Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.12.2012, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 03.12.2012, Qupperneq 1
FRÉTTIR ELDVARNIR Í LAGINú eru aðventuljós í hverjum glugga. Það getur kviknað í aðventuljósi og því er rétt að nota ekki gömul ljós. Best er að slökkva ljósin á nóttunni. Hafið ávallt handhæg slökkvitæki við höndina. Gleði jólanna er fljót að hverfa verði eldur laus. ÞRÓUNARDEILDIN AÐ STÖRFUM Þeir Róbert Björn og Brynjar Örn prófa allt sem pabbi þeirra hannar og þannig er fundið út hverju þarf að breyta í hönnuninni.MYND/ÚR EINKASAFNI Þ etta eru módel-leikföng sem á að leika sér með en ekki setja upp í hillu. Það fannst mér alltaf svo leiðinlegt við plastmódelin í gamla daga sem maður setti saman, gamanið var svo stutt,“ segir Pálmi Einarsson iðnhönnuður sem hannar og framleiðir leikföng sem eigandinn setur saman sjálfur. „Formin eru útskorin og það eina sem þarf er trélím. Svo geta krakkarnir málað leikföngin, til dæmis með tré-litum, tússlitum eða akrýlmálningu og geta í raun málað þau aftur og aftur. Um leið og búið er að mála í nýjum litum er þetta aftur orðið nýtt dót.“Synir Pálma, þeir Róbert Björn sex ára og Brynjar Örn fjögurra ára, eru „þróunardeild“ fyrirtækisins eins og Pálmi kallar það en þeir prófa öll leik-föngin og finna út úr því hvað betur má fara. „Stundum sitja þeir með mér við tölvuna og koma með hugmyndir. Svo förum við upp í Kjós, í bústaðinn okkar þar, yfir helgi og setjum módelin sam- an. Svo mála þeir leikföngin og leika sér með þau og eftir nokkra daga kemur í ljós hvað þarf að laga, hvar þarf að þykkja eða stytta eða breyta. Þetta er nákvæmlega eins og þegar ég stýrði þróunardeildinni hjá Össuri, bara á aðeins minni skala,“ segir Pálmi.Hann segir að leikföng sem krakkarnir taka þátt í ð VERKSTÆÐI JÓLASVEINSINS ÍSLENSK LEIKFÖNG Vinnustofa Pálma Einarssonar minnir þessa dagana helst á verkstæði jólasveinsins en hann hannar og framleiðir leikföng. Synir hans tveir sjá um þróunarmálin og prufukeyra leikföngin. FASTEIGNIR.IS 3. DESEMBER 2012 46. TBL. H úsið var byggt um 1930 af Jens Eyjól ssyni bygging-armeistara fyrir Timbur- verslun Árna Jónssonar sem var með verslun á fyrstu hæð tré- smíðaverkstæði og lager á efri hæðum. Húsið var byggt á súlum og bitum og er búið sérstakl ga þykkum gólfplötum til að þola þungar trésmíðavélar. Í kringum 1955 hóf KRON starfsemi í hús- inu. Þegar núverandi eigandi keypti aðra hæðina um 2002 hafði Atson leðuriðja verið með starfs- Einstök íbúði í 101 Fasteignasalan Þingholt og Gylfi Þórisson kynna einstaka íbúð að Hverfisgötu 52 í Reykjavík. Eignin er samtals 223,7 fm og sérstaklega skemmtileg. Hún er búin þremur svefnherbergjum og mjög stóru alrými. Suðurlandsbraut 22 | Opið mán. – fös. frá kl. 9–17 | www.heimili.is Finnbogi Hilmarsson lögg. fasteignasali Stefán Már Stefánsson sölufulltrúi Ásdís Írena Sigurðardóttir skjalagerð Ruth Einarsdóttir sölufulltrúi Bogi Pétursson lögg.fasteignasali Gústaf Adolf Björnsson lögg. fasteignasali Finndu okkur á Facebook Erla Dröfn Magnúsdóttir lögfræðingur Elín Viðarsdó r Lögg. fasteignasali Logafold 53 elin@fasteignasalan is Sí i 6 Vegna mikillar sölu vantar eignir á skrá Einbýli 172,2 fm + 40,1 fm bílskúr Teiknað af Kjartani Sveinssyni 4 svefnherbergi, 2 baðherbergi Eignin er á einni hæð Sólpallur og óhindrað útsýni SKIPTI MÖGULEG Á MINNI EIGN Opið hús miðvikudag 05.12. kl. 17:00-17:30 51 m. MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012 Mánudagur 12 2 SÉRBLÖÐ Fólk | Fasteignir.is Sími: 512 5000 3. desember 2012 284. tölublað 12. árgangur Karlar duglegri að synda Karlar eru ötulli en konur að sækja sundlaugar Reykjavíkur. Konurnar taka hins vegar meiri þátt í foreldra- félögum. 