Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 6
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR6 Kjörstaðir verða einnig opnir á laugardaginn frá 10 -17 á eftirtöldum stöðum: Lyngási 9 Garðabæ, Strandgötu 43 Hafnarfirði, Hamraborg 11 Kópavogi, Hlégarði Mosfellsbær, Eiðistorgi Seltjarnarnesi hliðarsal bókasafnsins annarri hæð. Stjórn Kjördæmisráðs Minnum á að rafræn kosning Samfylkingarinnar í Kraganum er hafin og lýkur klukkan 17. laugardaginn 10 nóv. nánari upplýsingar á samfylkingin.is Amal Tamimi 3.-4. sæti Geir Guðbrandsson 5. sæti Magnús Orri Schram 2.-3. sæti Stefán Rafn Sigurbjörnsson 3.-5. sæti Anna Sigríður Guðnadóttir 3.-4. sæti Katrín Júlíusdóttir 1. sæti Margrét Gauja Magnúsdóttir 3.-4. sæti Árni Páll Árnason 1. sæti Lúðvík Geirsson 2. sæti Margrét Júlía Rafnsdóttir 3.-4. sæti Save the Children á Íslandi 1. Um hversu mikið verður fjár- festingaáætlun ríkisins skorin niður á næsta ári? 2. Hversu margar laxveiðiár skiluðu 100 löxum eða meira í sumar? 3. Hversu mörgum milljónum verður úthlutað til Landspítalans til tækjakaupa á næsta ári? SVÖR: 1. Um 42 prósent 2. Tólf ár 3. 600 milljónum SKIPULAGSMÁL Lögmannsstofan Lex telur að aðferð Þjóðskrár við fast- eignamat á Hörpu standist ekki lög. Matið var kært til yfirfasteigna- matsnefndar sem staðfesti úrskurð Þjóðskrár. Eigendur Hörpu hafa falið lögmannsstofunni að undir- búa dómsmál. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar sem er móðurfélag Hörpunnar, segir mark- miðið með málssókninni vera að lækka fasteignamatið umtalsvert. „Við urðum sammála um það með eigendum, ríki og borg, að dóm- stólaleiðin væri rétta leiðin og hana ætlum við að fara.“ Þjóðskrá notar kostnaðaraðferð við fasteignamatið en þá er stuðst við byggingarkostnað, en hann er metinn 28 milljarðar króna. Undir það tekur yfirfasteignamatsnefnd. Aðrar aðferðir eru markaðsaðferð, sem byggir á samanburði við sölu sambærilegra fasteigna, og tekju- aðferð, sem byggir á tekjum og fast- eignum og kostnaði vegna þeirra. Þjóðskrá leggur byggingarkostn- að Hörpu til grundvallar fasteigna- mati. Árið 2012 hækkaði matið úr rúmum 17 milljörðum í rúma 20 og það hækkar í rúman 21 milljarð árið 2013. Fasteignin er nú nær full- kláruð og skýrir það hækkunina. Portus og móðurfélag þess, Aust- urhöfn-TR, fengu PwC og Capacent til að leita gangverðs eignarinnar út frá því hvert virði hennar væri með hliðsjón af tekjum, gjöldum og nýtingarmöguleikum. Að mati Capacent er virði Hörpu 6,5 til 6,7 milljarðar en 6,8 milljarðar að mati PwC. Í álitsgerð Lex segir að sé sömu aðferðum beitt á Hörpu og ýmis önnur hús, svo sem Hof á Akureyri, Flugstöð Leifs Eiríkssonar og ráð- stefnumiðstöð Grand hótels, væri fasteignamatið 15,1 milljarður. Í álitsgerðinni segir jafnframt að ekki sé aðeins hægt að horfa til byggingarkostnaðar við Hörpu sjálfa. Hann sé mjög hár vegna hrunsins. Upphaflega hafi verið gert ráð fyrir um 12 milljörðum, en Þjóðskrá meti hann nú á 28 millj- arða. Því sé ekki hægt að horfa aðeins á hann heldur verði að horfa til byggingarkostnaðar sambæri- legra eigna. Fasteignagjöld Hörpu fyrir 2012 námu tæplega 340 milljónum króna. Umtalsverð lækkun á fasteigna- mati gæti því þýtt tugi eða hundr- uð milljóna króna lægri fasteigna- gjöld. kolbeinn@frettabladid.is Harpa í mál við ríkið með fulltingi ríkisins Aðferð Fasteignamats ríkisins við mat á virði Hörpunnar er ólögmæt að mati Lögmannsstofunnar Lex. Eigendur Hörpu, ríki og borg, hafa falið lögmönnunum að fara með málið fyrir dóm. Getur skipt hundruðum milljóna í fasteignagjöld. HARPA Dómstólar munu kveða upp úr um hvernig