Fréttablaðið - 31.10.2012, Síða 15
MIÐVIKUDAGUR 31. október 2012 15
Stjórnskipun Íslands byggist á þeirri grunnhugmynd vest-
rænna lýðræðisríkja að uppspretta
alls ríkisvalds kom frá þjóðinni. Í
því felst að þjóðin hefur endanlegt
vald til að ákveða þær leikreglur
sem handhafar ríkisvalds skulu
fylgja. Með öðrum orðum; þjóðin
er stjórnarskrárgjafinn.
Þjóðin setti lýðveldisstjórnarskrána
Þessi hornsteinn lýðveldisins var
lagður við setningu stjórnarskrár-
innar árið 1944. Samkvæmt 81.
gr. var skilyrði gildistökunnar að
meirihluti allra kjósenda í land-
inu hefði samþykkt hana. Yfir
98% kjósenda tóku þátt í atkvæða-
greiðslunni og um 95% þeirra sam-
þykktu stjórnarskrána. Í þessu
fólst hvorki leiðbeining né ráð-
gjöf. Þar beitti þjóðin valdi sínu
sem stjórnarskrárgjafi. Með því
samþykkti hún einnig að viðhalda
sérstakri tilhögun um stjórnar-
skrárbreytingar þaðan í frá, sbr.
1. mgr. 79. gr. hennar. Samþykki
Alþingi breytingar á stjórnarskrá
skal rjúfa þing og halda alþingis-
kosningar og þarf nýkjörið þing að
staðfesta frumvarpið óbreytt.
Krafan um vandaða málsmeðferð
Öll lýðræðisríki byggja stjórn-
skipun sína á grunnstoðinni um
uppsprettu valdsins. Gilda jafnan
reglur um setningarhátt og síðari
breytingar á stjórnarskrá sem
tryggja vandaða málsmeðferð
og gera breytingar örðugri en á
almennum lögum. Þær stuðla að
samhljómi og sátt milli þjóðarinnar
og þjóðkjörinna fulltrúa um kjöl-
festu stjórnskipulagsins. Spornað
er við því að stjórnarskrárbreyt-
ingar stjórnist af dægursveiflum
um pólitísk deiluefni og naumum
sitjandi þingmeirihluta á hverjum
tíma eða minnihluta kjósenda í
háværum þrýstihópum, sem reiða
sig á þögn meirihlutans.
Íslenska aðferðin við stjórnar-
skrárbreytingar um samþykki
tveggja þinga og kosningar á milli
á sér ýmsar hliðstæður. Í dönsku
stjórnarskránni er sambærileg
regla en auk þess skulu stjórnskip-
unarlög, eftir samþykkt tveggja
þinga, sett í þjóðaratkvæði þar
sem a.m.k. 50% kjósenda þurfa að
taka þátt og þarf samþykki minnst
40% allra kjósenda á kjörskrá. Víða
eru einnig sérreglur um setningu
nýrrar stjórnarskrár, t.d. aukinn
meirihluta þingmanna eða þjóðin
þurfi að samþykkja hana með bind-
andi hætti og settir eru þröskuldar
um lágmarksþátttöku eða hlutfall
kjósenda sem þarf að veita sam-
þykki sitt. Frumvarpið fær þá ýtar-
lega efnislega umfjöllun þjóðþings
en að því búnu er afraksturinn
lagður í dóm þjóðarinnar, til sam-
þykktar eða synjunar.
Ókostir ráðgefandi
atkvæðagreiðslu
Ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla
getur verið góð leið til að leita
afstöðu þjóðarinnar um skýr og
afmörkuð álitaefni. Á slíkum
atkvæðagreiðslum eru þó þeir van-
kantar að stjórnskipuleg skylda
hvílir á þingkjörnum fulltrúum
að fylgja eingöngu sannfæringu
sinni en ekki fyrirmælum frá
kjósendum. Reglan á þá rökréttu
skýringu að þingmenn skuli starfa
í þágu þjóðarinnar allrar en ekki
fylgja fyrirmælum, hugsanlega
frá sjónarhóli þröngra sérhags-
muna. Það getur skapað pólitískan
þrýsting á þingmenn að fylgja
niðurstöðu ráðgefandi atkvæða-
greiðslu ef útbreiddur stuðningur
er við tiltekið mál, enda eiga þeir
endurkjör sitt undir kjósendum. Ef
þátttaka er lítil eða mjótt á munum
er niðurstaðan hins vegar útsett
fyrir mismunandi túlkun stjórn-
málaafla, ekki síst hvaða ályktun
eigi að draga um afstöðu þeirra
sem sátu heima. Málið flækist enn
ef spurning lýtur að margþættu
málefni sem gefur svigrúm til
túlkunar.
Í Evrópuríkjum þar sem þjóðin
kýs um nýja stjórnarskrá er niður-
staða atkvæðagreiðslu ávallt laga-
lega bindandi lokaorð. Reyndar
eru ráðgefandi atkvæðagreiðslur
óþekktar í ríkjum sem lengst hafa
náð í þróun beins lýðræðis.
Endurskoðunarferli án hliðstæðu
Fyrir tveimur árum hófst hér
ferli við endurskoðun stjórnar-
skrárinnar með einstæðri aðferð.
Leitað var eftir breiðu samráði við
þjóðina um viðhorf til stjórnar-
skrárinnar. Í júlí 2011 skilaði
stjórnlagaráð Alþingi tillögum
sínum að nýrri stjórnarskrá. Bæði
pólitískur vilji og ríkur þjóðar-
vilji er til að ljúka verkinu. Ríflega
þriðjungur kjósenda og jafnframt
2/3 þeirra sem þátt tóku í ráðgef-
andi atkvæðagreiðslunni 20. októ-
ber töldu að breytingaferlið skyldi
halda áfram og tillögur stjórnlaga-
ráðs teknar til meðferðar á Alþingi
eins og að var stefnt í upphafi. Þá
voru afdráttarlaus svör kjósenda
við sértækum spurningum, þar
sem markmiðin eru skýr en svig-
rúm er um leiðir til að ná þeim.
Næstu skref
Nú kemur til kasta Alþingis að
hefja meðferð frumvarps um
stjórnarskrárbreytingar þar sem
tillögur stjórnlagaráðs eru mikil-
vægt leiðarljós. Staðhæfingar um
að þingið megi engar efnislegar
breytingar gera eru rangar og
ganga þvert á grunn hugsun stjórn-
skipunarinnar. Hitt er víst að
enginn ágreiningur er um marga
veigamikla þætti í til lögunum
sem fela í sér löngu tímabærar
stjórnar skrárumbætur. Tvennt
kemur til greina um fram haldið. Í
ljósi þess stutta tíma sem er fram
undan hefur komið til tals að skipta
verkefninu í smærri áfanga. Taka
mætti fyrst til meðferðar þætti
sem sátt er um og brýnast að bæta
úr, en líka þá sem sérstaklega var
spurt um 20. október. Það gæti
verið skynsamlegri leið en að fær-
ast of mikið í fang og hætta á að
enginn árangur yrði af þessari
miklu og fordæmalausu vegferð í
endurskoðun stjórnarskrár.
Ef stefnan er sett á nýja stjórnar-
skrá er verkefnið vandmeðfarnara.
Verður ekki varist þeirri hugsun
hversu illa Alþingi nýtti tímann
fyrir svo mikilvægt mál undanliðið
ár þar sem tillögur stjórnlagaráðs
lágu ósnertar á borði þing nefndar.
Það vekur ugg um að málið fái ekki
þá vönduðu meðferð sem það verð-
skuldar með sáttavilja en verði
þröngvað í gegn með naumum
meirihluta stjórnarþingmanna.
