Fréttablaðið - 31.10.2012, Side 12

Fréttablaðið - 31.10.2012, Side 12
31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR12 Í fyrsta hluta skýrslu McKinsey, sem fjallar um þær áskoranir sem blasa við íslensku efnahagslífi, kemur fram að raunvöxtur á Íslandi hafi verið lægri síðastliðin 30 ár en í nágrannalöndum okkar. Ein af ástæðum þess sé að söguleg tilhneiging hafi verið til þess að elta efnahagslegan vöxt í einni grein í einu. Fyrst var það sjávarútvegur á níunda áratugnum, síðan orkuiðnaður- inn á þeim tíunda og loks fjármálageirinn eftir aldamót. Ísland er, eins og landið var fyrir 30 árum, á meðal tuttugu ríkustu landa í heimi. Ísland hefur hins vegar fallið á þessum lista á meðan lönd sem lagt hafa fram langtímaáætlanir í efnahagsmálum hafa klifið hann. Þess vegna þurfi Ísland að gera slíka áætlun. Bent er á að á Íslandi hafi um langt skeið verið við- varandi viðskiptahalli. Gegndarlausar lánveitingar inn í landið hafi hjálpað til að skapa hann. Eftir hrun hafi fall krónunnar og neyðarlögin snúið honum við en haldi neysla áfram að aukast hérlendis stefni hagkerfið aftur í sama farið. Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðla- bankastjóri, var einn starfsmanna McKinsey sem kynnti skýrsluna. Í kynningu hans benti hann á að það sem Íslendinga vantaði fyrst og fremst væri fleiri útflutningsgeirar og meiri erlend fjárfesting. Hér væri til að mynda mun minni fjárfesting en í öðrum löndum sem hefðu gengið í gegnum efnahagsþrengingar á undanförnum árum. Klemens Hjartar, sem starfar hjá McKinsey og vann að gerð skýrslunnar, sagði að landsframleiðsla Íslendinga væri eins há og hún er vegna þess að Íslendingar hefðu alltaf unnið mjög mikið. Við byrjum snemma að vinna, hættum seint á lífsleiðinni og atvinnuþátttaka kvenna er meiri en gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. Eina þjóðin sem ynni meira en við væru Suður-Kóreumenn, sem væru líka óhamingjusamasta þjóð í heimi. Framleiðni vinnuafls væri hins vegar um 20 prósentum lægri hér á landi en í helstu nágrannalöndum okkar. Að sögn Klemens myndi landsframleiðsla okkar vera á pari við landsframleiðslu Grikklands ef við ynnum jafn mikið og íbúar í samanburðarlöndum gera að meðaltali. Staðan væri einfaldlega sú að allt of stór hluti af fjármagninu sem við notum í efnahagslíf okkar skilaði ekki nægilega miklum arði til baka. Svein Harald bætti við að mikil vinna væri ekki alltaf svarið. Við þyrftum mun fremur að vinna betur (e. „Hard work is not always the answer. You need to work smarter“). FRÉTTASKÝRING: McKinsey fjallar um stöðu Íslands og leiðir til aukinnar velsældar Þórður Snær Júlíusson thordur@fréttabladid.is Skýrsluhöfundar skiptu íslensku efnahagslífi upp í þrennt: innlenda, auðlinda- og alþjóðlega geirann. Klemens sagði að Íslendingar notuðu of mikið vinnu- afl í framleiðslu innanlands. Margt af því sem framleitt er hérlendis gætum við fengið mun ódýrara í öðrum löndum. Alls kyns verndartollar, gjöld og innflutnings- skattar gera hagræðingu í þessum anga hagkerfisins erfiðari en ella. Að mati McKinsey væri hægt að reka íslenskt efnahagslíf á 13.200 færri einstaklingum en nú er gert. Í skýrslunni er fjallað sérstaklega um tvo geira, smásölu- og fjármálageirann. Þar er bent á að á Íslandi séu mun fleiri fermetrar að meðaltali notaðir undir smásölu en í nágrannalöndum okkar, verslanir hér séu að meðaltali mun stærri en sala á hvern starfsmann mun minni. Það þarf til dæmis 3,4 starfs- menn í íslenskri verslun til að selja jafn mikið og einn í sænskri. Íslenski fjármálageirinn er sá minnsti á Norðurlöndunum þegar hann er reiknaður sem hlutfall af landsframleiðslu. Samt sem áður starfa 10,3 starfsmenn innan hans á hverja þúsund íbúa landsins. Meðaltalið á hinum Norðurlöndunum er 4,8 starfsmenn á hverja þúsund íbúa. Á Íslandi eru 360 bankaútibú á hverja milljón íbúa á meðan að þau eru 246 hjá nágrönnum okkar. Með öðrum orðum þá er geirinn allt of stór. Í skýrslu McKinsey kemur fram að þetta leiði til mun hærri vaxta hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi voru þeir 3,4-4,6 prósent í fyrra en hjá stærstu bönkunum á hinum Norðurlöndunum voru þeir 