fasteignamati Hörpu verður háttað. Ríki og borg standa að málshöfðuninni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI DÓMSMÁL Íslenska ríkinu var heimilt að skerða fjárframlög til Sólheima í Grímsnesi í fjárlögum árið 2009. Hæstiréttur kvað í gær upp dóm í máli Sólheima gegn ríkinu og sneri við dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur frá því í júlí í fyrra. Forsaga málsins er sú að Sólheimar höfðuðu mál á hendur ríkinu þar sem stofnunin taldi 4% skerðingu sem varð á fjárframlögum til hennar í fjárlögum ársins 2009 ólögmæta. Stofnunin hafði áður gert þjónustusamning við ríkið sem kvað á um að tiltekin upphæð yrði veitt til starfseminnar á hverju ári frá 2004 til loka árs 2008. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Alþingi hefði haft vald til að ákveða fjárveitingu til Sólheima og að Sólheimar gætu ekki byggt rétt til frekari fjárveitingar á útrunnum samningi. Ríkið var því sýknað af kröfum Sólheima sem voru auk þess dæmdir til að greiða allan máls- kostnað. Héraðsdómur hafði hins vegar talið að ríkið hefði vanefnt þjónustusamninginn. - mþl Ríkinu var heimilt að skerða fjárframlög til Sólheima árið 2009: Hæstiréttur hafnaði kröfu Sólheima SÓLHEIMAR Sólheimar töldu að ríkinu hefði verið óheimilt að skerða fjárframlög til sín vegna þjónustusamnings. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Við urðum sam- mála um það með eigendum, ríki og borg, að dómstólaleiðin væri rétta leiðin. PÉTUR J. EIRÍKSSON, STJÓRNARFORMAÐUR PORTUSAR STJÓRNMÁL Þingmenn Fram- sóknarflokksins hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að fela innan ríkisráðherra að undirbúa lagabreytingu sem tryggi að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun og kynfrumugjöf eigi rétt á upp- lýsingum um uppruna sinn. Í greinargerð með tillögunni kemur fram að börn sem getin eru með tæknifrjóvgun hafa ekki sjálfstæðan rétt á að fá upplýsing- ar um líffræðilega foreldra sína ef gjafaegg eða -sæði er notað. Nú er það svo að egg- eða sæð- isgjafar geta óskað eftir nafn- leynd og er heilbrigðisstarfsfólki skylt að tryggja að sú ósk verði virt. Þá má gjafinn ekki fá upp- lýsingar um foreldra eða barn eða öfugt. Ef ekki er óskað eftir nafn- leynd getur barnið hins vegar fengið aðgang að upplýsingum um gjafann. Þingmennirnir vilja horfa til reynslu nágrannalanda við lagasmíðina. - þeb Þingsályktunartillaga framsóknarmanna um börn getin með gjafakynfrumum: Fái upplýsingar um upprunann Í Svíþjóð er kveðið á um að börn eigi rétt á að vita um uppruna sinn. Í Finn- landi eiga börn sem náð hafa 18 ára aldri rétt á að fá upplýsingar um upp- runa sinn. Í Noregi og Bretlandi geta kynfrumugjafar ekki krafist nafnleyndar og börn geta við 18 ára aldur fengið upplýsingar um uppruna sinn. Þróunin hefur verið hvað hægust í Danmörku. Þar höfðu börn ekki rétt á að fá þessar upplýsingar fyrr en í fyrra. Ef kynfrumugjafi óskar ekki nafn- leyndar geta börn við 18 ára aldur fengið upplýsingarnar. Hvernig er þetta í nágrannalöndunum? HEILBRIGÐISMÁL Bæjarráð Akur-eyrar skorar á SÁÁ að tryggja rekstur samtakanna á Akureyri. „Ljóst er að mikils virði er fyrir alkóhólista og aðstandendur þeirra að hafa aðgang að þeirri aðstoð sem þar er veitt. Undan- farin ár hefur þessi starfsemi sýnt að full þörf er fyrir þessa þjónustu,“ segir bæjarráðið sem jafnframt vill viðræður um hvernig ríkið geti stutt sveitar- félögin til að byggja upp þjónustu fyrir áfengis- og vímuefnasjúk- linga og fjölskyldur þeirra. - gar Áskorun frá bæjarráði: Full þörf fyrir SÁÁ á Akureyri VEISTU SVARIÐ?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.