Fréttablaðið - 03.12.2012, Side 2

Fréttablaðið - 03.12.2012, Side 2
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 2 REYKJAVÍK Karlar eru nokkuð ötulli en konur að sækja sundlaugar í Reykjavík og fleiri piltar en stúlk- ur stunda íþróttir sem styrktar eru af Reykjavíkurborg, en konur sækja frekar um styrki hjá menningar- og ferðamálaráði. Þetta er meðal þess sem kemur fram í áfangaskýrslu um tilraunaverkefni í kynjaðri fjárhags- og starfsáætlunargerð hjá Reykja- víkurborg. Slík aðferðafræði miðar að því að greina hvort ákvarðanir um ráðstöfun fjármuna hafi misjöfn áhrif á kynin og stöðu þeirra. Borgin lét vinna sextán úttektir um verkefni á hinum ýmsu svið- um borgarinnar. Þar á meðal var að kyngreina aðsóknartölur í sund- laugar borgarinnar, þátttöku barna í íþrótta- og æskulýðsstarfi og hvort halli á annað kynið í innkaupum bókasafna. Víðast hvar var um óverulegan mun að ræða og sjaldnast tilefni til að ráðast í meiriháttar aðgerðir til að jafna hlut kynjanna. Mesta muninn á þátttöku kynjanna má þó sjá í stjórnum for- eldrafélaga leik- og grunnskóla. Konur eru 75 prósent stjórnarmeð- lima í grunnskólum og 85 prósent í leikskólum. Konur eru líka í mikl- um meirihluta hvað varðar þátt- töku í skólaráðum á báðum stigum. Þær niðurstöður þykja gefa tilefni til þess að fara ofan í kjölinn á því hvers vegna konur veljist frekar til þessara starfa. Varðandi styrki menningar- og ferðamálaráðs hafa konur hins vegar aukið hlut sinn verulega síð- ustu ár, bæði hvað varðar umsókn- ir og úthlutanir. Í hugmyndum til úrbóta er meðal annars stungið upp á að karl og kona gegni formennsku í ráðinu til skiptis eitt ár í senn. Þá þykir hlutfall karla sem sækja sundlaugarnar, 54 prósent á móti 46 prósentum sem eru konur, kalla á úttekt. Misræmið er hæst í Sundhöll- inni þar sem 68 prósent gesta eru karlar. Sérstaka athygli vekur að í hópi átján ára og yngri eru stúlkur í meirihluta, eru 55 prósent gesta, og er því ákveðinn viðsnúningur eftir það. Í niðurstöðum kaflans um sund- laugarnar er sögð ástæða til að skoða „hvort eitthvað í þjónustu, aðstöðu eða ímynd sundlauga hafi áhrif á mismunandi aðsókn kynja“. Gagnlegt gæti verið að gera við- horfskönnun meðal gesta til að skýra málið. Í frétt um skýrsluna á vef Reykja- víkurborgar segir að ekkert bendi til þess að um kynjamismunun sé að ræða í úthlutun fjármuna hjá borginni, en á vissum sviðum, þar á meðal þeim sem greinir frá hér að ofan, kalli niðurstöður á „meiri rýni og mögulegar aðgerðir“. thorgils@frettabladid.is gesta í Sund- höllinni eru karlar. 68% Karlar í sundi og konur í foreldrastarf Áfangaskýrsla Reykjavíkurborgar um kynjaða fjárhags- og áætlanagerð sýnir að kynjahlutföll eru víðast hvar innan marka. Þó eru konur í miklum meirihluta í foreldrafélögum leik- og grunnskólanna og karlar sækja sundlaugar af meiri krafti. SKÁK Tölvuleikjafyrirtækið CCP færði Taflfélagi Reykjavíkur í gær að gjöf öflugan skjávarpa, fartölvu af nýjustu gerð auk peningastyrks. Eldar Ástþórsson frá CCP afhenti búnaðinn á fjölmennri barna- og unglingaæfingu félagsins og mun hann nýtast einkar vel við þjálfun og kennslu í öflugu barnastarfi félagsins, segir í tilkynningu frá TR þar sem enn fremur segir að félagið kunni CCP hinar bestu þakkir fyrir stuðninginn, sem mun koma félaginu og iðkendum íþrótt- arinnar mjög vel. - shá Gáfu TR tæki og peninga: CCP styður við skákæsku TR EINMANA GEORG Hann átti víst ættingja á öðrum eyjum á Galapagos. NORDICPHOTOS/AFP DÝRALÍF Vísindamenn hafa nú fundið sautján risaskjaldbökur á Galapa- gos-eyjum sem talið var að hefðu dáið út fyrr á þessu ári. Þegar hinn rúmlega 100 ára gamli Einmana Georg dó í sumar var talið að ein tegund risaskjaldbaka hefði dáið út. Nú hafa vísindamenn frá Yale-háskólanum fundið 17 aðrar skjaldbökur við eldfjall á Isabell- eyjunni. Erfðafræðilega líkjast þær mjög Einmana Georg, sem á sinni tíð varð tákn um náttúruvernd á eyjunum sem og tákn fyrir baráttuna við að viðhalda dýrategundum sem eru í útrýmingarhættu. Nú eru uppi áætlanir um að einangra þessar 17 risaskjaldbökur og reyna þannig að ná stofni þeirra upp að nýju. Sautján nýjar risaskjaldbökur fundust á Galapagos-eyjum: Georg ekki einn eftir allt saman MANNLÍF Fannfergi er víða norð- anlands og þá ekki síst í Fjalla- byggð; á Siglufirði og Ólafsfirði þarf að leita nokkuð langt aftur til að finna jafnmikinn snjó. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri í Fjallabyggð, segir að haustið hafi verið um margt sérstakt. Skemmst sé að minnast jarðskjálftahrinu norðanlands sem var leyst af með hörkuvetri. Hins vegar gangi daglegt líf sinn vanagang. „En þetta tekur í budduna að ryðja öllum þessum snjó. Það er nöturlegt að eyða peningum í að moka til vatni í föstu formi,“ segir Sigurður. Sigurður segir að Fjallabyggð hafi ætlað um tólf milljónir til snjómoksturs á þessu ári en þegar séu farnar fimmtán millj- ónir. Þetta sé högg sem sveitarfé- lag leysi ekki öðruvísi en að skera niður fé til annarra verkefna. Sigurður segir að fallegt veður hafi verið undanfarið. „En auðvitað hefur þetta áhrif á daglegt líf fólks, sérstaklega þegar menn eru lokaðir inni þrjár helgar í röð eins og var þegar þessu var að kyngja niður.“ Einn af kostunum við snjóinn segir Sigurður vera að byggt ból sé sjaldan fallegra en þegar jóla- ljósin spila á myrkrið við þessar aðstæður. Eins sé mikið menning- arstarf á þessum tíma árs, bæði á Siglufirði og Ólafsfirði, sem leiðir hugann frá amstri dagsins. - shá Í Fjallabyggð þarf að leita langt aftur til að finna meiri snjó á þessum tíma: Fannfergið tekur í budduna Á ÓLAFSFIRÐI Bæjarstjóri segir öflugt menningarlíf lykilatriði þegar vetur er í algleymi. FRÉTTABLAÐIÐ/JÓNAS UNNARSSON Ólíkt hafast kynin að 46%54%43%57% 63% 27% 85% 15% KonurKarlar 6-18 ára í íþróttum Sundlaugargestir Upphæð styrkja menn- ingar- og ferðamálaráðs Í stjórn foreldra- félaga leikskóla SVÍÞJÓÐ Grunaður axarmorðingi var handtekinn í skóglendi í smá- bænum Arvidsjaur í norðurhluta Svíþjóðar fyrir helgi. Maðurinn er talinn hafa drepið 81 árs gaml- an mann sem var úti að ganga með hundinn sinn. Vitni voru að morðinu. Maður sem átti leið hjá í bíl reyndi að stöðva morðingjann en þá réðst morðinginn að bílnum og flúði svo. Morðið hefur vakið mikinn óhug í smábænum, þar sem aðeins 4.500 manns búa. - þeb Íbúar smábæjar í áfalli: Myrti gamlan mann með exi DÓMSMÁL Hæstiréttur sektaði á föstudag lögmanninn Stefán Karl Kristjánsson um hundrað þúsund krónur fyrir að kæra ítrekað og tilefnislaust gæsluvarðhaldsúr- skurði yfir sama manninum. Stefán er verjandi manns sem sætt hefur gæsluvarðhaldi síðan í lok júlí vegna hnífsstungu á gatnamótum Höfðatúns og Skúla- götu. Sá stungni hlaut lífshættu- lega áverka af atlögunni. Búið er að ákæra í málinu. Fyrst sætti maðurinn varð- haldi vegna rannsóknarhags- muna en í septemberbyrjun var hann úrskurðaður í varðhald á grundvelli almannahagsmuna. Það hefur síðan verið framlengt í þrígang. Hæstiréttur staðfesti enn eina framlenginguna á föstudag og í niðurstöðunni er kærugleði Stef- áns gagnrýnd. Honum hafi áður verið bent á að hann hafi kært varðhaldsúrskurði í málinu til Hæstaréttar án þess að benda á nokkuð nýtt sem réttlætti það. Kærurnar væru því með öllu að ófyrirsynju. „Þrátt fyrir þetta hefur úrskurður um framlengingu gæsluvarðhalds til Hæstaréttar enn á ný verið kærður af hálfu varnaraðila,“ segir Hæstiréttur. Kæran sé algjörlega tilefnislaus og er Stefán því sektaður. - sh Lögmaður kærði ítrekað gæsluvarðhaldsúrskurði og Hæstiréttur fékk nóg: Sekt fyrir tilefnislausar kærur 100.000 krónur kostaði kærugleðin Stefán Karl Kristjánsson. Gunnar, er þetta ekki orðið útvatnað hjá Jóni? „Saman erum við Jón sterk blanda og bragðgóð.“ Gunnar Hilmarsson, aðalhönnuður E-Label, er hæstánægður með framtíðarsýn eigand- ans, vatnsbóndans Jóns Ólafssonar. KAUPMANNAHÖFN Íslensk kona var flutt á gjörgæsludeild í Kaup- mannahöfn á laugardagsmorgun eftir að hún féll í Peblingevatnið á Nørrebro nóttina áður. Konan, sem er 27 ára, var lengi í vatninu áður en henni var bjarg- að upp úr. Hún var ofkæld og var haldið í öndunarvél á meðan hit- anum var náð upp á nýjan leik. Konan komst til meðvitundar síðdegis á laugardag þegar lík- amshiti hennar náði 36 gráðum. Hún var svo útskrifuð í gær. - sh Íslensk kona féll í vatn: Flutt ofkæld á gjörgæsludeild SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.