2 Fimmtán verk tilnefnd Tíu rit- höfundar eru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna og fimm þýðendur til þýðingarverðlauna. 4 Minna eytt Tekjujöfnuður ríkis- sjóðs er 19 milljörðum króna betri en áætlað hafði verið það sem af er ári. Samt var 35 milljörðum meira eytt en áætlað var. 6 Í ríkisframkvæmd Bygging nýs Landspítala við Hringbraut verður í ríkisframkvæmd samkvæmt tillögu ráðherra. 8 SKOÐUN Til að íþróttir séu börnum hollar þurfa þær að vera leikur, skrifar Guðmundur Andri 13 MENNING Eyþór Ingi Gunnlaugsson fær að hita upp fyrir átrúnaðargoðin í Deep Purple. 30 SPORT Jakob Jóhann Sveinsson fer í heljarstökk á milli þess sem hann stingur sér í laugina. 24 DÓMSMÁL Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, er á meðal þeirra sem eru á vitnalista í svokölluðu Vafningsmáli sérstaks saksóknara. Aðalmeðferð í málinu hefst í dag og gert er ráð fyrir að hún taki að minnsta kosti þrjá daga. Alls eru um þrjátíu manns á lista yfir vitni í málinu. Ekki er útséð með að þau verði öll kölluð fyrir dóminn, en að því gefnu að Bjarni mæti verður það líklega annaðhvort á þriðjudag eða fimmtudag, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Tveir eru ákærðir í málinu, Lárus Weld- ing, fyrrverandi forstjóri Glitnis, og Guð- mundur Hjaltason, fyrrverandi yfirmaður fyrirtækjasviðs bankans. Þeir eru ákærð- ir fyrir umboðssvik með því að hafa lánað Milestone tíu milljarða í febrúar 2008, í gegnum félagið Vafning, gegn ófullnægjandi tryggingum, meðal annars til að tryggja að hlutabréf í Glitni féllu ekki í verði. Aðkoma Bjarna var sú að hann undirrit- aði veðsamning vegna lánsins frá Glitni til Vafnings, í umboði hluthafa félagsins. - sh Réttarhöld yfir Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni hefjast í dag: Bjarni á vitnalista í Vafningsmáli BJARNI BENEDIKTSSON Bolungarvík 1° NA 3 Akureyri 2° SA 8 Egilsstaðir 1° SA 11 Kirkjubæjarkl. 4° SA 6 Reykjavík 3° V 4 Strekkingur eða allhvasst norðaustan- og austanlands en hægari vindur annars staðar. Stöku él V-til, rigning suðaustanlands, annars úrkomulítið. 4 BRETLAND Samfélagsmiðlar eru teknir að hafa mikil áhrif í nútímasamfélagi en stúlkubarn eitt í Bretlandi var nýlega skírt Hashtag Jameson, að því er móðir barnsins til- kynnti á Facebook. Hashtag þekkja notendur þess- ara miðla sem Twitter-táknið #. Tvíkross litla, svo íslenskt heiti merkisins # sé notað, á samúð netverja, en fréttin hefur farið víða. Má lesa staðhæfingar eins og #hræðilegir foreldrar, #foreldr- arþínirhataþig og #heimskasta- nafnsögunnar á miðlinum sem blés móðurinni þetta nafn dótt- urinnar í brjóst; Twitter. Ýmsir fjölmiðlar rifja það upp í þessu samhengi að nafnið Like, eða Læk á hinu ylhýra og ástkæra, er einnig að ná fót- festu. - shá #makalaustermannlífið: Stúlkan hlaut nafnið Tvíkross NÝ KILJA Ljótur að utan – ljúfur að innan SAMFÉLAGSMÁL