Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 107

Fréttablaðið - 08.09.2012, Blaðsíða 107
LAUGARDAGUR 8. september 2012 63 „Mér fannst þetta ganga mjög vel. Þetta var ótrúlega skemmtilegt og allt öðruvísi en að spila á skemmtistað. Þetta var eins og sprett- hlaup en venjuleg kvöld eru meira eins og maraþonhlaup,“ segir plötusnúðurinn Áskell Harðarson sem sigraði í plötusnúðasamkeppni sem haldin var um helgina. Áskell tryggði sér þar með þátttökurétt í Movida Corona- keppninni sem fram fer í Stokkhólmi þann 17. nóvember. Áskell kemur fram undir nafninu Housekell og hefur verið að koma fram frá árinu 2009. Hann stundar nám í tónsmíðum og upptöku- stjórnun við Listaháskóla Íslands auk þess sem hann rekur útgáfufyrirtækið Colour Me Records og hefur því brennandi áhuga á öllu því sem viðkemur tónlist. Hann segir dómarana í keppninni hafa dæmt keppendur út frá lagavali þeirra, skiptingum, uppbyggingu og framkomu. Alls kepptu fimm plötusnúðar um þátttökuréttinn og segir Áskell að keppnin hafi farið bróðurlega fram. „Það er svolítill rígur á milli plötusnúða hér heima en það var ekkert um svoleiðis um helgina. Ég er hrifnari af því þegar fólk dreifir ást en hatri.“ Movida Corona-keppnin er nokkuð stór í sniðum og alls keppa 22 plötusnúðar frá jafn mörgum löndum um fyrstu verðlaun. „Ég held að þetta sé mjög gott tækifæri fyrir plötusnúða. Sigurvegarinn fær plötusamning við þekkt útgáfufyrirtæki og tækifæri til að koma fram úti í heimi. Ég var að horfa á kynn- ingarmyndband fyrir keppnina áðan og þetta lítur allt mjög vel út. Þá fékk ég smá fiðring í magann.“ - sm Keppir til sigurs í Stokkhólmi BAR SIGUR ÚR BÝTUM Áskell Harðarson sigraði plötusnúðakeppni sem fram fór um helgina. Hann tryggði sér þátttökurétt í Movida Corona-keppninni í nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Bruce Willis er í viðræðum um að leika fulltrúa bandarísku leyniþjónustunnar í spennutryll- inum American Assassin. Myndin fjallar um háskólanema sem er í herferð gegn hryðjuverkamönn- um. American Assassin er byggð á skáldsögu Vince Flynn. Myndin er byggð á elleftu bók Flynn um Mitch Rapp sem fær vinnu hjá leyniþjónustunni eftir að kær- astan hans lætur lífið í hryðju- verkaárás. Hjá CIA hyggur hann á hefndir. Willis, sem er 57 ára, mun leika starfsmann leyniþjón- ustunnar sem verður nokkurs konar lærifaðir Rapp. Hlutverk í spennutrylli BRUCE WILLIS Leikarinn leikur að öllum líkindum í American Assassin. Gamanleikararnir Amy Poehler og Will Arnett eru skilin eftir níu ára hjónaband. Us Weekly flutti fyrst fréttir af sambandsslitun- um. „Skilnaðurinn er gerður í mikl- um vinskap,“ sagði talsmaður Poehler og Arnett við tímaritið. Poehler er þekktust fyrir leik sinn í gamanþáttunum Saturday Night Live en Arnett sló í gegn sem Gob í Arrested Development. Parið á synina Archie og Abel sem eru þriggja og tveggja ára gamlir. Parið hefur oft unnið saman og kom meðal annars fram saman í fjórum þáttum af Arrested Deve- lopment, í kvikmyndunum Blades of Glory, Horton Hears a Who!, On Broadway, Spring Breakdown og Monsters vs. Aliens. Skilin eftir níu ár Vanessa Hudgens óskaði eftir því við framleiðendur kvikmyndar- innar The Frozen Ground að þeir héldu mótleikara hennar, Nicolas Cage, frá tökustað á meðan hún var við tökur. „Hann var alltaf að horfa á hana og mætti á tökustað á frí- dögum sínum til þess að fylgjast með henni að starfi. Vanessa gafst loks upp og bað framleiðendur myndarinnar um að taka til sinna ráða og halda honum frá tökustað svo hún gæti unnið áhyggjulaus,“ hafði Star Magazine eftir innan- búðarmanni. Samkvæmt frétt blaðsins er Cage þekktur fyrir að haga sér ósæmilega gagnvart mótleikkonum sínum. Hudgens leikur fatafellu í myndinni sem byggð er á sann- sögulegum atburðum. Leið illa með Nicolas Cage SKILIN Amy Poehler og Will Arnett eru skilin eftir níu ára hjónaband. NORDICPHOTOS/GETTY ALLT AÐ 80% AFSLÁTTUR LAGERSALA OPIÐ: LAU 8.SEPT 11-17 / SUN 9.SEPT 13-17 / MÁN 10.SEPT 11-18 / ÞRI 11.SEPT 11-18 MIÐ 12.SEPT 11-18 / FIM 13.SEPT 11-18 / FÖS 14.SEPT 11-18 www.birna.net NÓATÚNI 17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.