Fréttablaðið - 31.10.2012, Page 42
31. október 2012 MIÐVIKUDAGUR30
sport@frettabladid.is
HANDBOLTI Íslenska handbolta-
landsliðið frumsýnir nýjan þjálf-
ara og nýtt þjálfarateymi í Laugar-
dalshöllinni í kvöld þegar liðið
mætir Hvíta-Rússlandi í fyrsta
leik sínum í undankeppni EM 2014
í Danmörku.
Aron Kristjánsson er ekki í
óska stöðu enda fyrsti landsliðs-
þjálfarinn í meira en hálfa öld sem
ekki fær æfingaleik fyrir fyrsta
alvöru leikinn. Það hefur ekki
gerst síðan að Hallsteinn Hinriks-
son fór með íslenska landsliðið á
HM í Vestur-Þýskalandi árið 1961
en þá hafði landsliðið ekki spilað
í tvö ár.
Reynum að ná vopnum
„Það er búinn að vera knappur
tími fyrir þessa leiki og það er því
gott að liðið er búið að vera mikið
saman og nokkuð vel samæft. Við
reynum bara að ná vopnum,“ sagði
Aron Kristjánsson.
„Þetta verður mjög erfitt. Við
erum með nýjan þjálfara og höfum
aðeins tvo daga til að samstilla
liðið,“ sagði Alexander Petersson
og bætti við: „Ég vildi ekki vera
í skónum hans Arons því þetta er
mjög erfitt og við þurfum að hjálpa
honum mikið,“ sagði Alexander.
Aron hefur kynnt sér vel leik
íslenska liðsins síðustu misseri og
lykilmenn eins og Snorri Steinn
Guðjónsson og Guðjón Valur Sig-
urðsson segja að nýi þjálfarinn
hafi leitað til þeirra í undirbúningi
sínum fyrir verkefnið.
Meira talað en spilað
„Hann hefur horft á alla okkar
leiki og við getum sagt hvað hefur
virkað fyrir okkur og vitum líka
hvar við höfum verið í mestum
vandræðum. Það er aðeins rólegra
yfir þessu og meira talað en spilað
af því að við þurfum að vera með
allt á hreinu,“ sagði fyrirliðinn
Guðjón Valur Sigurðsson.
„Þegar það kemur nýr þjálfari
þá þarf hann að kynnast liðinu
og að sama skapi við að kynnast
honum og hans aðferðum. Gummi
var búinn að vera með þetta í lang-
an tíma og það er ákveðin víta-
mínsprauta að breyta aðeins til og
fá inn nýja menn. Þegar lið hafa
verið að spila lengi saman er minni
ástæða til að breyta hlutunum og
þá sérstaklega þegar þetta hefur
virkað,“ sagði Snorri Steinn Guð-
jónsson.
„Það er ekki hægt að breyta
neinu núna og því snýst þetta bara
um að ná saman, finna hver annan
í vörn og sókn og byggja á því sem
hefur verið gert. Svo reynir maður
í framhaldinu að finna leiðir til að
þróa okkar leik og bæta okkur,“
sagði Aron.
Ólafur Stefánsson er einn af
þremur lykilmönnum liðsins á ÓL
í London sem verða ekki með lið-
inu í kvöld. „Það eru breytingar á
liðinu frá Ólympíuleikunum og það
eru nokkrir dottnir út. Við þurfum
að mæta einbeittir og við þurfum
að spila góðan leik til að vinna,“
sagði Aron.
Sýnd veiði en ekki gefin
„Hvít-Rússar geta reynst mjög erf-
iðir og þeir eru skeinuhættir. Þeir
eru vel skipulagðir og með nokkra
sterka leikmenn innanborðs. Þetta
er sýnd veiði en ekki gefin, við
þurfum virkilega að vera á tánum
og þurfum mikinn stuðning frá
áhorfendum. Við þurfum að fá fulla
höll og pressu á andstæðinginn til
þess að landa sigri,“ sagði Aron og
Alexander spáir sigri.
„Þetta verður mjög erfiður leik-
ur en við vinnum þetta með fjórum
mörkum,“ sagði Alexander léttur.
Leikurinn hefst klukkan 19.30.
ooj@frettabladid.is
HVÍT-RÚSSAR ættu að kunna vel við sig í Laugardalshöllinni ef marka má söguna því þeir eru með hundrað
prósenta sigurhlutfall í tveimur leikjum sínum þar. Hvíta-Rússland vann 29-24 sigur á Íslendingum á HM á Íslandi 1995
og vann síðan 27-26 sigur í seinni leik liðanna í umspili EM 2002. Íslenska landsliðið hefur aftur á móti unnið alla fjóra
leiki sína við Hvít-Rússa utan Hallarinnar þar á meðal 33-24 sigur í Kaplakrika í umspili fyrir EM 2006.
Ég vildi ekki vera í
skónum hans Arons
því þetta er mjög erfitt.
