Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 64
DREIFING: dreifing@postdreifing.is
EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 VÍSIR
Ritstjórn: 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is PRENTUN: Ísafoldarprentsmiðja
Mest lesið
FRÉTTIR AF FÓLKI
FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN
Meiri Vísir.
Kastar mæðinni á Faktorý
Of Monsters and Men heldur
tvenna tónleika á „heimavelli“
sínum, Faktorý, 4. og 5. janúar.
Hljómsveitin hefur verið á stöðugu
tónleikaferðalagi um heiminn á
þessu ári og heldur því áfram um
miðjan nóvember þegar förinni
verður heitið til Bandaríkjanna.
Tónleikaferðinni vestanhafs lýkur
19. desember en svo hefst spila-
mennskan aftur í Tókýó 23. janúar.
Í millitíðinni ætla Nanna Bryndís
Hilmarsdóttir og félagar að kasta
mæðinni heima á
Íslandi og halda
þessa litlu tónleika á
Faktorý. Aðdáendur
Of Monsters and
Men hér á landi
hljóta að fagna
tónleikunum.
Samt sem
áður er ljóst
að mun færri
munu komast
að en vilja.
„ÞETTA ER
DÚNDUR.“
Halda árshátíð í
Kaupmannahöfn
Drengirnir í uppistandshópnum
Mið-Íslandi eru þessa dagana
staddir í Kaupmannahöfn. Þeir Ari
Eldjárn, Bergur Ebbi, Dóri DNA,
Jóhann Alfreð og Björn Bragi stigu
allir á svið á Nordatlantens Brygge
í Kaupmannahöfn í gærkvöldi
og héldu uppistand á íslensku.
Þetta er þriðja árið í röð sem þeir
fara með uppistandssýningu til
Íslendinganna í Kaupmannahöfn.
Þeir nýta einnig tækifærið og halda
árshátíð hópsins í borginni. Annars
mun hópurinn ekki koma fram í
heild sinni hér á landi fyrr en milli
jóla og nýárs.
- fb, þeb
1. Ætlaði á klósettið en kom
aldrei til baka
2. Gráhærðu glæpagengin valda
áhyggjum í Japan
3. Rannsaka hve margir Skotar
eru rauðhærðir
4. Ellefu ára drengur ekki nógu
fatlaður fyrir Klettaskóla