0,8-2,3 prósent. Samsetning íslensks efnahagslífs Í lok skýrslunnar er dregið saman til hvaða aðgerða þarf að grípa til að auka hagsæld á Íslandi. Eins og staðan er í dag þá er innlendi geirinn 45 prósent af landsframleiðslu, auðlindageirinn 45 prósent og alþjóðlegi geirinn 10 prósent. Í niðurstöðum McKinsey er lögð áhersla á að sá alþjóðlegi þurfi að stækka. Í innlenda geiranum, sem er að mestu þjónustugeiri, þarf að auka samkeppni, einfalda tollaumhverfi og fjar- lægja viðskiptahindranir. Ísland þarf að laða að erlenda fjárfestingu og stuðla að stærðarhagræðingu í iðnaði án þess að búa til samkeppnishamlandi aðstæður. Þá þarf að hagræða í opinbera geiranum. Í auðlindageiranum þarf Ísland að auka framleiðni í orkuiðnaðinum, þ.e. hann þarf að skila meiri arðsemi. Standa þarf vörð um sjávarútvegsgeirann og kerfið sem hann hvílir á og þróa hann áfram. Í ferðamannaiðnað- inum þarf að einblína mun frekar á virði en fjölda. Til að styðja við og stækka alþjóðlega geirann þarf að styðja við starfsumhverfi alþjóðlegra fyrirtækja með því að búa þeim stöðugt starfsumhverfi, auka gæði vinnuafls með aukinni sérhæfingu og betri menntun og með því að auka aðgengi fyrirtækja, sem teljast til þessa geira, að fjármagni. Til að ná þessum markmiðum leggur McKinsey til að það verði skipaður ein- hvers konar samstarfsvettvangur þar sem 10-15 manns, úr stjórnmálunum, frá aðilum vinnumarkaðarins og atvinnulífinu, myndu móta langtímastefnu íslensks efnahags. Í kjölfarið væri hægt að stefna að nýrri þjóðarsátt. Stefnt að þjóðarsátt um langtímaáætlun Helstu áskoranir íslensks hagkerfis McKinsey&Company hefur undanfarna sex mán- uði unnið skýrslu um leið Íslands til aukins hag- vaxtar sem var kynnt í gær. Skýrslan er unnin að frumkvæði McKinsey og fjármögnuð af fyrir- tækinu. Hún endurspeglar því óháð mat fyrir- tækisins sem hefur áður gert sambærilegar skýrslur um Danmörku, Svíþjóð og Finnland. Við gerð skýrslunnar var tekin meðvituð ákvörð- un um að fjalla ekki um ákveðin pólitísk deilu- efni, á borð við það hvort Ísland eigi að ganga í Evrópusambandið eða taka upp evru. Þess í stað er einblínt á að greina íslenskt efna- hagslíf eins og það er í dag, hvar möguleikar þess til framþróunar liggja og til hvaða aðgerða þurfi að grípa svo að þeir möguleikar geti nýst til að auka velsæld á Íslandi. Langtímaáætlun fyrir efnahagslífið ÞARF AÐ RJÚFA VÍTAHRING Svein Harald Øygard, fyrrverandi seðlabankastjóri og framkvæmdastjóri hjá McKinsey, var einn þeirra sem kynntu skýrsluna í gær. Hann sagði Íslendinga þurfa að rjúfa víta- hring sem sé innbyggður í efnahagslíf landsins eins og er. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Í skýrslunni er fjallað um hvar vaxtatækifæri íslensks efnahagslífs liggja og reynt að greina hvort sóknarfæri séu í undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnar. Þar segir að litlir vaxtamöguleikar séu í sjávarútvegi, enda sé framlegð af þeirri auðlind afbragðs góð. Íslendingar fái til að mynda 2,3 evrur fyrir hvert kíló af seldum fisk en Norðmenn fá 1,7 evrur fyrir sama magn. Norðmenn hafa hins vegar tvöfaldað framleiðni sína í sjávarútvegi á undanförnum árum með fiskeldi, en framlegð þeirrar greinar er um 20 prósent. Talið er að fiskeldið muni skila Norðmönnum tekjum upp á hálfa íslenska landsfram- leiðslu á þessu ári. McKinsey telur þó vaxtamöguleika vera bæði í ferða- manna- og orkuiðnaði. Framlag ferðamannaiðnaðar til landsframleiðslu á Íslandi er mun hærra en í nágranna- löndum okkar. Áherslan virðist þó fyrst og fremst vera á að auka fjölda ferðamanna í stað þess að auka virði þeirra. Við þessu þurfi að bregðast með fjárfestingu, samvinnu og langtímaáætlunargerð í geiranum. Þá gæti iðnaðurinn skilað okkur meiri tekjum. Í skýrslunni er bent á að Íslendingar selji orkuna allt of ódýrt. Fyrir hvern starfsmann sem starfar í orkuiðnað- inum hafi framleiðni á árinu 2010 numið 42 milljónum króna. Í Noregi er sú framleiðni 81 milljón króna, eða tvisvar sinnum meiri. McKinsey bendir á að þegar séu virkjaðar um 17 TWs hérlendis og að rammaáætlun geri ráð fyrir að hægt verði að virkja um 17 TWs til viðbótar. Skýrsluhöfundar leggja