Fréttablaðið - 31.10.2012, Síða 14
14 31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR
Í Fréttablaðinu síðastliðinn fimmtudag leggur Huginn Freyr Þorsteinsson,
aðstoðarmaður atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðherra, til í grein sinni að festa í
lög forgang sparifjáreiganda í fjármála-
stofnunum. Þetta eru góð rök í sjálfu sér
því þannig er kröfuhöfum ljóst að spari-
fjáreigendur njóta forgangs komi til
gjaldþrots banka. Í framhaldi af þessu er
lagt til að afnema ríkisábyrgð innstæðna.
Rök því tengd og önnur rök sem hann
leggur fram ganga þó ekki upp.
Huginn segir að sparifjáreigendur séu
með forgangi krafna í raun tryggðir; slíkt
þarf ekki nauðsynlega að vera fyrir hendi
enda gæti stofnun að einhverju leyti fjár-
mögnuð með innlánum hæglega tapað
meira fé en þeim innstæðum sem eru
fyrir hendi. Hann telur að lánveitendur
vandi sig betur við lánveitingar til fjár-
málastofnana ef innstæðueigendur njóta
forgangs. Ekkert í fjármálasögunni gefur
slíkt til kynna.
Miðað við hið litla hlutfall sparifjár
Íslendinga í efnahagsreikningi bankanna
má spyrja hversu mikið vægi hugsanleg
forgangsröðun þeirra hefði haft þegar
lánveitingar til banka áttu sér stað. Að
lokum segir hann að sparifjáreigendur
verði að vanda val sitt á fjármálastofn-
unum. Hér er skautað fram hjá því hversu
langsótt það er að sparifjáreigendur hafi
nauðsynlega þekkingu til að vega og meta
hversu stöndugir bankar eru hverju sinni.
Slæm staða íslensku bankanna var flest-
um starfsmönnum þeirra hulin fram að 8.
október 2008. Það sem meira er, einungis
orðrómur um slæma afkomu banka gæti
valdið áhlaupi, eins og gerðist í banka-
hruninu 1907 í Bandaríkjunum, og valdið
gjaldþroti. Óttar Guðjónsson bendir sam-
dægurs í Fréttablaðinu einmitt á að lausa-
fjárþurrð fjármagns sé algengasta orsök
gjaldþrota fjármálafyrirtækja.
Að mati Hugins er erfitt að aðskilja
viðskiptabankastarfsemi frá fjárfest-
ingabankastarfsemi en hugmyndir hans
geti hugsanlega leyst þau vandamál.
Það er rangt í báðum tilvikum. Betri
kostur er að bankar borgi árlegt trygg-
ingarfé í ríkissjóð sem hlutfall af inn-
stæðum vegna þeirra trygginga sem við-
skiptabankar ættu að njóta, sem eðlilega
leiðir til lægri vaxtakjara innstæðueig-
enda, og aðskilja starfsemi þeirra frá
fjárfestingar bönkum.
FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is
HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is
ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald
RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is
Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að
fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871
greinar@frettabladid.is
FRÁ DEGI TIL DAGS
HALLDÓR
Betri bankar
Fjármál
Már Wolfgang
Mixa
fjármálafræðingur
NÝ
KILJA
Á
þessu ári eru liðin sextíu ár frá því að samþykkt var
að setja Norðurlandaráð á laggirnar. Systurþjóðirnar í
Skandinavíu eru vissulega margfalt stærri en við. Engu
að síður er hver og ein Norðurlandaþjóð aðeins smáþjóð
í alþjóðlegu samhengi. Þegar þjóðirnar leggja saman ná
þær hins vegar meiri vigt. Það hefur sýnt sig í fjölmörgu alþjóð-
legu samstarfi.
Norrænt samstarf hefur greitt
Íslendingum leið í nám á öðrum
Norðurlöndum og einnig inn á
vinnumarkað landanna. Tilnefn-
ingar íslenskra listamanna til
bókmennta- og tónlistarverðlauna
Norðurlandaráðs hafa komið
þeim á kortið hjá grannþjóðunum.
Norrænt samstarf á ýmsum
öðrum sviðum, svo sem meðal matreiðslumanna og hönnuða, hefur
reynst frjór akur. Þar er unnið með sameiginlegar rætur og þunga-
vigtin út á við verður meiri en ef hvert og eitt land sækti eitt fram.
Sóknarfærin í norrænu samstarfi eru mörg eins og Jan-Erik
Enestam, framkvæmdastjóri Norðurlandaráðs, benti á í viðtali
við Sigríði Björgu Tómasdóttur sem birtist hér í blaðinu á mánu-
dag. Hann nefndi sem dæmi utanríkisþjónustu með sameiningu
sendiráða og heilbrigðismál þar sem ná mætti fram sparnaði með
aukinni verkaskiptingu milli landa.
