Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 40
KYNNING − AUGLÝSINGJólakort & ljósmyndun FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 20124 ÁRLEG JÓLAMYNDATAKA ER SKEMMTILEG HEFÐ Sumir hafa það fyrir reglu að fara alltaf í jólamyndatöku og senda afraksturinn í jólakorti til ættingja og vina. Það hefur marga kosti. Í fyrsta lagi er þetta gott tilefni til að drífa í því að kaupa jólafötin og dressa fjölskylduna upp enda þarf myndatakan að fara fram með góðum fyrirvara. Flestir eru fegnir því að eiga þetta ekki eftir korter fyrir jól. Þá er líka hægt að drífa mannskapinn í klippingu og spara sér að þurfa að gera það þegar allar hárgreiðslustofur eru orðnar yfirfullar. Þá er afskaplega gaman að eiga minninguna og geta litið yfir myndirnar síðar meir og séð hvernig fjölskyldumeðlimir hafa dafnað og breyst. Það gefur flestum mikið og má oft greina alls kyns tískubylgjur og skemmtilegheit. Að síðustu hafa flestir gaman af því að fá myndakort frá sínum nánustu. HUNDURINN BO Á JÓLA KORTI OBAMA FORSETA Opinbert jólakort Hvíta hússins kemur út á hverju ári og hefur hver forseti sett sinn svip á kortið. Yfirleitt prýðir kortið máluð mynd af Hvíta húsinu sjálfu í vetrarbún- ing eða jólastemmingin fönguð innandyra. Skiptar skoðanir eru jafnan um jólakortið og þótti repúblikönum jólakort Obama forseta fyrir síðustu jól „lítið jólalegt“ en kortið prýddi málverk af Bo, hundi forsetafjölskyldunnar, fyrir framan arineld, gjafir voru á borði en ekkert jólatré. Sarah Palin, fyrrverandi for- setaefni repúblikana, lét meðal annars hafa eftir sér að sér þætti undarlegt að forsetinn skyldi setja hund í forgrunn í stað þess að leggja áherslu á „fjölskylduna, trúna og frelsið“. Inni í kortinu stóð lauslega þýtt: „Frá fjölskyldu okkar til þinnar fjölskyldu, megi ljós hátíðarinnar skína á ykkur.“ JÓLAMYNDIN Í LONDON Finnist einhverjum jólin koma seint á Íslandi ætti sá hinn sami að skella sér til London. Fyrstu jólaljósin sem þar eru tendruð eru á hinu sögufræga Oxford-stræti. Í ár voru þau kveikt þann 5. nóvember með pompi og prakt. Robbie Williams sá um að ýta á rofann auk þess að taka nokkur lög. Ljósadýrðin á Oxford- stræti er stórfengleg enda yfir þrjú hundruð þúsund perur not- aðar til lýsa upp götumyndina. Í Oxford-stræti ætti að vera hægur vandi að gera jólainnkaupin enda yfir 300 verslanir þar að finna og hagstæðustu flugin frá Íslandi eru til London. Gráupplagt væri að slá tvær flugur í einu höggi og taka fallegar jólamyndir fyrir jólakortin með upplýst Oxford-stræti í bak- grunni. Skelltu þér í Einnvinsælastigamanleikurallra tíma! Einnar nætur gaman... ár eftir ár eftir ár.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.