Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 1
veðrið í dag
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
Sími: 512 5000
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
skoðun 16
3 SÉRBLÖÐ
í Fréttablaðinu
Fólk
Lífið
Jólakort
& ljósmyndun
veðrið í dag
9. nóvember 2012
264. tölublað 12. árgangur
Kynningarblað Netpöntun, netkveðjur, kort frá
stíðsárunum, fjölskyldumyndatökur og jólakort Obama.
JÓLA ORT
FÖSTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2012
&LJÓSMYNDUN
V ið bjóðum upp á margar gerðir jólakorta, dagatöl, ljósmyndabækur og fleira sem viðskiptavinurinn velur sjálf-ur og setur saman gegnum forritið okkar Pixel designer. Þá tökum við á móti ljósmyndabókum og jóla-kortum sem fólk hefur sett saman í forritinu iPhoto. Einnig er hægt að koma til okkar í Brautarholtið og við setj-um upp jólakortin fyrir viðskipta-vini,“ segir Ingi Hlynur Sævarsson hjá Pixel prentþjónustu.„Umslög fylgja öllum jólakort-um og við bjóðum einnig upp á umslög árituð með nafni. Þá er hægt að senda okkur nafna-listann í Excel-skjali í tölvupósti og við prentum utan á umslög-in nafn viðtakanda og heimilis-fang. Þá þarf ekkert að gera nema smella kortunum í umslag og drífa í póst.“
Pixel designer-forritið er þægilegt og einfalt í notkunForritið er hægt að sækja frítt á heimsíðu okkar, www.pixel.is. Það er einfalt í notkun, hægt er að hlaða niður útgáfum hvort sem er fyrir PC eða MAC og leiðbeining-um um notkun þess í pdf-skjali.„Pixel designer-forritið hefur verið gífurlega vinsælt þau þrjú ár sem við höfum verið með það. Nú er komin ný uppfærsla sem býður viðskiptavinum upp á skemmti-lega tengingu við Flickr og Face-book þar sem meðal annars er hægt að nálgast myndir á þægi-legan hátt. Þó forritið sé mjög
einfalt í notkun þá eru allir hér boðnir og búnir að aðstoða fólk og um að gera að hringja í okkur ef fólk lendir í vandræðum,“ segir Hlynur.
Styrkja gott málefniÍ ár styrkir Pixel Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna með sölu sérstakra jólakorta. „Sú hugmynd kom upp hér hjá starfsmanni að fyrirtækið styrkti eitthvert gott málefni fyrir jólin,“ segir Hlynur. Með kaupum á SKB jólakorti styrkir kaupandi SKB um 15 krónur, Pixel leggur einn-ig til 15 krónur og þannig renna
30 krónur af hverju korti óskipt-ar til SKB. Styrktarkortið er að finna inni í forritinu Pixel design-er undir heitinu SKB. „Fólk þarf bara að hlaða niður forritinu en þar er að finna allar tegundir og stærðir jólakorta. Til að styrkja félagið þarf svo að velja kort sem heitir SKB.“
Tilbúin í jólaösina„Hjá okkur vinna þrettán manns, allt faglært fólk; prentsmiðir, prentarar og bókbindarar. Við erum komin í jólaskapið og tilbú-in fyrir jólaösina,“ segir Hlynur. „Afhendingartíminn hjá okkur er
3-5 dagar og það er alltaf mikið að gera hjá okkur fyrir jólin. Þó finnst mér fólk hafa verið fyrr á ferðinni síðustu ár með jólakortin en oft áður. Það verða þó alltaf einhverj-ir sem koma á Þorláksmessu með jólakortapöntunina og þá reynum við auðvitað að bjarga því. Í nóvember bjóðum við upp á 15% afslátt af öllum vörum úr Pixel designer. Þar á meðal er boðið upp á jólakort með um-slagi frá 98 krónum stykkið með afslætti. Hið eina sem fólk þarf að athuga er að slá inn afsláttar-kóðann JOL2012 þegar pöntun er framkvæmd í Pixel designer “
Styrkja gott málefniStarfsfólk Pixel komið í jólaskapið og tilbúið fyrir jólaösina. Undirbúningur jólanna hefst hjá Pixel
prentþjónustu í Brautarholti 10-14 sem býður upp á alhliða prentþjónustu.
Öflugur hópur starfsmanna Pixel prentþjónustu er kominn í jólaskapið og tilbúinn fyrir jólaösina.
MYND/ANTON
Taílenskur kjúkli
M atreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþátt-inn Eldað með Holta á ÍNN. Þar heimsækir hann marga af færustu kokkum landsins og fær þá til að elda ljúffenga rétti úr Holta-kjúklingi. Í dag er það matreiðslu-maðurinn Sturla Birgisson sem Úlfar heim-sækir. Sturla rekur veislu- og fyrirtækja-þjónustuna Heitt og kalt og er meðlimur Bocuse d‘Or-akademíunnar. Hér færir
hann okkur uppskriftir að tveimur réttum;
annars vegar er það taílenskur kjúklinga-
réttur með rauðu karríi og kókossósu og
hins vegar steiktar kjúklingabringur með
sveppafylltu ravíólíi og skessujurtarpestói.
