Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 112

Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 112
8. september 2012 LAUGARDAGUR68 sport@frettabladid.is HELGI SVEINSSON varð í fimmta sæti í spjótkasti karla í fötlunarflokki F42 á Ólympíumóti fatlaðra í gær. Hann bætti eigið Íslandsmet um rúman meter þegar hann kastaði spjótinu 47,61 m. Þar með er þátttöku Íslendinga á Ólympíumótinu í London lokið. 1-0 KárI Árnason (21.), 2-0 Alfreð Finn- bogason (81.). Skot (á mark): 7-11 (4-5) Varin skot: Hannes 4 - Espen 1 ÍSLAND (4-3-3): Hannes Þór Halldórsson 9* Maður leiksins Grétar Rafn Steinsson 6 Ragnar Sigurðsson 7 Kári Árnason 8 (50., Sölvi Geir Ottesen 8) Bjarni Ólafur Eiríksson 6 Rúrik Gíslason 7 (72., Alfreð Finnbogason -) Aron Einar Gunnarsson 7 Helgi Valur Daníelsson 7 Emil Hallfreðsson 7 (90., Eggert Gunnþór Jónsson -) Gylfi Þór Sigurðsson 8 Birkir Bjarnason 7 Laugardalsv., áhorf.: 8.451 Anthony Gautier (5) 2-0 Undankeppni HM 2014 A-RIÐILL Króatía - Makedónía 1-0 Nikica Jelavic. Wales - Belgía 0-2 - Vincent Kompany, Jan Vertonghen. B-RIÐILL Malta - Armenía 0-1 Búlgaría - Ítalía 2-2 Stanislav Manolev, Georgi Milanov - Pablo Daniel Osvaldo 2. C-RIÐILL Kasakstan - Írland 1-2 Þýskaland - Færeyjar 3-0 Mesut Özil 2, Mario Götze. D-RIÐILL Eistland - Rúmenía 0-2 Andorra - Ungverjaland 0-5 Holland - Tyrkland 2-0 Robin van Persie, Luciano Narsingh. E-RIÐILL Albanía - Kýpur 3-1 Slóvenía - Sviss 0-2 Granit Xhaka, Gokhan Inler. Ísland - Noregur 2-0 F-RIÐILL Rússland - Norður-Írland 2-0 Aserbaídsjan - Ísrael 1-1 Lúxemborg - Portúgal 1-2 Daniel Alves - Cristiano Ronaldo, Helder Postiga. G-RIÐILL Liechtenstein - Bosnía 1-8 Litháen - Slóvakía 1-1 Lettland - Grikkland 1-2 H-RIÐILL Svartfjallaland - Pólland 2-2 Moldóva - England 0-5 Frank Lampard 2 (eitt víti), Jermain Defoe, James Milner, Leighton Baines. I-RIÐILL Georgía - Hvíta-Rússland 1-0 Finnland - Frakkland 0-1 ÚRSLIT TAKTU ÞÁTT OG SKRÁÐU ÞIG Á HLAUP.IS VIÐ ERUM 10ÁRA OG Í TILEFNI AF ÞVÍ ÆTLUM VIÐ AÐ BLÁSA TIL AFMÆLISHLAUPS MIÐVIKUDAGINN 12. SEPTEMBER. Lagt verður af stað frá Lónsbraut kl. 19:00. Hlaupið er 7 kílómetrar. AFMÆLISHLAUP ATLANTSOLÍU Fjöldi útdráttarverðlauna í boði, t.d. eldsneytisúttektir og gjafakörfur frá Nóa Síríus. FÓTBOLTI Það er gríðarlega mikil- vægt að byrja á sigri enda vorum við að mæta einu af betri liðum riðilsins, fyrirfram að minnsta kosti,“ sagði miðvörðurinn Kári Árnason sem kom Íslandi yfir um miðjan fyrri hálfleik. „Þetta var svolítið súrealískt. Það er eiginlega lygilegt hvern- ig ég fór að því að teygja mig í boltann og vippa boltanum fyrir hann.“ Kári sagði leikinn hafa spilast samkvæmt uppskrift landsliðs- þjálfarans Lars Lagerbäck. „Þetta er allt miklu jákvæðara en það hefur verið og nú erum við loksins komnir með upplegg um hvernig við eigum að spila,“ sagði Kári sem fór meiddur af velli snemma í síðari hálfleik. Kári telur um helmingslíkur á að hann nái sér fyrir leikinn gegn Kýpur á þriðjudag. „Við megum ekki ofmetnast. Við erum ennþá litla Ísland þótt við ætlum okkur stóra hluti. Fæt- urnir verða að vera á jörðinni og við verðum að halda áram á sömu braut.