Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 6
8. september 2012 LAUGARDAGUR6 SKIPULAGSMÁL „Mér finnst þetta vera mjög brattar og óbilgjarn- ar yfirlýsingar. Ég hélt að við værum að vinna þessi mál í sam- komulagi,“ segir Ögmundur Jón- asson innanríkisráðherra vegna orða Hjálmars Sveinssonar, vara- formanns skipulagsráðs Reykja- víkurborgar, í Fréttablaðinu í gær. Hjálmar sagði þar að ein braut við Reykjavíkurflugvöll yrði lögð af árið 2015 og flugvöllurinn allur færi í áföngum. Það mundi létta á umferðarþunga vegna nýs Landspítala. Ögmundur segir lokun norður/ suðurbrautar vera alvarleg tíð- indi. „Það væri nokkuð sem við gætum ekki fellt okkur við, ein- faldlega vegna þess að þar með væri dregið stórlega úr getu flug- vallarins og öryggis hans og nýt- ingu. Hvernig sem á málið væri litið væri það mjög alvarlegt mál sem kemur borginni ekki einni við. Þessar breytingar verða ekki gerðar án samráðs við ríkið, sem á drjúgan hluta af þessu landi.“ Ögmundur bendir á eldvirkni á Íslandi og segir að almanna- varnaþáttur flugvallarins hafi gleymst. Gríðarlegt öryggisat- riði sé að hafa flugvöll í borginni, komi til náttúruhamfara. Þá segir hann byggð í Vatns- mýri ekki draga úr umferð í mið- borginni heldur auka við hana. „Varla yrðu allir sem tækju sér þar bólfestu á hjólum eða gang- andi. Það er bara ekki veruleik- inn.“ - kóp Tvö erfiðleikastig Góð slökun- Rétt öndun –Aukin liðleiki –Meiri styrkur Þyngri hópur kl. 18.20 þriðjudaga og fimmtudaga Léttari hópur kl. 18.20 miðvikud.og laugard.kl. 11.00 Kennt í Sjúkrarþjálfaranum Hafnarfirði Sími 6910381 • Kristin Björg Komdu í yoga Hentar ungum sem öldnum NOREGUR Lík norsku stúlkunnar Sigrid Giskegjerde Schjetne var með mikla áverka á höfði þegar það fannst fyrr í vikunni. Norskir fjölmiðlar fullyrða að lögreglan telji að ekið hafi verið á hana kvöldið sem hún hvarf, sem var seint að kvöldi laugardagsins 4. ágúst, en hún hafi ekki látist af þeim áverkum heldur verið flutt eitthvert annað og drepin síðar. Tveir menn eru enn í haldi grunaðir um morðið, annar er 37 ára en hinn 64 ára. Talið er að sá yngri hafi ekið á stúlk- una, en ekki hefur verið upplýst hvaða hlut sá eldri gæti hafa átt að morðinu. Rannsókn lögreglunnar bein- ist meðal annars að bifreiðinni, sem talið er að hafi verið ekið á stúlkuna. Yngri maðurinn seldi græna bifreið af gerðinni Citroen Xantia nokkrum dögum eftir hvarf stúlkunnar. Kaupandi bifreiðar- innar hefur verið í yfirheyrslum hjá lögreglunni. Ýmsar skemmdir eru á bifreiðinni sem gætu komið heim og saman við það að henni hafi verið ekið á stúlkuna. - gb Rannsókn beinist að bifreið, sem seld var stuttu eftir hvarf stúlkunnar: Varð fyrir bifreið en myrt síðar SIGRID GISKEGJERDE SCHJETNE Tveir menn eru enn í haldi grunaðir um morð. MYND/NORSKA LÖGREGLAN NOREGUR Fresturinn, sem And- ers Behring Breivik hafði til að áfrýja fangelsisdómi, rann út í gær án þess að hann áfrýjaði. Þar með er meðferð málsins fyrir dómi lokið, rúmu ári eftir að Breivik myrti 77 manns með hryðjuverkum