Fréttablaðið - 31.10.2012, Page 19

Fréttablaðið - 31.10.2012, Page 19
Sjávarbarinn við Grandagarð 9 býður upp á fleira gott en fisk þessa dagana. Íslensk villibráð verður í öndvegi á staðnum fimmtu- dags-, föstudags- og laugardagskvöld út nóvember. „Þetta er heimilislegt og svolítið nýstárlegt hlaðborð, ekki síst úr villibráð sem tengist sjónum, og á miklu lægra verði en gengur og gerist, aðeins 2.800 krónur á mann,“ segir Magnús Ingi Magnússon veitingamaður. Á hlaðborðinu er meðal annars villi- bráðarsúpa, lax, gæs, hreindýr, svart- fugl, selur og hrefna í ýmsum útgáfum með fjölbreyttu meðlæti. „Við leggjum mikla áherslu á að hráefnið sé fyrsta flokks og fáum mikið af því beint frá bónda,“ segir Magnús Ingi. „Hreindýrakjötið er til dæmis frá Snæfelli fyrir austan og selinn fáum við hjá Hafsteini bónda í Flatey á Breiða- firði.“ Það er ekki algengt að selur sé á boðstólum í íslenskum veitingahúsum en Magnús Ingi ólst upp við að borða hann þegar hann var í sveit í Flatey sem unglingur. „Mér, eins og mörgum öðrum, þykir selurinn algjört lostæti og ég hef gaman af því að elda hann. Það er líka skemmtilegt að leika sér með hvalkjötið, við erum með það hrátt, grafið, í lasanja og svo bjóðum við upp á hrefnusteikur með piparsósu. Í bland er svo hefðbundnari villibráð eins og gæs og hreindýrabollur.“ Allar nánari upplýsingar um hlað- borðið og réttina á því er að finna á vef Sjávarbarsins, Sjavarbarinn.is. Einstak- lingar jafnt sem hópar eru velkomnir. Vissara er að panta borð tímanlega í síma 517-3131 en það er þó ekki nauð- synlegt. Hið hefðbundna sjávarréttahlaðborð er á sínum stað mánudags- til miðviku- dagskvöld og í hádeginu alla virka daga. ÍSLENSK VILLIBRÁÐ Á SJÁVARBARNUM SJÁVARBARINN KYNNIR Villibráðarhlaðborð verður í öndvegi á Sjávarbarn- um við Grandagarð út nóvembermánuð – heimilislegt og létt fyrir pyngjuna með áherslu á villibráð sem tengist sjónum. SELUR Hafsteinn bóndi í Flatey á Breiðafirði veiðir og verkar selinn fyrir villi- bráðarhlaðborð Sjávar- barsins. MYND/VALLI MYND/VALLI FRÁBÆRT VERÐ „Það kostar aðeins 2.800 krónur á mann að skella sér á villibráðarhlað- borð á Sjávarbarnum,“ segir Magnús I. Magnússon veitingamaður. ÁST Í KRUKKU Heimagert góðgæti er dýrindis tækifærisgjöf. Kaupið fallega krukku og fyllið hana með smákökum, konfekti, biscotti eða öðru góðgæti. Bindið fallega slaufu um hana miðja og gleðjið ykkar nánustu. Krukkan er svo eigulegur gripur þegar innihaldið er búið. Vertu vinur Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.mistyskor.is Nú er farið að kólna og allra veðra von Sími 551 2070 Opið mán.-fös. 10-18. Laugardag 10-14. Uppháu herrakuldaskórnir komnir aftur. Þeir eru úr leðri og fóðraðir með lambsgæru. Litir: svart og brúnt, stærðir: 40 - 48 DALVEGI 16c · 201 KÓPAVOGI SÍMI 568 6411 · WWW.RAFVORUR.IS Taka 12 Kg · Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > Þvottavél Þurrkari12 kg Amerísk gæðavara Amerísk gæðavara TÆKIFÆRISGJAFIR Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955 www.tk.is - mikið af frábærum tilboðum 15% afsláttur Professional Professional hrærivél fyrir veitingahús og mötuneyti með 6,9 lítra stálskál og 1,3 hestafla mótor. Fjöldi aukahluta fáanlegur. Suðurlandsbraut 50 • Bláu húsin v/Faxafen Sími 553 7355 • www.selena.is Línurnar í lag! Ný sending af aðhaldsundirfatnaði bolir - buxur - mitti - kjólar - pils-leggings...

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.