Fréttablaðið - 03.12.2012, Síða 6
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6
➜ Útgjöld miðað við áætlun í milljörðum króna
3
3,3
1,1
2,2 1,8 1,2
1,11,4 1,1 12,2
0,4
1,5
+
-
2,5
LANDIÐ
1
2
3
*útgjöld nokkurra opinberra
aðila miðað við áætlun.
1,4
EFNAHAGSMÁL Ríkissjóður eyddi
35 milljörðum króna meira en
hann aflaði á fyrstu tíu mánuð-
um ársins. Það er þó umtalsvert
betri staða en reiknað hafði verið
með, eða sem nemur 19,1 milljarði
króna. Þetta kemur fram í mán-
aðarhlutauppgjöri A-hluta ríkis-
sjóðs í október.
Betri staða skýrist að mestu
leyti af því að innheimtar tekjur
ríkissjóðs voru 5,1 milljarði
króna umfram áætlun. Skattar
og tryggingagjöld í heild námu
378,3 milljörðum, eða 14,7 millj-
örðum umfram áætlun. Munar
þar mestu um skatta á tekjur og
hagnað sem voru 13,9 milljörðum
hærri en reiknað hafði verið með.
Innheimtar tekjur ríkissjóðs voru
alls 411,5 milljarðar króna á tíma-
bilinu.
Gjöldin voru hins vegar 446,5
milljarðar króna, en það er sex
milljörðum króna lægri upphæð
en reiknað hafði verið með. Gjöld
einstakra ráðuneyta voru í flest-
um tilvikum undir áætlunum.
Handbært fé frá rekstri A-
hluta ríkissjóðs var neikvætt um
37 milljarða króna til októberloka
2012. Það er 19,1 milljarði krónum
betri útkoma en áætlun gerði ráð
fyrir. Á sama tímabili árið 2011
var handbært fé frá rekstri hins
vegar neikvætt um 59,9 milljarða
króna.
kolbeinn@frettabladid.is
Minna eytt en áætlað
var og tekjur hærri
Tekjujöfnuður ríkissjóðs er 19 milljörðum krónum betri en áætlað hafði verið
það sem af er ári. Engu að síður eyddi ríkið 35 milljörðum krónum meira en það
aflaði. Skatttekjur ríkisins voru 15 milljörðum krónum hærri en ráð var fyrir gert.
MENNTAMÁLARÁÐHERRA Útgjöld
mennta- og menningarmálaráðuneytis-
ins fyrstu tíu mánuði ársins eru þremur
milljörðum króna undir áætlunum.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
SJÁVARÚTVEGUR Landssambandi smábátaeigenda (LS) hafa
borist yfir 70 tilkynningar frá útgerðarmönnum smá-
báta um að þeir stefni á makrílveiðar í sumar komanda. Í
sumar sem leið stunduðu 17 bátar makrílveiðar með
handfærum og veiddu samtals 1.100 tonn.
Aðalfundur Landssamband smábátaeigenda
ályktaði í haust að makrílpottur fyrir smábáta yrði
aukinn í 18% af heildarafla í makríl, eða yrði að lágmarki
20 þúsund tonn. Í kjölfarið var kallað eftir upplýsingum
frá útgerðarmönnum um vilja til makrílveiða
vegna viðræðna við atvinnuvega- og nýsköp-
unarráðuneytið um veiðarnar 2013.
Makrílveiðar á handfæri hafa
verið stundaðar í nokkur ár. Þeir
bátar sem stunduðu þessar veiðar á
síðastliðnu fiskveiðiári gerðu það með
góðum árangri.
LS álítur úthlutun aflaheimilda í makríl, eins og hún
hefur verið, engan veginn fullnægja þeirri þörf sem er
fyrir þennan bátaflokk. Helstu rök fyrir auknum veiði-
heimildum til smábáta í makríl eru að mati LS að veiðarn-
ar eru umhverfisvænar og skila hágæða hráefni. Þær eru
einnig atvinnuskapandi og afla mikillar þekkingar um
göngur makríls á grunnslóð. - shá
Yfir 70 smábátaeigendur hafa tilkynnt að þeir vilji á makrílveiðar í sumar:
Tugir smábáta vilja á makríl
Herjólfur enn í slipp
1VESTMANNAEYJAR Herjólfur mun ekki koma úr slipp fyrr en 10. desember að því
er haft er eftir Ólafi William Hand, upplýsinga-
fulltrúa Eimskips, á vef Eyjafrétta.
Viðgerðin átti upphaflega að taka fimm til sex
daga, en bakborðsstýri og -skrúfa skemmdust
í óhappi við Landeyjahöfn.
Baldur á að sinna ferðum
milli lands og Eyja á
meðan en tvær
fyrstu ferðir hans
féllu niður í
gær vegna
ölduhæðar
og vinds í
Landeyjahöfn.
70
eigendur smábáta
vilja veiða makríl
næsta sumar.
17
bátar stunduðu
veiðarnar í sumar.
Velferðar-
ráðuneyti
Innanríkis-
ráðuneyti Landspítalinn
Lífeyrisskuld-
bindingar
Atvinnuleysis-
tryggingasjóður
Lífeyris-
tryggingar
Mennta- og
menningar-
málaráðu-
neyti
Utanríkis-
ráðuneyti
Iðnaðar-
ráðuneyti
Sjávarútvegs-
og landbún-
aðarráðuneyti
Umhverfis-
ráðuneyti
Vaxtabætur Fram-
kvæmda-
sjóður
aldraðra
Öldrunar-
stofnanir
Fjármagns-
kostnaður
Íslandsmótið í
rúllupylsugerð
2KRÓKSFJARÐARNES Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson í Húsavík á Ströndum unnu
til fyrstu verðlauna í Rúllupylsukeppni Íslands
sem haldin var í Króksfjarðarnesi á laugardag.
Verðlaunin fengu þau fyrir léttreykta rúllupylsu.
Rúllupylsur bárust í keppnina af Ströndum,
úr Reykhólasveit, Dölum og af Suðurnesjum.
Flestum kom fjölbreytt úrvinnsla virkilega á óvart
og stefnt er að því að halda keppnina aftur að ári
að því er fram kemur á heimasíðu Dalabyggðar,
dalir.is.
Hafdís og Matthías tóku einnig önnur verðlaun
fyrir ávaxtafyllta rúllupylsu. Sérstaka viðurkenn-
ingu fékk síðan rúllupylsa frá Sverri Kristjánssyni
og Heiðrúnu Sigurðardóttur í Reykjanesbæ.
Sinubruni í
Rangárþingi
3RANGÁRÞING Skömmu fyrir hádegi í gær kviknaði í sinu
í landi Árbakka í Rangárþingi
ytra. Fjórir bílar frá slökkviliði
Rangárvallasýslu fóru á staðinn
og segir Guðni Kristinsson,
varðstjóri í slökkviliðinu, að
greiðlega hafi gengið að slökkva
eldinn.
Sinubruninn var á afmörkuðu
svæði og olli ekki tjóni, en
töluverðan reyk lagði frá eld-
inum yfir nærliggjandi jarðir.
Ekki liggur fyrir hver upptök
eldsins voru.