Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 99

Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 99
LAUGARDAGUR 8. september 2012 55 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Laugardagur 08. september ➜ Listasmiðja 13.00 LornaLAB stendur fyrir opinni vinnustofu sem unnin er í samvinnu við Listasafn Reykjavíkur undir handleiðslu Jespers Pedersen tónskálds. Viðburður- inn er ókeypis og öllum opinn. ➜ Sýningar 14.00 Sýning á verkum Kristjáns Jóns Guðnasonar opnar í Boganum í Gerðubergi. Yfirskrift sýningarinnar er Gleðidagar. 16.00 Sýningin Ljóðheimar opnar á Kjarvalsstöðum en hún inniheldur verk eftir um 30 listamenn. Um er að ræða tímamótasýningu þar sem verður í fyrsta sinn varpað heildstæðu yfirliti á ljóðræna eða expressjóníska abstraktlist íslenskra myndlistarmanna. ➜ Umræður 10.30 Vilhjálmur Egilsson fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins ræðir um réttlæti í lífeyrismálum í laugardagsspjalli Framsóknar. Spjallið fer fram í Framsóknarhúsinu að Hverfis- götu 33. Aðgangur ókeypis. ➜ Uppákomur 11.00 Elite á Íslandi verður með prufu í Smáralind fyrir stúlkur á aldrinum 14 til 22 ára sem hafa áhuga á fyrir- sætustörfum. Prufan er fyrir keppni Elite Model Look þar sem næstu ofurfyrir- sætu er leitað. 11.00 Kompudagur haldinn í húsnæði félagsheimilis Sjálfsbjargar á höfuð- borgarsvæðinu, Hátúni 12, frá 11 til 16. Ýmis varningur verður á boðstólum, til dæmis heimaunnir listmunir, saum, hekl og prjón, nýtt og notað. 11.15 Bergþór Pálsson mun kenna prúðmannlega framkomu og mannasiði á Töðugjöldum í Viðey. Ýmsar aðrar uppákomur verða í boði og uppskeru- hátíð fer fram í grænmetisskreyttri Við- eyjarkirkju. 14.00 Efnt verður til skákveislu í Ráð- húsi Reykjavíkur í tilefni vestnorrænu hátíðarinnar Nýjar slóðir. Gestum og gangandi er boðið að spreyta sig í skák gegn vestnorrænum meisturum. ➜ Dagskrá 12.00 Sögubíllinn Æringi verður við Portið í Kringlunni og Sóla sögukona spjallar við gesti og segir sögur. Uppá- koman er í tilefni af 25 ára afmæli Kringlunnar og er í boði Kringlusafns. ➜ Tónlist 08.30 Færeyingarnir Gudmund Mortensen orgelleikari og Bjarni Berg klarinettuleikari flytja fjölbreytta tónlist í Dómkirkjunni. Tónleikarnir eru hluti af Norræna kirkjutónlistarmótinu og aðgangur er ókeypis. 08.30 Klara ensemble Lysekil undir stjórn Sven Åke Svensson og Kerstin Baldwin orgelleikari flytja nýja sænska tónlist í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir eru hluti af Norræna kirkjutónlistarmótinu og aðgangur er ókeypis. 08.30 Kammerkór Akraness undir stjórn Sveins Arnar Sæmundssonar flytur íslenska tónlist í Áskirkju. Tón- leikarnir eru hluti af Norræna kirkju- tónlistarmótinu og aðgangur er ókeypis. 15.00 Sálgæslutríó saxófónleikarans Sigurðar Flosasonar spilar á tónleikum Jazztónleikaraðar Munnhörpunnar í tónlistarhúsinu Hörpu. Aðgangur er ókeypis. 17.00 Kórar frá öllum Norðurlönd- unum kenna gestum lag frá sínu heimalandi og svo er sungið saman í kór. Sing along-ið eru hluti af Norræna kirkjutónlistarmótinu og aðgangur er ókeypis. 20.00 Reiðmenn vindanna með Helga Björns í fararbroddi halda tónleika á Græna Hattinum á Akureyri. Miðaverð er kr. 2.500. 21.00 Rockabillý kóngurinn Smutty Smiff mætir með hljómsveit sína Smutty’s 302 á Bar 11 og heldur þar alvöru Rockabillý tónleika. Aðgangur er ókeypis. 22.00 Sálin hans Jóns míns spilar á Spot í Kópavogu. 23.00 Seinni tónleikar Reiðmanna vindanna, með Helga Björns í farar- broddi, verða á Græna Hattinum, Akur- eyri. Miðaverð er kr. 2.500. 23.00 Sváfnir Sigurðarson,Karl Pétur Smith og Tómas Tómasson leika á tón- leikum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Markaðir 11.00 Íbúasamtök Bústaða- og Foss- vogshverfis standa fyrir skottsölu á plani Bústaðakirkju. Allir velkomnir. 12.00 Hinn árlegi haust- og græn- metismarkaður kristniboðsins verður haldinn í Kristniboðssalnum, Háaleitis- braut 58-60, 3. hæð, norðurendi. Til sölu verða ávextir, grænmeti, sultur, kökur og fleira til heimilisins. Heitar vöfflur og kaffi á könnunni. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 09. september ➜ Listasmiðja 13.00 Boðið verður upp á teiknismiðju með listamanninum og rithöfundinum Kestutis Kasparavicius á bókasafninu í Gerðubergi. Enginn aðgangseyrir og allir velkomnir. ➜ Sýningarspjall 14.00 Harpa Þórsdóttir forstöðumaður Hönnunarsafns Íslands mun leiða spjall með hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur og Auði Ösp Guðmundsdóttur og súkk- ulaðimeistaranum Hafliða Ragnarssyni um sýninguna Sögu til næsta bæjar. Matgæðingar eru hvattir til að mæta og taka þátt í spjallinu. ➜ Tónlist 16.00 Andrea Jónsdóttir leikur lög af hljómplötum á Ob-La-Dí-Ob-La-Da Frakkastíg 8. Aðgangur er ókeypis. ➜ Fyrirlestrar 15.00 Æsa Sigurjónsdóttir listfræð- ingur mun fjalla um mátt myndarinnar í verkum Errós í Hafnarhúsi. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is islandsbanki.is | Sími 440 4000 Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum 2000 kr. afslátt af áskriftarkortum Nýtt leikár Borgarleikhússins er stútfullt af spennandi leiksýningum. Þeir sem kaupa áskriftarkort tryggja sér fjórar töfrandi kvöldstundir í leikhúsinu, á sýningar að eigin vali. Hægt er að kynna sér sýningarnar á www.borgarleikhus.is. Íslandsbanka og Valitor er sönn ánægja að bjóða viðskiptavinum Íslandsbanka afslátt af áskriftarkortum Borgarleikhússins. eigin vali. Almennt verð áskriftarkorta er 12.900 kr. en viðskiptavinir Íslandsbanka borga aðeins 10.900 kr. fyrir kortið. Almennt verð áskriftarkorta fyrir 25 ára og yngri er 8.900 kr. en viðskiptavinir Íslandsbanka borga aðeins 6.900 kr. fyrir kortið. Ganga þarf frá kaupum fyrir 15. september 2012 í miðasölu Borgarleikhússins. Greiða skal með VISA eða MasterCard greiðslukorti frá Íslandsbanka eða Byr. Hver viðskiptavinur getur keypt eitt áskriftarkort. Íslandsbanki og Valitor eru máttarstólpar Borgarleikhússins. Save the Children á Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.