Hægt er að fylgjast með Sturlu elda þessa
girnilegu rétti í kvöld k ukkan 20.30 á sjón-
varpsstöðinni ÍNN. Þættirnir verða svo
endursýndir yfir helgina. Einnig er hægt að
horfa á þá á heimasíðu ÍNN
ELDAÐ MEÐ HOLTA
HOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með
Holta á ÍNN. Á næstunni mun hann heimsækja færustu kokka landsins og fá
þá til að elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
KEISARAKONSERT Í HÖRPU
Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari flytur Keisarakonsertinn
eftir Beethoven í Eldborgarsal Hörpu í kvöld kl. 19.30. Þetta er
síðasti píanókonsertinn sem Beethoven samdi. Þessi tignar-
legi konsert gerir miklar kröfur til einl ikarans. Keisara-
konsertinn var saminn árið 1809.
HEIMILISTÆKI
EGILL ÓLAFS
HEIMSÓTTUR
FRÆGIR Á
FRUMSÝNINGU
SNIÐUGAR
HÁRLAUSNIR
9. NÓVEMBER 2012
DÓMSMÁL Maður sem veitti föður
sínum alvarlega áverka sem drógu
hann til dauða er nú nauðungarvist-
aður á öryggisdeildinni á Kleppi.
Hann var metinn sakhæfur af geð-
læknum fyrr á árinu og dæmdur til
fjórtán ára fangelsisvistar.
Í síðasta mánuði var maður-
inn nauðungarvistaður á geðdeild
Landspítalans við Hringbraut.
Hann var þó fljótt metinn það veik-
ur að hann þyrfti aukna meðferð,
svo hann var færður á öryggis-
deildina á Kleppi. Nauðsynlegt er
að svipta hann sjálfræði, þar sem
hann neitar að sækja meðferð á
geðdeild. Hann verður að minnsta
kosti sex mánuði inni á Kleppi.
Maðurinn, Þorvarður Davíð
Ólafsson, er einn nokkurra fanga
á Litla-Hrauni sem fangelsismála-
yfirvöld telja að þurfi sérúrræði
innan kerfisins, en engin sérstök
stofnun er fyrir hendi fyrir geð-
sjúka einstaklinga sem hafa þó
verið metnir sakhæfir fyrir dómi.
Þessa fanga verður að vista í
fangelsi, en réttargeðdeildin á
Kleppi, sem áður var á Sogni í Ölf-
usi, er samkvæmt lögum einungis
fyrir ósakhæfa brotamenn.
Samkvæmt reglum fangelsis-
málayfirvalda á að leggja fanga
sem veikjast af geðsjúkdómi inn
á geðdeild Landspítalans á Hring-
braut. Innlögn á öryggisdeild er
undantekning sem eingöngu er
gripið til ef um mjög veika einstak-
linga er að ræða sem neita meðferð.
Sigurður Páll Pálsson, yfirlæknir
á öryggisdeildinni á Kleppi, segir
afar fátítt að geðdeildir LSH taki
við föngum af Litla-Hrauni, en það
hafi þó gerst. „Ef einstaklingar eru
metnir mjög veikir og vilja ekki
nauðsynlega þjónustu, þarf að fara
þessa leið,“ segir hann. „Aðalatriðið
er að fangar fái sömu þjónustu og
aðrir þjóðfélagsþegnar og ferlið sé
eins hjá þeim og öðrum.“
Margrét Frímannsdóttir, for-
stöðukona Litla-Hrauns, segir að
komi upp bráðaveikindi hjá föng-
um sem kalli á innlögn á geðdeild,
sé ferlið auðveldara nú en það hafi
verið hingað til.
„En við þurfum að skoða hvern-
ig við getum bætt aðbúnaðinn
og komið á sérstakri deild fyrir
sakhæfa geðsjúka einstaklinga,“
segir hún. „Einnig er nauðsynlegt
að skoða hvernig verði staðið að
mönnun þeirrar deildar og hvort
við þurfum að leggja meiri áherslu
á menntun fangavarða sem annast
geðsjúka fanga.“ - sv
Sakhæfur en samt of veikur
fyrir fangavist á Litla-Hrauni
Fangi af Litla-Hrauni sem hlaut fjórtán ára dóm fyrir morðtilraun er nú vistaður nauðugur á öryggisdeild
geðspítalans á Kleppi. Sárvantar úrræði fyrir geðsjúka fanga, segir forstöðukonan Margrét Frímannsdóttir.
Ef einstaklingar eru
metnir mjög veikir og
vilja ekki nauðsynlega þjón-
ustu þarf að fara þessa leið.