sínum í Ósló og á Úteyju. Geir Lippestad, verjandi Breiviks, sagðist stoltur af því hvernig norskt réttarfar tók á málinu, jafnvel þótt margir utan Noregs hafi lýst yfir undrun. - gb Málflutningi lokið í Noregi: Breivik ætlar ekki að áfrýja ÖGMUNDUR JÓNASSON HJÁLMAR SVEINS- SON Innanríkisráðherra segir flugvöll í Reykjavík vera almannavarnamál: Óbilgjarnar yfirlýsingar hjá borginni REITURINN Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu íbúða á 3 til 5 hæðum á suðurhluta reits, en norðurhlutinn er að mestu óbreyttur. Á suðurhluta er gert ráð fyrir fjölbreyttum gerðum íbúða og bílageymslum á tveimur hæðum í kjallara. MYND/ASK ARKITEKTAR SKIPULAGSMÁL Búseti hyggur á byggingu 230 íbúða á reit sem markast af Einholti, Stórholti, Þverholti og Háteigsvegi. Deili- skipulag á svæðinu var fellt úr gildi og nýtt skipulag, sem gerir ráð fyrir byggingunum, var kynnt hagsmunaaðilum á fimmtudag. Verði skipulagið að veruleika gætu framkvæmdir hafist næsta vor. Byggingarfélag námsmanna átti reitinn, en til stóð að reisa allt að 500 íbúðir á svæðinu. Við gjaldþrot félagsins eignaðist fasteignafélagið Reginn reitinn. Hann var boðinn út í fyrrahaust og síðan gengið að tilboði Búseta í mars. Guðrún Ingvarsdóttir, verk- efnisstjóri þróunarverkefna hjá Búseta, segir félagið hafa fundað með fulltrúum íbúasamtaka áður en gengið var til samninga um kaup á reitnum. Hugmyndir Búseta hafi fallið í góðan jarðveg og því hafi orðið af verkefninu. „Ef allt gengur vel vonumst við til þess að skipulagið verði frágengið í lok árs. Þá getum við hafið framkvæmdir í vor og hægt verður að flytja inn í fyrstu íbúð- ir árið 2014.“ Guðrún segir fram- kvæmdir líklega verða í þremur áföngum og ekki líði nema ár á milli áfanganna. Steinunn Þórhallsdóttir, for- maður Íbúasamtaka 3. hverf- is (Hlíðar, Holt og Norðurmýri) segir ferlið í kringum hugmynd- ir Byggingarfélags námsmanna hafa einkennst af miklum yfir- gangi. „Þarna er núna djúp og sorgleg hola í jörðina, sem sprengd var við mikil mótmæli íbúa í kring í góðærinu.“ Hún er ánægð með framgang málsins hjá Búseta, uppbyggingin lúti allt öðrum lög- málum, húsin séu færri og lægri. „Þau hafa verið í samráði við íbúasamtökin og eru að reyna að virkja sem flesta í að hafa skoð- un á þessu áður en þau skila inn skipulagstillögu.“ Skipulagið var kynnt hags- munaaðilum á fundi á fimmtudag og gefst öllum kostur á að koma athugasemdum sínum á fram- færi. kolbeinn@frettabladid.is Reisa 230 íbúðir við Þverholt og Einholt Nýtt deiliskipulag gerir ráð fyrir 230 íbúðum við Þverholt og Einholt. Bygg- ingarfélag námsmanna átti reitinn en það fór á hausinn. Framkvæmdir gætu hafist næsta vor en gert er ráð fyrir uppbyggingu í þremur áföngum. Líst þér vel á að rukkað verði inn á Geysissvæðið í Haukadal til að fjármagna uppbyggingu á svæðinu? Já 70% Nei 30% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er launahækkun forstjóra Landspítalans réttlætanleg? Segðu skoðun þína á Visir.is. KJÖRKASSINN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.