Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 102

Fréttablaðið - 17.11.2012, Page 102
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 Djöflaterta og mjólk-urglas – fullkomin samsetning! Upp-skriftir að svona klassískri köku eru alveg óteljandi og svipað og með lasanja á Ítalíu, þar sem hver fjölskylda á sér sína uppskrift sem oft og tíðum er haldið leyndri, þá ætlum við ekki að gera það. Hér er komin okkar uppáhalds djöflaterta sem að okkar mati er algjörlega sér á báti. Uppskriftin er ekk- ert leyndarmál, því hana á ein af skemmtilegri sjónvarpskokkum sem sjást á skjánum, Ina Garten sem kemur fram undir nafn- inu Barefoot Contessa. Kakan er draumi líkust og við erum á því að hlutföllin í henni séu full- komin. Þess vegna viljum við ekki breyta bollamálum sem eru í upprunalegu uppskriftinni yfir í grömm eða desilítra. Annars er það um djöflatertu að segja að hún er mjúk, loft- kennd súkkulaðilagkaka sem á uppruna sinn í Norður-Ameríku en vitað er af fyrstu djöflatertu- uppskriftinni árið 1905. Það sem einkennir djöflatertu umfram súkkulaðiköku er að í botnana fer kakó en ekki brætt súkkulaði og kaffi eða heitt vatn í staðinn fyrir kalda mjólk. Það sem aðgreinir djöflatertu einnig frá súkkulaði- köku er að í hana er notað meira af lyftiefnum, sem gerir hana léttari og svampkenndari. Vitað er að í upprunalegum uppskriftum að djöflatertu var notuð rifin rauðrófa, álíka og gulrætur eru notaðar í gulrótar- köku. Við það varð kakan mýkri, blautari og jafnframt sætari – sem sagt ríkari að bragðgæðum og fékk á sig þennan dökka lit. Þaðan er nafnið komið en djöfla- tertan hefur alltaf verið álitin andstæðan við hvítu svampbotn- ana sem ganga á ensku undir nafninu englakaka, angel food cake. Dökki liturinn kallaði á það að kakan væri því kölluð djöfla- kaka eða devil’s food cake. Botnar 1 ¾ bolli hveiti 2 bollar sykur ¾ bolli kakó 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. natron 1 tsk. salt 1 bolli mjólk eða rjómi ½ b. olía, t.d. repju-, hnetu- eða isio-olía 2 egg 1 tsk vanilludropar 1 bolli heitt kaffi Hitið ofn í 180 gráður. Setjið öll þurrefnin í hrærivélarskál, hrærið saman á lægstu stillingu og látið þau blandast vel. Bætið þá mjólk eða rjóma, olíu, eggjum, van- illudropum og kaffi saman við og hrærið vel en varlega því blandan er frekar þunn. Hellið í tvö smurð bökunarform, kakan fer best í 23 cm formi því þá ná botnarnir meiri þykkt og kakan er veglegri og reisulegri að bera fram. Setjið í ofn og bakið í 25-35 mínútur. Stingið í botnana með kökuprjóni eftir 25 mínútur og athugið hvort hann kemur hreinn út. Ef svo er þá eru botnarnir bakaðir. Gætið að því að baka þá ekki of mikið, þá verða þeir þurrari en þeir eiga að vera. Kælið áður en kremið fer á þá. Krem 160 g suðusúkkulaði 225 g mjúkt smjör 1 eggjarauða 1 tsk. vanilludropar 1 ¼ bolli flórsykur 1 tsk. kaffiduft 2 tsk. heitt vatn Bræðið súkkulaðið og kælið án þess að það taki að harna. Hrærið það þá saman við mjúkt smjörið, í um 3 mínútur. Setjið eggjarauðuna saman við og hrærið áfram þar til súkkulaði- blandan er glansandi og kekkjalaus. Bætið vanilludropum og flórsykri út í og hrærið rólega. Látið kaffiduftið leysast upp í heitu vatninu og hellið varlega saman við kremið. Hrærið áfram þar til kremið er mjúkt og létt. Smyrjið kremi ofan á annan botninn, leggið þá hinn þar ofan á. Smyrjið kökuna vandlega með kreminu, topp