Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 12
9. nóvember 2012 FÖSTUDAGUR12 Þaru að innleiða Með því að taka í notkun örgjörvaposa sem snúa að viðskiptavinum og tengja þá við afgreiðslukerfið frá Advania takmarkar fyrirtækið rekstrar- áhæu tengda kortaviðskiptum. Advania á tilbúnar posalausnir og aðstoðar við innleiðingu á örgjörvaposum. Nánari upplýsingar á www.advania.is/pinnid eða í síma 440 9428. örgjörvaposa? Styrkt umgjörð tölvunnar hentar vel fólki á ferðinni. Listaverð 239.990 kr. stk. 1-9 tölvur 159.900 kr. stk. 10+ tölvur 149.900 kr. stk. DELL Latitude E5430 Öflugur vinnuhestur á góðu verði Nánari upplýsingar á www.advania.is/kynningarverd í síma 440 9010 eða í tölvupósti sala@advania.is Öll verð eru með vsk. Tilboðið gildir á meðan birgðir endast. Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 13. nóvember næstkomandi, kl. 17.00 á Stórhöfða 31, gengið inn Grafarvogsmeginn. MATVÍS félagar FIMM ÚTVARPS- STÖÐVAR Í BEINNI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag FRÉTTASKÝRING Hvernig miðar fjárfestingaáætlun ríkisstjórnarinnar? Katrín Júlíusdóttir fjármálaráð- herra tilkynnti í gær hvernig fjár- festingum ríkisstjórnarinnar yrði háttað á næsta ári. Fjárfestinga- áætlun fyrir Ísland 2013 til 2015 var kynnt í maí. Samkvæmt henni átti að fjárfesta fyrir 16,4 milljarða árið 2013, en þeir verða 10,3. Á fjárlög- um er gert ráð fyrir 4,2 millj- örðum í fjár- festingar, en sú upphæð kemur í gegnum veiði- gjald. Á fundinum í gær kynnti Katrín áætlanir um fjárfestingar fyrir rúmlega sex milljarða króna sem fá viðbótarframlag á fjárlög- um. Með því á að skapa störf, efla fjárfestingu og vaxandi atvinnu- greinar. „Þessi nýju verkefni koma til viðbótar fjármagni til samgöngu- bóta, nýsköpunar- og rannsókna- sjóða og sóknaráætlana landshluta sem veitt var í fjárfestingaáætlun í fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi og fjármagnað var með tekjum af veiðigjöldum. Alls verður því yfir tíu milljörðum króna varið til verkefna á árinu 2013, í sam- ræmi við fjárfestingaáætlun fyrir Ísland,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. Þetta er reyndar ekki alveg í samræmi við áætlunina, því eins 1.640 milljónir í Land- eyjahöfn og fangelsi Veiðigjald, leigutekjur og arðgreiðslur standa undir rúmlega 10 milljarða fjár- festingu á næsta ári. Það er sex milljörðum lægra en gert hafði verið ráð fyrir. Lækkun um 6 milljarða frá kynningu áætlunar* Upphafleg áætlun Framlög Fjármögnuð m/veiðigjaldi og leigutekjum 5.700 4.200 Samgönguframkvæmdir 2.500 2.500 Rannsóknar- og tækniþróunarsjóður 2.000 1.300 Sóknaráætlun landshluta 1.200 400** Fjármagnað með arði og eignasölu (nýjar frkv.) 10.695 6.130 Fasteignir 7.057 3.430 Fangelsi 1.000 1.000 Hús íslenskra fræða 800 800 Herjólfur/Landeyjahöfn 1.000 640 Náttúruminjasafn/sýning 500 500 Þekkingarsetur á Kirkjubæjarklaustri 0 290 Húsverndarsjóður 200 200 Háskólinn á Akureyri 57 0 Húsafriðunarsjóður 200 0 Leiguíbúðir, framlag í eigið fé Íbúðalánasjóðs 2.000 0 Græna hagkerfið 1.950 1.030 Grænn fjárfestingasjóður 1.000 500 Græna hagkerfið og grænkun fyrirtækja 500 280 Græn skref og vistvæn innkaup 200 50 Orkuskipti í skipum 200 50 Skapandi