Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 21
OFNBAKAÐAR KJÚKLINGABRINGUR MEÐ TRÖNUBERJUM
OG BAUNAMAUKI fyrir 4 að hætti Rikku
2 msk smjör
1 1/2 tsk þurrkað timjan
1 tsk þurrkað rósmarín
1/2 tsk salt
1/2 tsk nýmalaður pipar
4 kjúklingabringur
1 laukur, sneiddur
1 tsk þurrkuð salvía
500 ml kjúklingasoð
200 g frosin trönuber
50 g sykur
1 tsk kartöflumjöl
1 msk vatn
Hitið ofninn í 180°C. Blandið saman
matskeið af smjöri ásamt timjan, rósmarín
salti og pipar. Þerrið kjúklingabringurnar
og leggið í eldfast mót. Smyrjið
smjörblöndunni ofan á þær og bakið
í 25-30 mínútur. Bræðið afganginn af
smjörinu á meðalheitri pönnu og brúnið
laukinn (5-7 mínútur). Stráið salvíunni yfir
laukinn og steikið áfram í mínútu, hellið þá
kjúklingasoðinu saman við og sjóðið niður
um þriðjung (10-15mínútur). Sigtið laukinn frá
og hellið soðinu aftur á pönnuna.
Bætið trönuberjunum og sykrinum út á
pönnuna og látið malla í 3-4 mínútur. Hrærið
kartöflumjöl og vatni saman, hellið saman
við soðið og hitið upp að suðu. Lækkið þá
hitann aftur og látið malla í 1-2 mínútur.
Berið sósuna fram með kjúklingnum og
baunamaukinu.
CANNELLINI BAUNAMAUK
1 msk ólífuolía
2 hvítlauksrif, pressuð
1 msk þurrkuð salvía
2 dósir Cannellini baunir
200 ml vatn
sjávarsalt og nýmalaður pipar
Steikið hvítlaukinn og salvíuna
upp úr olíunni í potti við
meðalhita. Skolið baunirnar
og sigtið og hellið út í pottinn
ásamt vatninu. Látið malla í 10
mínútur. Hellið öllu saman í
matvinnsluvél og kryddið með
salti og pipar. Gott er að setja
örlítið af góðri ólífuolíu saman
við tilbúið maukið.
FERSKT ÍTALSKT
GÆÐAPASTA MEÐ
FYLLINGU
Inniheldur sérvalið durum hveiti,
ræktað í Toskana, 8 „free range“
egg (egg frá frjálsum hænum)
í hverju kílói af hveitinu. Ekkert
viðbætt vatn og engin litarefni.
Þetta eru innihaldsefnin sem
gera Ricette d´Autore að besta
pasta Ítala.
RICETTE
D‘AUTORE
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
afsláttur á kassa
Hagkaup hefur ákveðið að leggja
þeim bændum lið sem hvað verst
urðu úti í hamförunum fyrr í haust.
Nú um helgina munu 200kr af
hverju seldu kílói af Íslandslamb
lambakjöti renna óskipt til
styrktar þessum bændum. Átakið
er í samvinnu við Landssamtök
sauðfjárbænda. Leggðu þitt af
mörkum um helgina.