póla. Við þurfum
að vera meðvituð um hlutverk
okkar sem skólaforeldrar og að
við séum einn hlekkur í stórri
keðju sem sameinar skóla, for-
eldra og nemendur.
Menntun
Margrét V.
Helgadóttir
formaður SAMFOK
Sem betur fer er
alltaf ákveðinn
kjarni foreldra tilbúinn
að starfa í foreldrafé-
lögum og taka að sér
hlutverk bekkjarfulltrúa
og það ber að þakka.