Mestu skiptir þó sú sýn á grunnstoðir samfélagsins og velferðar-
mál sem norrænu þjóðirnar deila og stendur traustum fótum í sam-
eiginlegri fortíð og menningu.
Lengst af kom ekki annað til greina en Norðurlandaþjóðir ættu
samskipti á norrænum tungum en með mikilli sókn enskunnar á
Norðurlöndum og minnkandi áhuga og kunnáttu í sænsku meðal
Finna hefur enskan sótt í sig veðrið. Á þingum Norðurlandaráðs er
hún þó ekki notuð heldur tala Danir, Svíar og Norðmenn móðurmál
sitt en Finnar og Íslendingar eiga þess kost að fá túlkaþjónustu.
Norrænu tungumálin eru skyld og það er tiltölulega auðvelt að
ná góðum tökum á að minnsta kosti einu þeirra, auk móðurmáls-
ins. Sameiginlegar rætur þjóðanna liggja meðal annars í skyldleika
málanna og þess vegna er það ósk margra að Norðurlandamálin
megi áfram vera samskiptamálið á norrænum vettvangi. Nokkuð
er um liðið síðan enskan var tekin fram fyrir dönskuna í málanámi
grunnskólabarna hér. Danskan heldur þó enn velli enda er það svo
að hvergi eru fleiri Íslendingar við nám erlendis en í Danmörku.
Þeir fjölmörgu Íslendingar sem hafa flutt til Danmerkur, og raunar
annarra Norðurlanda einnig, geta vitnað um að skóladanskan reynist
ágætur grunnur að því að tileinka sér hvaða Norðurlandamál sem er.
Engu að síður er umhugsunarefni hvort ekki ætti að leggja aukna
áherslu á að þjálfa skilning á öllum Norðurlandamálunum í dönsku-
kennslu hér á landi, meðal annars til að styrkja stoðir Norðurlanda-
málanna í norrænum samskiptum. Á sama tíma mætti draga úr
framburðarþjálfun og leyfa gömlu góðu prentsmiðjudönskuna.
Talþjálfun yrði mörgum auðveldari með þeim hætti auk þess sem
prentsmiðjudanskan svokallaða er líklega það Norðurlandamál sem
flestir skilja og kemur því að góðu gagni í norrænu samstarfi.
Formlegt samstarf Norðurlanda í sextíu ár:
Lifi prentsmiðju-
danskan!
Steinunn
Stefánsdóttir
steinunn@frettabladid.is
SKOÐUN
Átta ár
Ríkisendurskoðun hefur haft kaup
stjórnvalda á Oracle-bókhaldskerfinu
til athugunar í átta ár, sem frægt er
orðið. Skýrslu um málið var loksins
skilað í gær. Og hver er niðurstaðan?
Jú, áætlanagerð fyrir kaupin var
ábótavant. Og: „Ríkisendurskoðun
beinir því til stjórnvalda að standa
framvegis betur að málum við
kaup og innleiðingu hug-
búnaðar.“ Þessum átta árum
sannarlega var vel varið.
Kenning fyrir lítið
Á dögunum var bent
á það á þessum vett-
vangi að það færi vel
á því að Þorgerður Katrín Gunnars-
dóttir sækti um starf dagskrárstjóra
á RÚV, svo að Páll Magnússon gæti
endurgoldið henni ráðninguna í
útvarpsstjórastöðuna á sínum tíma.
Nú er búið að birta lista yfir umsækj-
endur en Þorgerður Katrín er ekki á
honum. Þar fór góð kenning í súginn.
Reyndar er Egill Helgason ekki heldur
á honum, ólíkt því sem var síðast,
eins og hann bendir sjálfur á í
bloggfærslu.
Alls konar umsækj-
endur
En hverjir eru á listanum?
Meðal þeirra sem vilja
stýra útvarpsdagskránni
eru látúnsbarkinn Bjarni Arason,
Berghildur Erla Bernharðsdóttir,
fyrrverandi fréttakona og upplýsinga-
fulltrúi, Arnþór Helgason, fyrrverandi
framkvæmdastjóri Öryrkjabanda-
lagsins, leikstjórinn Viðar Eggertsson,
leikarinn Randver Þorláksson og dag-
skrárgerðarkonan Margrét Marteins-
dóttir – sem hlýtur að teljast líkleg
til afreka. Sjónvarpsmegin má
nefna leikkonuna Eddu Björg-
vinsdóttur, sjónvarpsmanninn
Þorstein Joð Vilhjálmsson,
kvikmyndagúrúinn Ásgrím
Sverrisson og Skarphéðin
Guðmundsson, dag-
skrárstjóra Stöðvar 2.
stigur@frettabladid.is