og hliðar. Mörgum þykir betra að kæla súkkulaðiköku eins og þessa áður en hún er borin fram. Það er al- farið ykkar ákvörðun því hún er alltaf jafn góð. Berið fram með þeyttum rjóma, ís, mascarpone-kremi, grískri jógúrt, ávöxtum, berjum … eða bara eina og sér. Hún stendur fyllilega undir því. ● ● ● Kremið sem gefið er upp á kökuna er aðeins meira sparikrem en maður nennir kannski alltaf að gera! Hér er uppskrift að ekta djöflatertusmjörkremi sem móðir/ tengdamóðir okkar gerir alltaf á sína útgáfu. Fljótlegt en ótrúlega gott og hægt að nota á marga vegu, sbr. á bollakökur. Djöflatertukrem Guðrúnar 2 ½ bolli flórsykur ½ bolli kakó ½ tsk. salt 6 msk. mjúkt smjör 1 msk. kalt kaffi 1 tsk. vanilludropar 5 msk. rjómi Hrærið saman þurrefnin í hrærivél eða með þeytara og látið þau blandast vel. Bætið smjörinu, kalda kaffinu og vanilludropunum saman við, hrærið aðeins og bætið þá rjóm- anum út í. Rjóminn mýkir kremið og notið meira af honum ef kremið er stíft og óþarflega óþjált. Hrærið kremið þar til það er mjúkt og fallegt áferðar. Smyrjið á kökuna og sigtið flórsykri, kakói, súkkulaðispæni eða kókos yfir upp á gamla mátann. Berið fram. Kakan og kremið Djöflatertan góða Ef fólk væri beðið um að nefna eina uppáhaldsköku sem það ætti sér, er ekki ólíklegt að það myndi nefna djöflatertu. Djöflatertan gengur undir ýmsum nöfnum en það er eitthvað við svona einfalda köku sem kallar fram minningar sem flestir vilja halda í. Halla Bára Gestsdóttir Gunnar Sverrisson homeanddelicious.com ➜ ...hún er mjúk, loftkennd súkkulaðilagkaka sem á uppruna sinn í Norður-Ameríku en vitað er af fyrstu djöflatertuupp- skriftinni árið 1905. Það sem einkennir djöflatertu umfram súkk- ulaðiköku er að í botnana fer kakó en ekki brætt súkkulaði og kaffi eða heitt vatn í staðinn fyrir kalda mjólk. Það sem aðgreinir djöflatertu einnig frá súkkulaðiköku er að í hana er notað meira af lyftiefnum, sem gerir hana léttari og svampkenndari. Skiðadeild Víkings stendur fyrir árlegum Skíðamarkaði með notaðan skíðabúnað sunnudaginn 18. nóvember milli kl. 11 og 14. Markaðurinn verður í Víkinni, íþróttahúsi Víkings í Fossvogi. Markaðurinn er opinn öllum. Boðið verður til sölu skíðabúnaður, skíðafatnaður, skór og skautar. Fagleg ráðgjöf á staðnum. Allir eru hvattir til að taka rækilega til í geymslum og skúrum og koma með notaðan búnað til að selja á markaðnum, mikil eftirspurn er eftir notuðum búnaði. Tekið verður á móti búnaði til sölu í Víkinni á laugardeginum 17. nóvember milli kl. 9:30 og 11:30 og svo aftur milli 15:30 og 18:00 Markaðurinn er nú haldinn í 6. skiptið og hefur notið mikilla vinsælda meðal skíðaiðkenda í Reykjavík. Fjölmargir hafa eignast skíði á alla fjöl- skylduna á góðu verði og aðrir hafa losað um pláss í geymslum sínum. Kökubasar og heitt á könnunni. Skíðamarkaður Skíðadeildar Víkings Skíðamarkaðurinn hefur vakið mikla athygli, gríðaleg sala verið á búnaði og ma rgir k omið b únaði í v erð se m a nnars hefði rykfallið og svo hafa margir gert ótrúlega góð kaup. SKEMMTILEGIR KARAKTERAR OG SKRAUTLEGT LÍF Hugljúf og fyndin samtímasaga. En þó að hún fjalli um fólk í blokk í Reykjavík hér og nú fer hún víða í tíma og rúmi, jafnvel alla l eiðina aftur í Miklahvell ... ÞAÐ ERU ENGINN HÖFT Á VIÐSKIPTUNUM Á VÍSI FRÉTTIR VIÐSKIPTI SPORT UMRÆÐAN ÚTVARP LÍFIÐ SJÓNVARP - oft á dag
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.