Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 09.11.2012, Blaðsíða 30
4 • LÍFIÐ 9. NÓVEMBER 2012 10.00  Þar sem ég er B mínus týpan vakna ég upp úr klukkan tíu. Ég vakna alls ekki við klukku því þá fá frumurnar mínar, þessi 70 billjón stykki, sjokk. Síðan fer ég yfir drauma næturinnar því draumarnir eru oft að vara mann við næstu dögum. 10.30  Set músík á og dansa morgundansinn. Spila hressandi tónlist sem kemur mér í stuð eins og til dæmis fótboltalagið Gerum okkar gerum okkar besta og Simply the best með Tinu. Ég syng með hástöfum – það kemur mér í gírinn. Ég er ekkert sérstaklega svöng á morgnana en elska pipar- kökur þessa dagana. Það má þegar maður er fullorðinn, er það ekki? 11.00  Klukkan ellefu byrj-ar símatíminn. Það er verið að panta fyrirlestra, skemmt- anir eða biðja um ráð. Það eru svo margir sem eiga um sárt að binda og þurfa að spjalla við Siggu sína. Svo fer ég með Sigrúnu, sætu dótt- ur minni, á Gló í Hafnarfirði og fæ mér alltaf hráfæði, það er ávana- bindandi. Þetta er gott yin/yang. Ég byrja á óhollu og fæ mér svo hollt. 13.00  Ég fer síðan með rosalega fallegt fjólu- blátt efni sem ég keypti í gær í Tvill til Láru vinkonu sem hannar undir nafninu Lögbrot. Hún er snillingur en hún mælir og saumar draumadress- ið á mig fyrir föstudag því þá er ég skartgripamódel fyrir Inga í SiGN. Sýningin er á Hótel Natura Reykja- vík. Þessi kjóll verður líka notað- ur á sunnudaginn í Eymundsson á Skólavörðustíg klukkan 17.30 en þar verður útgáfupartí á nýju bókinni minni, TÖFRAÐU FRAM LÍFIÐ, sem var að detta í búðir í dag. Bókin er sjálfstætt framhald af bókinni ORÐ ERU ÁLÖG. Amen fyrir því. 17.00  Gómsætur hryggur eldaður í nýja ofnin- um mínum. Það er gaman að hafa hrygg á virkum dögum, það má! 20.00  Öll fjölskyldan saman. Ég, Pétur og Guðbjörn, synir mínir, og dóttir mín Sigrún. Það er mikið hlegið og haft gaman. 24.00  Ég fer seint að sofa, prjóna morgundag- inn í huganum og sendi þakklæti út í alheiminn og býð veröldinni góða nótt. Annasamur dagur hjá Siggu Kling Sindri Sindrason bankar upp á hjá Agli Ólafssyni tónlistarmanni, sem býr í fallegu, gömlu húsi í miðbæ Reykjavíkur, í sjónvarpsþættinum Heimsókn sem er á dagskrá Stöðv- ar 2 annað kvöld strax að loknum kvöldfréttum. Fjölskylda Egils flutti í húsið fyrir rúmum þrjátíu árum en þá átti að rífa það enda talið ónýtt. Sem betur fer var það ekki gert enda meðal fallegustu húsa í bænum. EGILL ÓLAFS HEIMSÓTTUR Inni í þessu herbergi er Egill öllum stundum og þarna verður tónlistin til. Flest húsgögn í húsinu eru erfðagripir frá foreldrum bæði Egils og Tinnu. Á morgun er 10.11.12 10+11+12=33% afsl af öllum vörum í dag og morgun Áður 24.990 nú 16.740 Mussur áður 16.990 nú 11.380 Kjóll áður 24.990 nú 16.740 Mussa áður 14.990 nú 9.990
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.