Helmingur íslenskra námsmanna verður meira var við heimabrugg og smygl eftir hrun. Þriðjungur 18 til 64 ára Íslendinga segir slíkt hafa aukist og hefur hlutfallið hækkað síðan í fyrra. Karlar verða frekar varir við aukið heimabrugg eða smygl held- ur en konur, sérstaklega náms- menn. Þetta kemur fram í nýrri könn- un sem gerð var á vegum MMR fyrir Félag atvinnurekenda (FA) um miðjan nóvember síðastliðinn. Samkvæmt könnuninni hafði 31% svarenda orðið vart við mikla eða nokkra aukningu á heima- bruggi eða smygli á áfengi frá hruni. Hlutfallið var um 22% árið áður. Tæp 48% svarenda á aldr- inum 18-29 ára sögðust hafa orðið vör við mikla eða nokkra aukningu Almar Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri FA, segir félagið lengi hafa kallað eftir heildstæðri áfengisstefnu frá stjórnvöldum í ljósi þess að áfengisgjöld hafi verið hækkuð mjög undanfarin ár. „Niðurstöður könnunar okkar ýta undir þá kenningu að neyslan hafi einfaldlega flust út fyrir markað- inn,“ segir Almar. Hann bendir á að hækkun áfengisgjalda sé stundum réttlætt sem lýðheilsumarkmið, en ef neyslan færist út fyrir markaðinn náist það markmið ekki. Minnkandi opinber sala geti þá líka gert það að verkum að tekjumarkmið gjalda- hækkana nást ekki heldur. „Námsmenn og fólk í láglauna- störfum skorar hátt í könnuninni og það ætti að vera stjórnvöldum áhyggjuefni,“ segir hann. „Þegar gjöld hækka þá eru hóparnir sem eru verr settir fljótastir að finna sér aðra leið.“ Sala á sterku víni í ÁTVR hefur dregist saman um meira en 100 þúsund lítra á milli áranna 2008 og 2011, eða um tæp 40%. Þá hefur salan í ár dregist saman um tæp 6% sé miðað við sama tíma í fyrra. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri ÁTVR, vill ekki nefna neinar ástæður sem gætu legið að baki samdrættinum. „Við höfum engar forsendur til að meta hvort [heimabrugg og smygl] sé að aukast,“ segir hún. „En það hefur verið samdráttur í Bruggið hellist yfir landann Helmingur námsmanna á Íslandi verður meira var við heimabrugg og smygl nú en fyrir hrun. Hlutfallið hefur hækkað frá því í fyrra. Sala á sterku víni í ÁTVR hefur minnkað um 40 prósent. FA kallar eftir aðgerðum. AÐVENTUNNI FAGNAÐ Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í gær þegar kveikt var á Óslóartrénu. Tréð var að vanda fagurskreytt ljósum en auk þess prýðir Stúfur, jólaórói Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra, tréð. Þessi unga stúlka var afar spennt enda styttist óðum í jólin auk þess sem þeir rauðklæddu voru á vappi. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL 376 þúsund lítrar af sterku áfengi seld- ust árið 2008. 230 þúsund lítrar er áætl- að að seljist af sterku víni árið 2012. 40% minni sala sölu á sterku víni og auðvitað veltir maður fyrir sér hvort það skýrist af neyslubreytingu.“ Í bandormi ríkisstjórnarinnar er gert ráð fyrir að áfengisgjald hækki enn frekar eða um 4,6%. - sv Prentmiðlakönnun Capacent Gallup. 18-49 ára á höfuðborgarsvæðinu. Meðallestur á tölublað, jan.-júní 2012. 92% Auglýsing í Fréttablaðinu nær til yfir 92% lesenda blaðanna Lesa bara Morgunblaðið 8% Lesa bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið 28% Yfirburðir Fréttablaðsins staðfestir! Lesa bara Fréttablaðið 64%

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.