Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 54
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR34 34
popp@frettabladid.is
VERÐDÆMI
5 VERÐ
SÍMI : 588 5777 3 . H ÆÐ K R I N G L U N N I
K R I N G L U N N I
LADY GAGA hefur gefið bandaríska Rauða krossinum eina milljón dollara,
eða um 128 milljónir króna, til hjálpar fórnarlömbum fellibyljarins Sandy í
heimaborg sinni New York.
128
GLAÐBEITTAR SYSTUR Ritstýran Þóra Tómasdóttir var að sjálfsögðu mætt til að fagna
með Kristínu systur sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
BROSMILDAR Heiða, Hildur og Þórunn brostu til ljósmyndara.
LEIKKONAN Saga Garðarsdóttir hélt
stutta tölu.
GÓÐIR GESTIR Pála, Silja og Sigurveig mættu galvaskar.
GAMAN Emilía Þorgeirsdóttir og Eygló
Hildur Hafliðadóttir létu sig ekki vanta.
BORGARFULLTRÚINN Sóley Tómasdóttir
brosti með Kristínu systur sinni.
Það var margt um manninn
í Eymundsson þegar Kristín
Tómasdóttir fagnaði útgáfu
nýjustu bókar sinnar, Stelp-
ur geta allt. Leikkonan Saga
Garðarsdóttir kom fram
í hófinu en hún er meðal
þeirra stelpna sem fjallað
er um bókinni, sem er full
af fræðslu og reynslusög-
um. Gestirnir tóku bókinni
vel og fjölmargir tryggðu
sér eintak.
Fjölmennt útgáfuhóf
Rúmlega fimmtíu þúsund Íslend-
ingar hafa séð nýjustu Bond-
myndina Skyfall síðan hún kom
í bíó 26. október. Allt stefnir í
að myndin verði aðsóknarmesta
Bond-mynd sögunnar á Íslandi og
einnig vinsælasta mynd ársins.
„Við bjuggumst við mjög mik-
illi aðsókn en þetta er aðeins
umfram það,“ segir Geir Gunn-
arsson, markaðsstjóri Mynd-
forms. „Myndin virðist spyrjast
ótrúlega vel út. Það eru ofsalega
margir sem segja að þetta sé ein
besta Bond-myndin.“
Alls sáu tæplega 64 þúsund
manns síðustu Bond-mynd, Quant-
um of Solace, og um 55 þúsund
sáu Casino Royale sem kom þar á
undan. Tæplega 63 þúsund manns
sáu Die Another Day með Pierce
Brosnan í hlutverki njósnarans
og um 54 þúsund sáu myndina á
undan, The World Is Not Enough.“
Ef fram heldur sem horfir mun
Skyfall taka fram úr Quantum of
Solace og rúmlega það. Einnig
mun hún án efa stinga af vinsæl-
ustu myndir ársins til þessa, The
Dark Knight Rises og Intouch-
ables. Um 64 þúsund manns hafa
séð hvora um sig en sýningum
á þeim báðum er lokið. „Ég yrði
alls ekki hissa verði þetta lang-
stærsta Bond-myndin í tekjum og
ég hugsa að hún verði það líka í
áhorfendatölum,“ segir Geir.
Myndform tók við réttinum
til að sýna Bond af Senu þegar
fyrir tækið tók yfir alla dreifingu
fyrir framleiðandann MGM. Auk
þessarar og næstu Bond-myndar
felast í réttinum þrjár Hobbita-
myndir, auk fleiri mynda. „Þetta
er mjög gott. Það er alltaf gaman
að vera með svona stór vöru-
merki,“ segir Geir, spurður hvort
Bond sé ekki algjör gullgæs fyrir
Myndform.
- fb
Skyfall vinsælust
VINSÆL Bond-myndin Skyfall hefur
notið gífurlegra vinsælda bæði hér á
landi og erlendis.