greinar 938 920 Kvikmyndasjóður 488 470 Verkefnasjóðir skapandi greina 250 250 Netríkið Ísland 200 200 Ferðaþjónusta 750 750 Uppbygging ferðamannastaða 500 500 Innviðir friðlýstra svæða 250 250 Samtals fjármagnað m/veiðigjaldi, leigutekjum, arði og eignasölu: 16.395 10.330 *Í milljónum króna **Gert var ráð fyrir að sóknaráætlanir yrðu fjármagnaðar af leigutekjum aflaheimilda á kvótaþingi. Frumvarp um breytt fiskveiðistjórnunarkerfi hefur ekki verið afgreitt. LANDEYJAHÖFN Stjórnvöld munu fjárfesta í Landeyjahöfn og Herjólfi fyrir 640 milljónir króna árið 2013. Upphaflega var gert ráð fyrir einum milljarði. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR og Fréttablaðið greindi frá í gær er upphæðin umtalsvert lægri en gert var ráð fyrir þar. Raunar er hún enn lægri en blaðið greindi frá, því það sem verður fjármagn- að með arði og eignasölu nemur 6,1 milljarði, en ekki 6,2. Þá er heildarupphæðin ekki 10,7 millj- arðar, líkt og blaðið greindi frá, heldur 10,3 milljarðar. Fjármögnun verkefnanna er tvíþætt; annars vegar stendur veiðileyfagjald undir verkefnum á sviði samgangna og rannsókn- ar/þróunar og hins vegar stendur arður og eignasala undir eflingu vaxtagreina. Ekki verða settir tveir milljarð- ar í fjármögnun Íbúðalánasjóðs vegna leiguíbúða. „Málefni Íbúða- lánasjóðs og þörf fyrir aukið eigið fé eru til sérstakrar skoðunar og verður horft til uppbyggingar leiguíbúða í því samhengi,“ segir í tilkynningu frá fjármálaráðu- neytinu. kolbeinn@frettabladid.is MOTTA Á CAMERON Í tilefni af mottu- nóvember, sem haldinn er víða um heim, var sett yfirvararskegg á vaxmynd af David Cameron, forsætis- ráðherra Bretlands, á safni Madame Tussauds í London. NORDICPHOTOS/AFP NÝJA-SJÁLAND, AP Vísindamenn hafa komist að því að tveir hvalir, sem rak á strönd við Nýja-Sjáland á gamlárskvöld árið 2010, hafi verið af einni fágætustu hvalategund heims. Í fyrstu var talið að hvalirn- ir, fimm metra langt kvendýr og þriggja metra langur kálfur henn- ar, væru af annarri tegund and- arnefja, sem algeng er í Suður- höfum. Þeir voru því urðaðir við fyrsta tækifæri. Það var ekki fyrr en sýni, sem tekin höfðu verið úr þeim, höfðu verið rannsökuð af vísindamönn- um sem í ljós kom að þarna hefði verið blaðtennt andarnefja á ferð- inni, en sú hvalategund hefur aldrei sést á lífi. Tvisvar áður hafa fundist beina- grindur af þessari hvalategund, en sáralítið er vitað um lifnaðarhætti hennar annað en að hún hefst við á miklu dýpi í Suður-Kyrrahafi og nærist einkum á smokkfiski. „Þetta er býsna stórkostlegt,“ segir Ewan Fordyce, prófessor við Otago-háskólann á Nýja-Sjá- landi. „Fáar, ef nokkrar, tegundir spendýra á jörðunni eru fágætari en þessi.“ Eftir að rannsóknir á sýnun- um höfðu leitt í ljós sannleikann, fóru vísindamenn á staðinn til að grafa upp leifar dýranna. Frekari rannsóknir hafa síðan staðfest að þarna er þessi fágæta hvaltegund á ferðinni. - gb Vísindamenn hafa rannsakað tvo hvali sem rak á land við Nýja-Sjáland árið 2010: Einn fágætasti hvalur heims sást í fyrsta sinn HVALREKI Á NÝJA-SJÁLANDI Árið 2010 áttuðu menn sig ekki á að þarna væri komin ein fágætasta hvalategund heims. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.