Þjóðin hefur valdið
Í áliti meirihluta stjórnskipunar- og
eftirlitsnefndar síðasta vor sagði
að gildistaka nýrrar stjórnar skrár
yrði háð endanlegri staðfestingu og
samþykki þjóðarinnar að af lokinni
síðari samþykkt Alþingis skv. 79.
gr. Því markmiði verður aðeins
náð með því að setja í frumvarp til
nýrrar stjórnarskrár ákvæði sem
bindur gildistöku hennar þessu
skilyrði eftir að hún hefur verið
samþykkt af tveimur þingum. Þá
ber að fylgja stefnunni sem mörkuð
var við lýðveldisstofnun að meiri-
hluti kjósenda í landinu þurfi að
samþykkja hana. Þannig eru kjós-
endur hvattir til að taka afstöðu
og með upplýstu samþykki þeirra
verður stjórnarskráin sett í breiðri
sátt.
Af málflutningi forsætisráð-
herra verður þó ráðið að ekki
eigi að efna þessi fyrirheit. Rætt
er um að halda aðra ráðgefandi
þjóðaratkvæðagreiðslu samhliða
alþingiskosningum. Í stað þess að
leita samkomulags á þingi, ljúka
meðferð frumvarps á tveimur
þingum og leggja síðan endanlega
í dóm þjóðarinnar, eiga almenn
viðhorf kjósenda með þá skoðun
að stjórnarskrárbreytinga sé þörf
að skapa pólitískan þrýsting fyrir
síðari afgreiðslu frumvarpsins.
Þannig á að knýja þingmenn, sem
telja að frumvarpið hafi alvar-
lega ágalla eða sé þjóðinni ekki
til heilla, til að víkja frá sannfær-
ingu sinni.
Atkvæðagreiðsla sem hefur
aðeins það markmið að leita ráð-
gjafar frá kjósendum sviptir þjóð-
ina réttinum til að eiga lokaorðið
um nýja stjórnarskrá og yrði mikil
afturför. Því er Alþingi bæði rétt
og skylt að búa svo um hnútana
að réttur þjóðarinnar sem hins
endan lega stjórnarskrárgjafa verði
tryggður.
Þjóðin er stjórnarskrárgjafi – ekki ráðgjafi
Umfjöllun Kastljóss um Raufar-höfn miðvikudaginn 24. októ-
ber sl. sætti tíðindum. Stór tíðindum.
Vandkvæði þessa bæjar félags höfðu
farið inn um annað eyrað og út hitt
í umræðu undanfarinna daga. En
nú brá svo við að sjónvarpið sendi
frétta- og tökumann á vettvang til
að hafa tal af bæjarbúum í eigin
persónu og leiða okkur hinum stað-
hætti fyrir sjónir. Og sú sjón var
stúdíó sögu ríkari. Fyrrum stönd-
ugt bæjarfélag hafði með viti firrt-
um fjármálagerningi glutrað frá
sér bjargarmeðulunum og í kjölfar-
ið misst frá sér fjórðung íbúanna.
Eins og Reykjavík í smámynd.
Það var eitthvað ofurraunsætt
við þessa umfjöllun, við erum
svo vön því að landsbyggðin sé
utan sjónvarpsgeislans, því þótt
Landinn hafi stóraukið upplifun
okkar af þjóðinni þá er það fólk í
sparifötunum og flíkar ekki vand-
kvæðum sínum á sunnudegi. Þetta
var í miðri viku. Og svona ætti að
vera hvert einasta kvöld. Að leyfa
sjónvarpsgeislanum að nema allt
landið, sem er áreiðanlega nauð-
synlegur þáttur í að halda öllu
landinu í byggð.
Mér kæmi jafnvel ekki á óvart
þótt byrjað hafi að rofa til á
Raufar höfn í kjölfarið, að fyrir-
tæki og félagasamtök hafi séð þar
tækifæri til að eignast orlofshús,
listamenn vinnuaðstöðu og ein-
staklingar sumarathvarf.