ALEXANDER PETERSSON
LEIKMAÐUR ÍSLENSKA LANDSLIÐSINS
Allt um leiki
gærkvöldsins
er að fi nna á
REKJAVÍK: Krókháls 16 | AKUREYRI: Lónsbakka | sími 568-1500 | www.thor.is
Steypuvíbratorar
Steypuvíbrator M2000
1,7 kW, 6,4 kg. 17.500 pr/mín
Steypuvíbrator M3000
2,3 kW, 8,4 kg. 16.500 pr/mín
Fáanlegir hausar
35 mm og 45 mm
Fáanlegir barkar
3, 4 og 5 metrar
WACKER NEUSON umboðið á Íslandi
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
KALT ÚTI
Rafmagnshitablásari
2Kw 1 fasa
6.990
LI! Panelofnar í MIKLU ÚRVA
FRÁBÆRT VERÐ!
KRANAR OG
HITASTILLAR FRÁ
Ryco-1509 Olíufylltur
2000W rafmagnsofn
m/termo stillingum og
yfirhitavörn 9 þilja
7.990
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
Akureyri
Vestmannaeyjum
Ryco-2006T Rafmagns -
þilofn T urbo me ð y firhita -
vari 3 stillingar 2000w
4 490.
Rafmagnshita-
blásari 2Kw
1.995
HANDBOLTI Siarhei Rutenka er einn
lykilmanna hvítrússneska lands-
liðsins sem mætir því íslenska
í kvöld. Hann er lykilmaður í
sterku liði Barcelona en var einn-
ig samherji Ólafs Stefánssonar hjá
Ciudad Real frá 2005 til 2009.
Það þykir þó lítið tiltökumál að
skipta um félagslið, enda algengt
í öllum íþróttum. Heldur óalgeng-
ara er að skipta um landslið en
það gerist þó reglulega. Rutenka
hefur þó afrekað það sem fáum
hefur tekist – að skipta tvívegis
um landslið.
Rutenka er fæddur og uppalinn í
Hvíta-Rússlandi og hóf sinn lands-
liðsferil þar. Hann spilaði svo með
félagsliðum í Slóveníu frá 2000
til 2005 og fékk slóvenskan ríkis-
borgararétt árið 2004. Rutenka
skipti þá um landslið og spilaði
alls 40 landsleiki með Slóveníu, til
að mynda bæði á EM 2006 og HM
2007.
Árið 2005 flutti Rutenka svo til
Spánar eftir að hafa samið við Ciu-
dad Real. Þremur árum síðar fékk
hann spænskan ríkisborgararétt
og afsalaði sér um leið þeim slóv-
enska.
Reglan er að handboltamenn
mega ekki spila landsleik í þrjú ár
áður en þeir fá að spila með nýju
landsliði og hefði Rutenka því
getað gefið kost á sér í spænska
landsliðið árið 2010. Hann valdi
hins vegar að snúa aftur til síns
heima og hefur síðan verið fasta-
maður í liði Hvít-Rússa. - esá
Siarhei Rutenka hefur komið víða við:
Landsliðaflakkarinn
GEGN ÍSLANDI Alexander Petersson tekur hér á Siarhei Rutenka í leik Slóveníu og
Íslands á HM 2007. Þeir mætast aftur á vellinum í kvöld. NORDICPHOTOS/AFP
N1-deild kvenna
ÍBV - FH 27-18 (14-14)
Fylkir - Selfoss 21-27 (9-12)
Grótta - Afturelding 19-14 (7-5)
HK - Haukar 28-23 (12-12)
Stjarnan - Fram 23-26 (13-13)
Mörk Stjörnunnar (skot): Jóna M. Ragnarsdóttir
6 (15/1), Hanna G. Stefánsdóttir 5/1 (9/2), Rakel
Dögg Bragadóttir 5 (12), Þórhildur Gunnarsdóttir 3
(4), Kristín Clausen 2 (2), Sandra Sif Sigurjóns-
dóttir 1 (1), Ágústa Edda Björnsdóttir 1 (3).
Varin skot: Sunneva Einarsdóttir 11/2 (29/4,
38%), Hildur Guðmundsdóttir 2 (10, 20%).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 2
Mörk Fram (skot): Birna Berg Haraldsdóttir 7 (12),
Stella Sigurðardóttir 6/1 (8/2), Elísabet Gunnars-
dóttir 5/1 (6/2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 5 (8),
Sigurbjörg Jóhannsd. 2 (3), Sunna Jónsd. 1 (1).
Varin skot: Guðrún Bjartmarz 9/2 (19/2, 47%),
Guðrún Ósk Maríasdóttir 6 (19/1, 32%).
Mörk úr hraðaupphlaupum: 6
Fiskuð víti: 4 (Stella 2, Elísabet 1, Sigurbjörg 1)
Enski deildarbikarinn
Sunderland - Middlesbrough 0-1
Leeds - Southampton 3-0
Reading - Arsenal 4-4*
Swindon - Aston Villa 2-3
Wigan - Bradford 0-0*
*framlenging stóð yfir þegar blaðið fór í prentun.
ÚRSLIT
Ekki tími fyrir breytingar
Aron Kristjánsson verður í kvöld fyrsti landsliðsþjálfari karla í meira en
fimmtíu ár sem fær ekki æfingaleik fyrir fyrsta keppnisleikinn. Ísland mætir
Hvít-Rússum í Höllinni í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2014.
LÉTTIR Á ÆFINGU Ásgeir Örn Hallgrímsson og Vignir Svavarsson grínast hér á einni af
þremur æfingum íslenska liðsins fyrir leikinn við Hvíta-Rússland. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
ALLT SPORTIÐ Á ÞÍNUM HEIMAVELLI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP
- oft á dag