“ - ktd Kári Árnason átti stórleik í gær og skoraði líka: Mikilvægt að byrja vel HEITUR Kári var næstum búinn að skora tvö mörk en hann skýtur hér í stöngina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Íslenska landsliðið fékk draumabyrjun í undankeppni HM 2014 þegar liðið vann 2-0 sigur á Noregi á Laugardalsvelli í gær. Var þetta fimmti leikur liðanna í undankeppni stórmóts á fjórum árum og eftir langa mæðu náðu Íslendingar loksins að vinna sigur. Kári Árnason kom Íslandi yfir á 21. mínútu og varamaðurinn Alfreð Finnbogason gerði svo út um leikinn níu mínútum fyrir leikslok. Þetta var líka draumabyrjun landsliðsþjálfarans Lars Lager- bäck sem stýrði í gær sínum fyrsta mótsleik með Íslandi. Hann hafði tekið þá ákvörðun fyrir leik að skilja framherjann Alfreð eftir á bekknum og vera með tvo sóknar- sinnaða miðjumenn í fremstu víg- línu. „Það var ekki erfitt að velja liðið og mér fannst valið ekki áhættu- samt,“ sagði Lagerbäck eftir leik- inn. „Umræða okkar þjálfaranna snerist þó mest um hvort Alfreð ætti að byrja eða ekki en ég vildi fá Helga Val inn á miðjuna með Aroni því Helgi er duglegur og leggur mikið á sig. Þetta reyndist mikill baráttuleikur á miðjunni og þeim Helga og Aroni óx ásmegin eftir því sem leið á hann. Undir rest voru þeir eins og tvær ryk- sugur á miðju vallarins.“ Leikmenn virtust á nálum fyrstu 20 mínútur leiksins því leik- ur liðsins leit afar illa út í upphafi. En mörk breyta leikjum og það var svo sannarlega tilfellið eftir mark Kára. Það var allt annað að sjá til leikmannanna sem börðust vel, pressuðu á norska liðið og náðu að setja saman nokkrar góðar sóknir. „Ætlunin í upphafi leiks var að hafa þetta einfalt og ýta þeim aftur. Það gagnstæða gerðist. En þá kom markið,“ sagði Lagerbäck. Seinni hálfleikur var í meiru jafnvægi og þar til Alfreð skoraði síðara mark Íslands komust Norð- menn nokkrum sinnum nálægt því að jafna metin. Joshua King skor- aði en markið var réttilega dæmt af vegna rangstöðu. „Við vorum heppnir í þeirri stöðu og á þeim tímapunkti er það eina sem maður hugsar um á hlið- arlínunni hvort maður geti breytt einhverju til að hjálpa liðinu.“ Fimm mínútum síðar kom hjálp- in þegar að Alfreð slökkti allar vonir Norðmanna með marki eftir frábæra skyndisókn. Með markinu sendi hann þjálfaranum skýr skila- boð en sjálfur segir Lagerbäck að það sé eðlilegt að menn verði fyrir vonbrigðum ef þeir eru ekki í byrj- unarliðinu. „Ég vona að það séu þeim sem byrja ekki vonbrigði að sitja á bekknum. En þeir vita að liðsheild- in er aðalatriðið og mér fannst sig- urinn í dag vera sigur liðsheild- arinnar. Ég get ekki í raun valið mann leiksins því mér fannst liðið allt vinna saman að honum.“ Lagerbäck játti því fúslega að þetta væri fullkomin byrjun með íslenska landsliðinu. „Við skoruð- um tvö, fengum ekkert á okkur og gerðum aðeins örfá mistök. Þetta var kannski ekki skemmtilegasti eða besti knattspyrnuleikurinn en þannig vill það oft verða. Ég er ánægður maður í dag.“ eirikur@frettabladid.is Draumabyrjun drengjanna hans Lars Ísland er komið með þrjú stig í undankeppni HM 2014 eftir góðan 2-0 sigur á Noregi í fyrsta leik keppninn- ar. Lars Lagerbäck þjálfarinn tók djarfar ákvarðanir fyrir leik sem reyndust ganga upp. SVALUR Alfreð Finnbogason var yfirveg- aður er hann skoraði og svalur er hann fagnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MARKIÐ SEM BRAUT ÍSINN Íslensku strákarnir fagna hér marki Kára Árnasonar sem kom í fyrri hálfleik. Markið kveikti í íslenska liðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.