Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 106

Fréttablaðið - 17.11.2012, Qupperneq 106
17. nóvember 2012 LAUGARDAGUR| MENNING | 74 Ég er svo heppin að ferðast mikið og víða og uppáhaldsborgin fer eiginlega eftir árstíma og erindi ferðarinnar. En ef ég er að fara að klára jólagjafainnkaup finnst mér Boston sú allra besta. Borgin er passlega stór og fólkið er yndislegt. Búðir Ef ég er að fara í stórinnkaup finnst mér best að fara í eitthvað af stóru „mollunum“. Til dæmis eru Galleria og Prudential Center frábær. Ef dagskráin er aðeins léttari finnst mér frábært að rölta um Newbury Street en þar er að finna flest af stóru merkjunum. Matur Ein af betri klúbbsamlokum og frönskum sem ég hef fengið er á stað sem heitir Cafeteria og er einmitt á Newbury Street. Einn af mínum uppáhaldsveitinga- stöðum er The Hillstone sem er rétt hjá sædýrasafninu í Boston. Þar ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi hvort sem það er sushi, sem ég mæli sérstaklega með, hamborgarar, salat eða steikur. Afþreying Mér finnst frábært að hlaupa eða ganga meðfram Back Bay sem liggur meðfram ánni sem rennur í gegnum Boston. Ég mæli með skoðunarferð um háskólasvæði Harvard og ef farið er að sumarlagi er ómissandi að fara í Duck tours, bíla- og bátaferð þar sem ekið er um borgina og siglt fram hjá áhugaverðum stöðum. Þá er mjög gaman að fara upp á Prudential Center- útsýnispallinn en þaðan er stórbrotið útsýni. SIGRÚN BENDER FLUGMAÐUR Jólagjafainnkaup best í Boston BOSTON JÓLABORGIN MÍN Ólafur Örn Ólafsson segir ýmis- legt hafa komið sér á óvart við tökur á Master Chef Ísland en hann er einn þriggja dómara í þáttunum. Ólafur segist ekki hafa þurft að hugsa sig lengi um áður en hann þekktist tilboðið um að ger- ast dómari í sjónvarpsþættinum. Hinir dómarar þáttarins eru sjón- varpskokkurinn Friðrika Hjördís Geirsdóttir og Eyþór Rúnarsson yfirkokkur á Nauthóli. „Ég hef það að leiðarljósi að prófa allt sem rekur á fjörur mínar, svo lengi sem það er áhugavert. Ég þurfti því ekki að hugsa mig lengi um þegar mér bauðst dómarastarfið. Ég var fyrst kallaður í prufur og var furðu lítið óstyrkur þó ég væri með átta myndavélar í andlitinu. Ég mætti bara og setti upp spari- brosið og gerði það sem ég þurfti að gera,“ segir Ólafur. Inntur eftir því hvort nokk- uð hafi komið honum á óvart við gerð sjónvarpsþáttanna viður- kennir Ólafur að flest hafi komið honum á óvart enda hafi hann aldrei starfað við sjónvarpsþátta- gerð áður. „Flest kom mér á óvart, ég hafði ekki einu sinni séð myndavél á krana áður. Það sem kom þó einna mest á óvart var hversu flottur og góður maturinn var sem fólk bar fram. Það voru nokkrir sem mættu með tilbúið hráefni og það var ekki vel séð. Það skilur hism- ið frá kjarnanum þegar fólk gerir allt frá grunni í stað þess að stytta sér leið með tilbúnu hráefni. Við dæmdum matinn út frá því hvern- ig hann var matreiddur, bragðinu og hvernig rétturinn var fram- reiddur. Ég hef starfað innan veitingabransans í tuttugu ár og hef því góða hugmynd um hvað virkar og hvað ekki.“ Ólafur hefur aðeins séð brot úr þáttunum og hlakkar mikið til að sjá fyrsta þáttinn sem verð- ur sýndur föstudaginn næsta. „Fjölskyldan ætlar að koma saman og horfa á fyrsta þáttinn. Þá kemur í ljós hvort ég þurfi að flytja úr landi,“ segir hann hlæj- andi og bætir við: „Ég hef fulla trú á að þetta verði flott. Það var mikið um dramatík í tökunum og raunverulega spennu.“ Aðspurður segist Ólafur boðinn og búinn að taka aftur að sér hlut- verk dómara verði önnur þáttaröð af Master Chef framleidd. „Ekki spurning. Þetta var stórgaman og ég mæli með þessu við alla. Ef einhver hefur samband við þig í framtíðinni og býður þér dóm- arasæti í raunveruleikaþætti, taktu því fagnandi,“ segir hann að lokum. sara@frettabladid.is Furðu lítið óstyrkur fyrir framan vélarnar Ólafur Örn Ólafsson þjónn er einn þriggja dómara í sjónvarpsþáttunum Master Chef Ísland sem hefj a göngu sína á Stöð 2 þann 23. nóvember. www.tskoli.is Spennandi tækifæri til náms Í Tækniskólanum finnur þú fjölbreyttar leiðir til starfsréttinda og stúdentsprófs. Kynntu þér fjölmörg tækifæri sem eru í boði á vefnum tskoli.is. Tækniskólinn er framsækinn, vaxandi, metnaðarfullur og spennandi skóli í nánum tengslum við atvinnulífið sem bíður eftir öflugu fólki. Nýttu þína hæfileika. Innritun dagskóla er á Menntagátt.is og lýkur 23. nóvember 2012.PIPA R\ TB W A • SÍ A • 12 33 38 TIL Í AÐ PRÓFA ALLT ÁHUGAVERT Ólafur þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar honum bauðst dómarastarf í matreiðsluþætti. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Við dæmdum matinn út frá því hvernig hann var matreiddur, bragðinu og hvernig rétturinn var framreiddur. Ég hef starfað innan veitinga- bransans í tuttugu ár og hef því góða hugmynd um hvað virkar og hvað ekki.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.