Já, hver veit nema að í þessu
Kastljósi felist leiðsögn fyrir
Ísland allt: að byrjun á lausn hvers
vanda felist í að sjá hann?
Loksins Kastljós!
Allt fram á seinni hluta síðustu aldar þótti sjómönnum vont að
fá skötusel í net sín. Flestir lands-
menn fúlsuðu við þessum ljóta
fiski og yfirleitt var honum hent.
Skötuselurinn er vissulega með
ljótari fiskum sem veiðast við
Íslandsstrendur en smátt og smátt
tókst fólki að líta fram hjá því og
í dag er skötuselur borinn fram á
fínni veitingahúsum bæjarins sem
herramannsmatur.
Eitt þekktasta dæmið á veraldar-
vísu um það hvernig viðhorf getur
breytt virði hluta er sennilega
ævintýrið um „Gælugrjótið“ eða
„Pet Rock“ sem gerðist á áttunda
áratug síðustu aldar. Þar var á
ferðinni Gary nokkur Dahl, amer-
ískur markaðsmaður og yfirmaður
á auglýsingastofu. Dahl þessi sat á
spjalli við félaga sína eitt apríl-
kvöldið árið 1975 þegar talið barst
að því hversu mikið umstang fylgdi
því að eiga gæludýr. Dahl nefndi í
hálfkæringi að auðveldast væri
hreinlega að eiga grjót fyrir gælu-
dýr – því þyrfti ekkert að sinna og
uppihald þess kostaði ekki neitt.
Stuttu seinna ákvað Dahl að setja
hefðbundið fjörugrjót í gjafa öskjur
ásamt umhirðuleiðbeiningum í
gamansömum tón og á fáeinum
mánuðum tókst Dahl að selja yfir
eina og hálfa milljón „Gælugrjót“.
Þar með var hann orðinn millj-
ónamæringur á því að selja grjót
í gjafaöskjum!
Það er öllum hollt að taka Dahl
sér til fyrirmyndar og skoða
tækifærin sem felast í verðlitlum
hversdagslegum hlutum allt í
kringum okkur. Um þessar mundir
gefst framhaldsskólanemum gott
tækifæri til þess því nú stendur
yfir hugmyndasamkeppni þeirra
á meðal sem gengur einmitt út á
þetta: Að gera sem mest virði úr
verðlitlum hlutum. Innovit nýsköp-
unar- og frumkvöðlasetur hefur
fengið hátæknifyrirtækið Marel
og Samtök atvinnulífsins með sér
í lið en saman standa þessir aðil-
ar að Snilldarlausnum Marel –
hugmyndasamkeppni framhalds-
skólanema. Fyrir utan ánægjuna
af því að skapa eru bestu hug-
myndirnar verðlaunaðar með pen-
ingaupphæðum sem vonandi verða
þessum ungu frumkvöðlum grund-
völlur til frekari dáða. Á heimasíðu
keppninnar, Snilldarlausnir.is, má
fræðast frekar um hana. Hagsæld
Íslands næstu áratugi byggir á
nýsköpun og frjórri hugsun ungs
fólks og því er ekki seinna vænna
en að hefjast handa strax í dag.
Skötuselur og „Gælugrjót“
Samfélagsmál
Pétur Gunnarsson
rithöfundur
Ný stjórnarskrá
Björg Thorarensen
prófessor í lagadeild HÍ
og sat í stjórnlaganefnd
Nýsköpun
Stefán Þór
Helgason
verkefnastjóri hjá
Innovit
Tilboð: 1.590 þús.
Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð
árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 12-16
25.910 kr.
Afborgun á mánuði aðeins:
Chevrolet Lacetti Station
1.800.000 kr.
210.000 kr.
240.000 kr.
1.590.000 kr.
25.910 kr.
Söluverð:
Okkar hlutur:
Þín útborgun:
Heildarverð til þín:
Afborgun:
*
Auk
aga
ngu
r 60
þú
s.
virð
isau
ki