mikla áherslu á að sú orka verði seld fyrir meira fé en sú sem við framleiðum nú þegar. Þeir benda meðal annars á að það sé líklegra til að skila betra verði að stækka þau álver sem þegar eru til staðar frekar en að byggja ný, selja orku til fleiri geira en áliðnaðarins til að fá hærra verð og dreifa áhættu og að gríðarlega arðbært gæti orðið að leggja sæstreng til Bretlands eða Hollands. Í skýrslunni er tekið dæmi af því að Bretar ætli sér að byggja gríðarlegt magn af vindmyllum til að sjá sér fyrir orku fyrir árið 2020. Kostnaður við hverja MWs í því ferli er áætlaður 115 evrur. Skýrslu- höfundar benda á að Íslendingar geti framleitt slíkt magn fyrir minna en 30 evrur og kostnaður við lagningu sæstrengs yrði aðrar 30 evrur á hverja MWs. Munurinn á framleiðslu- og flutningskostnaði miðað við áætlanir Breta væri 55 evrur sem væri ábati sem myndi skiptast á milli landanna. Þarna væru gríðarleg sóknarfæri. Að lokum er bent á að Íslendingar séu mun líklegri til þess að vera einungis með grunnskólapróf en íbúar nágrannalanda okkar. Sérfræðingarnir sem kynntu skýrsluna sögðu þessar niðurstöður hafa komið þeim í opna skjöldu. Við þessu þyrfti að bregðast til að auka hlutfall þeirra sem byggju yfir ein- hvers konar sérkunnáttu í íslensku vinnuafli. Þar sem vaxtartækifærin liggja Suður-Kóreu- menn er eina þjóðin sem sögð er vinna meira en við. Hún er jafn- framt sögð sú óhamingju- samasta. Framleiðni á starfsmann í orkuiðnaði á Íslandi er 42 milljónum króna. Í Nor- egi er hún 81 milljón króna, eða tvisvar sinnum meiri. Skipaður verði sam- starfsvett- vangur þar sem 10-15 manns myndu móta lang- tímastefnu íslensks efnahags. Það þarf til dæmis 3,4 starfsmenn í íslenskri verslun til að selja jafn mikið og einn í sænskri. Steingrímur J. Sigfússon - VG „Það er oft sagt að glöggt sé gests augað, þannig að það er alltaf gott að fá utanaðkomandi skoðun og greiningu á hlutunum. Þegar kemur að því að vinna úr niðurstöð- unum sem þarna eru, koma hins vegar til mörg pólitísk álitamál. Skýrslan er fyrst og fremst jákvætt innlegg og mikilvægt að menn taki á móti henni með upp- byggilegu hugarfari og forðast það að fara í skotagrafirnar, því að þarna er að finna margs konar gagnlegan efnivið.“ Gylfi Arnbjörnsson - ASÍ „Þetta er forvitnileg greining og jákvætt innlegg og margt þarna sem við hljótum að skoða. ASÍ hefur kallað eftir því að við snúum bökum saman til að ná tökum á ástandinu. Þessi skýrsla er mögulega ágætis grunnur að þess háttar samstarfi og vonandi verður hægt að sameinast um framtíðarsýn um aukinn hagvöxt og fjölgun starfa.“ Vilhjálmur Egilsson - SA „Niðurstöðurnar eru í grundvallar- atriðum réttar, að mínu mati og ég tel að þetta sé mjög þarft inn- legg í umræðu um efnahags- og atvinnu- mál hér á landi. Ég vildi gjarna sjá að menn tækju þessar ábendingar alvarlega og við hjá SA erum að sjálfsögðu tilbúin að taka þátt í hverri þeirri vinnu sem menn vilja leggja í til að komast áfram.“ Katrín Júlíusdóttir - S „Svona greining er alltaf til bóta fyrir okkur sem vinnum að stefnumótun og ákvarðanatöku og sýnir það sem vel hefur verið gert og hvað má fleira gera. Skýrslan er mjög gott yfirlit yfir stöðuna og sýnir til dæmis hvað skiptir miklu máli að við opnum okkar hagkerfi á nýjan leik. Það væri mjög spennandi ef okkur tækist að vinna þverpólitískt að þéttu vaxtaplani inn í nánustu framtíð þar sem allt væri undir. Ef það tekst höfum við gert Íslandi mikinn greiða.“ Eygló Harðardóttir - B „Það er alltaf áhugavert að fá utanað- komandi til að skoða það sem við höfum verið að gera og hvert við getum stefnt í framtíðinni. Þarna eru margar góðar ábendingar, til dæmis varðandi menntakerfið og verðmætasköpun á vinnumarkaði, sem ég vildi skoða betur og þá í samstarfi við aðra stjórnmálaflokka.“ Pétur Blöndal - D „Það sem ég les í þessa skýrslu er að Íslendingar þurfa að taka sér tak í að auka samkeppni og opna landið. Flestir ættu að geta fallist á markmiðin sem þarna koma fram og þau ættu að geta átt upp á pallborðið hjá þingmönnum. Þingið vinnur enda miklu meira saman en fólki gæti sýnst af fréttum.“ - þj

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.