Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 62
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR42 HELGIN „Stóra málið þessa helgi er brúðkaup sem ég er að fara í á laugardaginn hjá Áslaugu vinkonu minni og honum Olla. Sunnudagurinn fer svo líklegast bara í að hvílast og jafna sig.“ Hugrún Hrönn Kristjánsdóttir, höfundur bókarinnar Hulstur utan um sál. „Það hefur aldrei verið skrifuð, svo ég muni eftir, einlæg og heiðarleg vísindaskáldsaga á Íslandi,“ segir Davíð Þór Jónsson. Hann hefur sent frá sér vísindaskáldsöguna Orrustan um Fold. Hún gerist á tunglinu Fold þar sem lítil nýlenda manna hefur skotið rótum. Þegar undarlegar verur taka að herja á íbúana reynir á styrk þjóðarinnar. „Það kom tímabil í sumar þar sem ég bjó einn úti á landi og hafði ekkert að gera á kvöldin og um helgar nema að spila tölvuleiki eða horfa á sumardagskrána í Ríkissjónvarpinu,“ segir Davíð Þór um tilurð bókarinnar. „Það hafði blundað í mér löngun til að spreyta mig á skáld- sögunni og ég ákvað að skrifa vísindaskáld- sögu, bæði af því að ég hef gaman af svoleiðis bókum og svo er enginn að skrifa þannig bækur á Íslandi. Þetta er alvöru bókmenntategund sem íslenskir útgefendur hafa ekki tekið alvarlega.“ Þegar Davíð Þór kynnti bókina fyrir íslensk- um bókaforlögum fékk hann dræmar undir- tektir. „Mér leið eins og þegar menn voru að skrifa glæpasögur fyrir tuttugu árum. Menn höfðu enga trú á þeim.“ Á endanum var það Helgi Jónsson hjá Tindi á Akureyri sem ákvað að gefa hana út. „Hann er hugrakkur og fram- sýnn útgefandi, ekki eins og vondu kapítalist- arnir fyrir sunnan.“ Davíð Þór, sem er fluttur til Þýskalands þar sem konan hans býr, hafði mjög gaman af skrif- unum og langar að halda þeim áfram. „Þetta er eiginlega bókin sem mig langaði til að lesa eftir íslenskan rithöfund. Fyrst enginn var að skrifa hana ákvað ég að skrifa hana sjálfur.“ - fb Samdi einlæga vísindaskáldsögu ALVÖRU BÓKMENNTATEGUND Davíð Þór Jónsson segir vísindaskáldsöguna vera alvöru bókmenntateg- und sem útgefendur taka ekki alvarlega. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Leikarinn Benjamin Walker, sem síðast lék titilhlutverkið í kvik- myndinni Abraham Lincoln: Vamp- ire Hunter og einnig í Flags of Our Fathers í leikstjórn Clint Eastwood, fer með aðalhlutverkið í prufuþætti The Missionary í leikstjórn Balt- asars Kormáks. Þátturinn verður brátt sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO, en erlendar sjónvarpsstöðv- ar eru vanar að sýna svonefnda „pilot“-þætti til að kanna áhorf áður en ráðist er í að framleiða heila þáttaröð. The Missionary gerist í Berl- ín á sjötta áratug síðustu aldar og segir frá bandarískum trúboða sem aðstoðar unga konu við að undirbúa flótta frá Austur-Þýskalandi. Þátt- unum er lýst sem njósnasögu með dramatísku ívafi. Handritshöfund- ur sjónvarpsþáttanna er Charles Randolph en hann skrifaði meðal annars handritið að kvikmyndinni Love and Other Drugs. Mark Wahlberg verður einn fram- leiðenda. Baltasar leikstýrði Wal- hberg í kvikmyndunum Contraband og 2 Guns og hefur samstarf þeirra verið farsælt hingað til. - sm Walker í The Missionary AÐALHLUTVERK Benjamin Walker verður í aðalhlutverki þáttanna The Missionary ef af framleiðslu þeirra verður. NORDICPHOTOS/AFP Miðasala hafin á midi.is Nánari upplýsingar á tiufingur.is SÝNINGAR Í NORRÆNA HÚSINU Í NÓVEMBER OG DESEMBER 2012 E.B. Fbl J.V.J. DV Fös. 9. nóv. kl. 17.00 Lau. 10. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Sun. 11. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Lau. 24. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Sun. 25. nóv. kl. 14.00 / 16.00 Lau. 1. des. kl. 14.00 / 16.00 Sun. 2. des. kl. 14.00 / 16.00 Ath. aðeins þessar 3 sýningarhelgar! Ö Ö Ö „Skrímslið litla systir mín er ein magnaðasta leiksýning sem ég hef séð.“ I.G. Mbl BARNALEIKSÝNING ÁRSINS 2012 9. . : Ö . : U :00 U . : U :00 Ö v. : Ö / 16:00 . : Ö / 16:00 1. . : 6:00 2. . : 6:00 „Ég saknaði íþróttarinnar og lang- aði að byrja aftur. Þetta er þriðji veturinn minn hjá Æsi núna,“ segir Valgerður Guðsteinsdóttir sem hlaut gullverðlaun í sínum þyngdarflokki á ACBC-hnefaleika- mótinu sem var haldið í Gautaborg um síðustu helgi. Valgerður hafði æft íþrótt- ina í svolítinn tíma á unglingsár- um sínum og ákvað fyrir þremur árum að hefja æfingar að nýju. Hún æfir allt að sex sinnum í viku með sérstökum keppnishópi hjá Hnefaleikastöðinni og var þetta hennar fyrsta alþjóðlega mót. Val- gerður keppti í 57 til 60 kílóa seni- or-flokki og mætti tveimur and- stæðingum sem höfðu háð færri en sex bardaga líkt og hún sjálf. „Sú fyrri sem ég keppti á móti var sænsk, en ég er ekki viss hvað- an seinni andstæðingurinn var. Ég mætti bara þeim sem ég átti að mæta og hugsaði ekki meira út í það. Ég vildi gera mitt besta og fannst skipta mestu máli að vera með góða tækni og sýna fallegt box. Ég var ekki að reyna að rota VALGERÐUR GUÐSTEINSDÓTTIR: ÉG VILDI GERA MITT BESTA Kom heim með gull af al- þjóðlegu hnefaleikamóti FÉKK GULLIÐ Valgerður Guðsteinsdóttir hlaut gullverðlaun í sínum flokki á alþjóðlegu hnefaleikamóti sem fór fram síðustu helgi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ ACBC-mótið er næststærsta hnefaleikamót í heimi. Skammstöf- unin stendur fyrir Angered Centrum Box Cup. ■ Fyrsta ACBC-mótið fór fram árið 1987 og því var það haldið í 25. sinn nú í ár. ■ Um sex hundruð manns kepptu á mótinu í ár, þar af 25 Íslendingar. ■ Keppendur eru á aldrinum 10 til 35 ára. NÆST STÆRSTA MÓT HEIMS andstæðinginn í fyrsta höggi.“ Þegar hún er spurð nánar út í tæknilegu hlið íþróttarinnar segir hún: „Tæknin felst í því hvern- ig þú notar líkamann í höggin. Hreyfanleiki er líka mjög mikil- vægur. Ég lærði grunninn minn hjá þjálfara frá Kúbu og hann lagði mikla áherslu á hreyfan- leika. Vilhjálmur Hernandez þjálfar mig núna og hann hefur bætt miklu við þekkingu mína og tækni.“ Að hennar sögn eru þær fáar konurnar sem keppa í hnefaleik- um hér á landi og því getur verið erfitt að finna andstæðing til að keppa á móti. „Það er eitt og hálft ár síðan ég keppti síðast því það eru bæði fáar konur sem keppa og langt á milli móta. Það var eitt mót vikuna áður en við fórum út, en þá var engin til að keppa á móti mér. Íþróttin hefur þó orðið vin- sælli upp á síðkastið og það hafa komið fram margir nýir og efni- legir einstaklingar,“ segir Val- gerður að lokum. - sara@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.