Fréttablaðið - 03.12.2012, Side 14

Fréttablaðið - 03.12.2012, Side 14
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 14 Ísland er einstakt land bæði jarðfræðilega og líffræðilega. Íslendingar hafa friðlýst mörg mark- verð náttúrusvæði sem þjóðgarða, friðlönd eða náttúruvætti. Einnig eru ýmis önnur verndarsvæði í umsjón ríkisins, s.s. skógræktarsvæði, land- græðslusvæði og forn- minjasvæði. Þjóðlendur eru undir stjórn ríkis- ins og fyrst og fremst á hálendi landsins. Mörg þessara svæða eru vin- sælir ferðamannastaðir en fjöldi ferðamanna á Íslandi eykst nú stöðugt. Á þeim blasa við sömu óleystu viðfangsefnin í mismikl- um mæli þó. Mikill skortur er á innviðum, s.s. gestastofum, upp- lýsingaskiltum, góðum og vel lögðum göngustígum, og á þeim er veik landvarsla og lítil nátt- úrutúlkun. Fæst svæðanna hafa haldbærar verndar-, stjórnun- ar- eða skipulagsáætlanir. Engin samræmd stjórn er á þessum svæðum heldur er þeim stýrt af sjö ólíkum stofnunum sem eru undir þrem ráðuneytum. Þetta eru Umhverfisstofnun, Land- græðslan og Skógræktin undir umhverfisráðuneyti, fornminja- svæði heyra undir menntamála- ráðuneyti og Þingvallaþjóðgarður og þjóðlendur falla undir forsæt- isráðuneyti. Auk átroðslu ferðamanna á einstökum svæðum er helsta ógn íslenskra náttúruverndarsvæða ásókn í að virkja til orkuöflunar bæði vatnsföll og jarðhitasvæði. Rannsóknum og framkvæmdum á því sviði orkumála er stýrt af öflugum stofnunum sem starfa á landsvísu og hafa nægt fjármagn. Sundrung þeirra sem eiga að gæta verndar náttúrunnar verður til þess að mótrök á því sviði eru veik og jafnvel misvísandi. Margir Íslendingar horfa til framtíðarstarfa í ferðaþjónustu. Ef fer sem horfir er hins vegar hætta á að illa fari. Víða er þéttleiki ferðamanna allt of mikill en á öðrum svæð- um, sem eru ekki síður athyglis- verð, sést ekki fólk. Mikilvægt er að skipuleggja móttöku ferða- manna, og nauðsynlegar ráðstaf- anir til náttúruverndar á landinu, á heildrænan hátt. Það er ill- mögulegt þegar vinsælustu ferða- mannastaðirnir eru undir ólíkum stjórnum og stofnunum. Núverandi ríkisstjórn hefur á stefnuskrá sinni að sameina frið- lýst svæði undir einni stjórn. Þær hugmyndir ganga ekki nógu langt en engu að síður mun vera ágrein- ingur innan stjórnarflokkanna að framfylgja þeirri stefnu. Tillögur Brýnt er að samræma stjórn verndarsvæða á Íslandi. Setja þarf undir eina stofnun störf og hlut- verk sem heyra saman en dreif- ast nú á margar stofnanir og ólík ráðuneyti. Meginhlutverk slíkr- ar stofnunar á að vera að standa vörð um þau gæði landsins sem hafa vísindalegt eða fagurfræði- legt gildi og veita fólki nauðsyn- lega útivist, upplifun og hughrif. Undir nýja stofnun, sem hefði útibú í öllum landsfjórðungum, ættu að fara friðlýst svæði; þjóð- garðar, náttúruvætti, friðlönd og valinn hluti fólkvanga, þjóð- skóga (Ásbyrgi, Þórsmörk), land- græðslusvæða (Dimmuborg- ir, Húsafell), þjóðlendna (fyrst og fremst á hálendinu) og einn- ig minjavernduð svæði (Núps- staður). Á svæðunum væri lögð áhersla á að vernda náttúru, menningarminjar og landslag. Í flestum tilvikum væri líka gert ráð fyrir móttöku ferðamanna og þjónustu við þá. Hafin væri gjald- taka af ferðamönnum, t.d. þegar þeir færu af landi brott, og rynni gjaldið óskipt til stofnunarinnar. Hjá slíkri stofnun starfaði fag- fólk sem hefði sérhæft sig í stýr- ingu auðlinda og landnýtingu og gjörþekkti ólíka stýringu á landi/ náttúru eftir því hvort markmiðið væri að friða svæði vegna merkr- ar náttúru eða vernda það vegna fornleifa, sögu, skóga o.fl. Einn- ig ynni þar fólk sem kynni til verka við móttöku ferðamanna og þjónustu við þá og að nota ýmiss konar miðlun sem stjórntæki verndunar. Horft yrði heildstætt á landið og unnar verndaráætlan- ir þar sem tekið yrði mið af þekk- ingu á ýmsum fræðasviðum. Þjóðvangar Íslands NÁTTÚRUVERND Sigrún Helgadóttir fræðiritahöfundur ➜ Auk átroðslu ferðaman- na á einstökum svæðum er helsta ógn íslenskra náttúru- verndarsvæða ásókn í að virkja til orkuöfl unar bæði vatnsföll og jarðhitasvæði. Rannsóknum og framkvæm- dum á því sviði orkumála er stýrt af öfl ugum stofnunum sem starfa á landsvísu og hafa nægt fjármagn. ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili KIA á Íslandi. Þú finnur „Kia Motors Ísland“ á Facebook Ódýrt í matinn! 1280 Grillaður kjúklingur og Pepsi eða Pepsi Max, 2 lítrar kr. tvennan fæst á www.kronan.is GJAF A KORT

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.