Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 44

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 44
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| HELGIN | 44 Dagur íslenskrar tungu var haldinn hátíðlegur í gær og af því tilefni var rætt við tónlistarmenn úr fjórum vinsælum hljómsveitum sem annaðhvort syngja á íslensku eða ensku. Eins og gefur að skilja eru ástæðurnar mismunandi fyrir ólíkri textagerðinni. SUNGIÐ Á ÍSLENSKU Freyr Bjarnason freyr@frettabladid.is ÁSGEIR TRAUSTI Einar Georg Einarsson, faðir Ás- geirs Trausta, semur nánast alla textana á hinni vinsælu plötu Dýrð í dauðaþögn. Upphaflega stóð ekki til að Einar Georg myndi semja textana. „Allt sem ég samdi fyrir þessa plötu fyrst var samið á bull-ensku sem „meikaði engan sens“. Ég ætlaði að hafa þetta á ensku en svo fór ég upp í Hljóðrita og við Kiddi í Hjálmum vorum að spá í þetta saman. Honum datt í hug að fá pabba til að semja texta fyrir lagið Sumargest. Hann gerði það bara á einum degi, við prófuðum það og okkur fannst það hljóma vel,“ segir Ásgeir Trausti, sem telur auðveldara að ná til Íslendinga með íslenskum textum. Bandaríski tónlistarmaðurinn John Grant er um þessar mundir að semja enska texta við lögin með erlenda útgáfu í huga. „Ef maður ætlar með þetta út sé ég ekkert á móti því að búa til nýja enska texta,“ segir hann og er afar ánægður með samstarfið við Grant. „Hann er náttúrulega bara snillingur, þannig að þetta er allt í góðum höndum.“ Fuglinn minn úr fjarska ber fögnuð vorsins handa mér. Yfir höfin ægi-breið ævinlega flýgur rétta leið. Tyllir sér á græna grein gott að hvíla lúin bein ómar söngur hjartahlýr hlusta ég á lífsins ævintýr. Úr laginu Sumargestur af Dýrð í dauðaþögn. MOSES HIGHTOWER Steingrímur Karl Teague segir það aldrei hafa komið til greina að syngja á ensku. Hljómsveitin vildi komast hjá því að hljóma eins og hún væri undir útlenskum áhrifum og vildi íslenskan vinkil á tónlistina sína. „Ís- lenskan hljómar öðruvísi, frasarnir verða öðruvísi og maður syngur öðruvísi,“ segir Steingrímur Karl. Hann er hálf-amerískur, starfar sem þýðandi og býr hér á landi á meðan hinn for- sprakki sveitarinnar, Andri Ólafsson, býr erlendis. „Andri er mikill íslenskumaður. Ég vinn við að skrifa á ensku allan daginn og hef enga sérstaka þörf fyrir það utan vinnunnar.“ Aðspurður segir hann erfitt að semja góða íslenska texta. „Ég fór til hans [Andra] í Amsterdam og ég held að við höfum skrifað þrjátíu blaðsíðna skjal sem endaði kannski sem einn texti. Það er voða mikið verið að mjólka blóð úr steini af því að íslenskan er einhvern veginn þannig að maður er miklu hræddari um að vera alveg glataður.“ Dagurinn í duftið laut og draumurinn um skrifað blað Bragarsmíð er bannsett þraut bölva mátt þér upp á það. Setningarnar sitt á hvað synda um á tundri og tjá Það er margt satt ósatt enn og margt á manninn lagt, ójá. Úr laginu Margt er á manninn lagt af plötunni Önnur Mósebók Jón Ragnar Jónsson stund- aði háskólanám í Boston og það hafði áhrif á enska textagerð hans. „Einhvern tímann samdi ég óvart lag á ensku og í framhaldi af því samdi ég nokkur í viðbót. Þegar ég söng þau í Boston fyrir fólkið, var það í miklu stuði og þá ákvað ég að semja áfram á ensku,“ segir Jón, sem telur sína tónlist flæða betur á því tungumáli. „Mér finnst auðvelt að semja á ensku. Ég er ekkert með orðabókina á lofti endalaust að finna einhver „kúl“ orð, af því að ég tala hana ágætlega.“ Hann útilokar ekki að semja texta á íslensku en telur að þá þurfi hann að vanda enn betur til verka en í enskunni. „Ég er engu að síður stoltur af því að hafa verið harður að gera þetta á ensku því menn spurðu mikið: „Af hverju ertu ekki að gera þetta á íslensku?“ Ég er meiri melódíumaður en textamaður og þess vegna fannst mér allt í lagi að gera þetta á ensku.“ Jón gerði á dögunum útgáfusamning við stórfyrirtækið Sony. Hann viðurkennir að ensku textarnir hafi hjálpað þar til. „Þeir skilja allavega textana. Þeir sögðu mér það bræðurnir Bryant Reid og L.A. Reid að þeir ættu báðir afmæli í júní, þannig að þeir tengdu mikið við Sunny Day In June.“ I remember you and me On a sunny day in June We were sitting in a tree And the sun was sitting too Úr laginu Sunny Day In June af plötunni Wait For Fate. Texti eft ir Jón og Friðrik Dór. JÓN JÓNSSON RETRO STEFSON Unnsteinn Manuel Stefánsson er aðal- textahöfundur Retro Stefson. Aðspurður hversu miklu máli textarnir skipta í tón- list hljómsveitarinnar segir hann: „Til að byrja með skiptu þeir engu máli. Röddin var meira eins og hvert annað hljóðfæri. Síðan eldist maður og fer að finna fyrir lífinu og vill tjá sig með söngnum.“ Textar Retro Stefson voru fyrst á ís- lensku en eru núna að mestu á ensku. Af hverju ætli það sé? „Einfaldlega vegna þess að við vildum höfða til breiðari hlustendahóps. En í framtíðinni held ég að leiðin verði frekar sú að semja á íslensku og þýða svo seinna,“ segir Unnu- steinn Manuel. Er erfiðara að semja á öðru hvoru tungumálinu? „Að vissu leyti er erfiðara að skrifa á íslensku vegna þess að helstu áhrifavaldar manns syngja á ensku. En það er að breytast.“ ;;We can walk our fox together? -You know I don’t like pets don’t bother Your tattoo of the catching feather? -Is part of your imagination ;; Hvín storma vindar dreyma. Gloria! Victoria Falls. Úr laginu Qween af Retro Stefson. Skátahreyfingin hefur um árabil selt sígræn eðaltré í hæsta gæðaflokki og prýða þau þúsundir heimila og fyrirtækja. Sígrænu jólatrén eru seld í Skátamiðstöðinni Hraunbæ 123 í Reykjavík, s: 550 9800 og á skátavefnum: www.skatar.is Frábærir eiginleikar: -eðaltré ár eftir ár!Sígræna jólatréð 10 ára ábyrgð 12 stærðir (90-500 cm) Stálfótur fylgir Ekkert barr að ryksuga Veldur ekki ofnæmi Eldtraust Þarf ekki að vökva Íslenskar leiðbeiningar Við gróðursetjum lifandi tré í skógrækt skáta að Úlfljótsvatni fyrir hvert Sígrænt jólatré sem keypt er. Þú prýðir híbýli þín með Sígrænu jólatré og stuðlar að skógrækt um leið!
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.