SIGURÐUR PÁLL PÁLSSON
YFIRLÆKNIR Á ÖRYGGISDEILD KLEPPS
NÝ
KILJA
Hagkvæm Windows 8 fartölva sem hentar vel fyrir
alla hefðbundna tölvuvinnslu. 15,6” skjár, Intel
Dual Core örgjörvi, 4GB vinnsluminni
og 320 GB harður diskur.
ÍÞRÓTTIR „Ég vildi gera mitt besta
og fannst skipta mestu máli að
vera með góða tækni og sýna fal-
legt box. Ég var ekki að reyna
að rota andstæðinginn í fyrsta
höggi,“ segir Valgerður Guðsteins-
dóttir, sem hlaut gullverðlaun í
sínum flokki á ACBC-hnefaleika-
mótinu í Gautaborg um síðustu
helgi. Mótið er það næststærsta
sinnar tegundar í heiminum.
Valgerður æfði íþróttina
á unglingsárunum og ákvað
fyrir þremur árum
að hefja æfingar að
nýju. „Það er eitt
og hálft ár síðan ég
keppti síðast því
það eru bæði
fáar konur
sem keppa og
langt á milli
móta,“ segir
Valgerður.
- sm / sjá síðu 42
Fékk gull í Svíþjóð:
Fallegt box
skiptir mestuEru þær of stórar?
Valskonur taka á móti
rúmenska liðinu Zalau í
tveimur Evrópuleikjum.
sport 38
Brasilískur í fyrra lífi
Ingvi Þór Kormáksson
fagnar sextugsafmæli með
disknum Latínudeildin.
tímamót 24
Skrifaði hana sjálfur
Davíð Þór Jónsson sendir frá sér
einlæga vísindaskáldsögu.
bækur 42
STORMUR norðan- og vestan-
lands í dag en mun hægari vindur
sunnan og austan til. Snjókoma
norðanlands en úrkomulítið
sunnan til. Hiti frá frostmarki að 5
stigum.
VEÐUR 4
3
3
1
10
Uppblásin ímynd á Reki
Anna Hallin og Olga
Bergman í Listasafni
Íslands.
menning 30
SAMFÉLAGSMÁL Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hefur sagt
af sér sem stjórnarformaður Hjúkrunarheimilis-
ins Eirar. Vilhjálmur tilkynnti stjórn Eirar um
ákvörðun sína á fundi í gær.
„Þetta er mín persónulega ákvörðun. Ég
geri mér grein fyrir því að þetta mál er erfitt
og það sem mestu skiptir af minni hálfu er að
horfa til framtíðarhagsmuna félagsins, engin
önnur sjónarmið mega ráða för,“ segir Vil-
hjálmur og heldur áfram: „Að vel íhuguðu máli
er það mitt mat að nú sé brýnt að byggja upp
traust á ný gagnvart lánardrottnum og
skjólstæðingum. Stjórnin ber ábyrgð
og ég tel mig vera að axla hana með
þessari ákvörðun.“
Erfið fjárhagsstaða Eirar hefur
verið til umfjöllunar í fjöl-
miðlum síðustu daga en eins
og fram hefur komið skuldar hjúkrunarheimilið átta
milljarða króna og er tæknilega gjaldþrota.
Hefur því verið haldið fram að Vilhjálmur
hafi leynt alvarlegri fjárhagsstöðu félags-
ins fyrir stjórninni meðan hann var fram-
kvæmdastjóri þess, en hann lét af því starfi í
upphafi ársins og tók þá við sem stjórnarfor-
maður. Sjálfur hefur hann alfarið neitað því
að hafa leynt stjórnina upplýsingum.
Magnús L. Sveinsson, varaformaður stjórnar
Eirar, tekur nú við sem stjórnarformaður.
Stjórnin hefur ákveðið að efna til full-
trúaráðsfundar á föstudaginn
eftir viku þar sem fjallað verður
um stöðu hjúkrunarheimilisins
og gerð grein fyrir því hvernig
stjórnin hafi brugðist við vanda
þess. - mþl
Gerð verður grein fyrir stöðu Eirar á fulltrúaráðsfundi 16. nóvember:
Vilhjálmur hættir í stjórn Eirar
VILHJÁLMUR Þ.
VILHJÁLMSSON
KLUKKUM HRINGT GEGN EINELTI Þau Illugi, Ragnar Bjarni, Steinunn og Þórey hringdu
kirkjuklukkum Lágafellskirkju í gær. Kirkjan er sú eina á höfuðborgarsvæðinu þar sem klukkum er enn hringt
handvirkt en með framtakinu vildu börnin vekja athygli á mikilvægi þess að berjast gegn einelti. Kirkjuklukkum
var hringt um allt land klukkan eitt í gær á degi gegn einelti, sem haldinn var í annað sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI