Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 16
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| TÍMAMÓT | 16TÍMAMÓT Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Það þýðir ekkert að mæta með eitt- hvað lint í partíið, þetta verður að vera grjóthart,“ segir Bragi Páll Sigurðar- son spurður hvort nafnið á nýju ljóða- bókinni, Fullkomin ljóðabók, sé ekki dálítið stór yfirlýsing. „Þeir sem hafa lesið þetta segja þetta vera mikinn metal og er ekki allt fullkomið á ein- hvern hátt? Þannig að þessi bók, eins og hún er, er þá líklega fullkomin.“ Bókin skiptist í tvo kafla, sá fyrri spannar árin 2008 til 2010 og byggir á BA-verkefni sem Bragi Páll vann undir leiðsögn Sigurðar Pálssonar ljóðskálds, en sá seinni samanstend- ur af ljóðum frá árum 2011 og 2012. Hvers vegna þessi skipting? „Hug- myndin var reyndar sú að gefa fyrri- hlutann út árið 2010 en svo tekur lífið af manni ráðin. Undir lok vinnunnar við BA-verkefnið greindist ég með geðhvarfasýki, fór upp í mikla maníu og í kjölfarið í mikið þunglyndi, þann- ig að það var ansi mikill óróleiki í lífi mínu. Fyrri hlutinn ber þess merki að ég er að fara í maníu og er síðan settur á geðlyf undir lokin á honum. Hann er mjög háfleygur og sjálfmiðað- ur um miðbikið en verður síðan mjög dópaður í lokin, mun meira abstrakt og ópersónulegri en minn texti er yfir- Bannaði sjálfum sér að yrkja fl eiri pólitísk ljóð Fullkomin ljóðabók: ljóð eða eitthvað (til hamingju!) nefnist nýútkomin ljóðabók sem Útúr gefur út. Höfundurinn er Bragi Páll Sigurðarson, 28 ára ritlistarnemi. GRJÓTHARÐUR TITILL Fullkomin ljóðabók er fyrsta bók Braga Páls Sigurðarsonar en ljóðin í henni eru frá síðustu fjórum árum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Dauðadansinn er meðal al lra frægustu verka Strindbergs og eitt þeirra sem tilheyrir heimsbók- menntunum. Það er gríð- arlegt drama og telst í hópi raunsæisleikja skáldsins, eins og Faðirinn og Frök- en Júlía. Þetta er kapp- leikur hjóna sem eru ansi beisk hvort út í annað og svo kemur frændi hennar sem leysir úr læðingi alls konar tilfinningar og hvat- ir.“ Þannig lýsir Sveinn Einarsson verkinu sem hann stjórnar flutningi á í aðalsal Norræna hússins í kvöld. Þrír leikarar, Arnar Jónsson, Anna Kristín Arn- grímsdóttir og Jakob Þór Einarsson fara með hlut- verkin þrjú, sterkt lið eins og Sveinn bendir á. „Þetta er magnþrungið verk,“ segir hann með áherslu. „Við erum með þýðingu Helga Hálfdánarsonar sem hann gerði fyrir leikfélagið á sínum tíma og við breyt- um ekki einu orði þó við ætlum að túlka það þannig að það komi við nútímann.“ Hundrað ár eru frá and- láti August Strindbergs og hans hefur verið minnst víða um heim. Leiklestur- inn í Norræna húsinu er framlag Vonarstrætisleik- hússins sem Sveinn og Vig- dís Finnbogadóttir standa fyrir. Sveinn tekur fram að hann sé í samvinnu við Norræna húsið og sænska sendiráðið og IKEA styrki framtakið. Viku síðar, eða mánudag- inn 10. desember verður dagskrá með brotum úr verkum Strindbergs flutt á sama stað, í aðalsal Nor- ræna hússins. Flytjend- ur eru margir en Eiríkur Guðmundsson og Halldór Hauksson standa að þeim viðburði. „Þar er verið að færa Strindberg svolítið til dagsins í dag, skilst mér,“ segir Sveinn. gun@frettabladid.is Þetta er kapp- leikur hjóna Dauðadansinn eft ir August Strindberg verður leiklesinn í Norræna húsinu í kvöld. LEIKSTJÓRINN Strindberg var líklega mesta skáld Norðurlanda, næst á eftir Ibsen, að minnsta kosti á leiksviðinu,” segir Sveinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MERKISATBURÐIR 1818 Illinois verður 21. fylki Bandaríkjanna. 1825 Tasmanía verður sjálfstæð nýlenda Breta. 1857 Í Kollsvík við Patreksfjörð farast kona og tvö börn er hvirf- ilbylur skellur á bæjarhúsum og brýtur þau. 1917 Goðafoss strandar við Straumnes norðan við Ísafjarðar- djúp. 1967 Hópur lækna undir stjórn Christians Barnard fram- kvæmir fyrstu hjartaígræðsluna. 1970 Verslunarmiðstöðin Glæsibær er tekin í notkun í Reykjavík. Meðal annars er þar stærsta matvöruverslun lands- ins á þessum tíma, verslun Silla og Valda. 1973 Pioneer 10 sendir fyrstu nærmyndirnar af Júpíter til jarð- ar. 1990 Miðneshreppur fær kaupstaðarréttindi og nefnist þá Sandgerðisbær. 1992 Tvær sprengjur springa í miðborg Manchester og 65 sær- ast. 2005 Lestarslys verður við Kárahnjúkavirkjun þegar tvær far- þegalestar skella saman með þeim afleiðingum að tveir verka- menn slasast. Á þessum degi fyrir þrettán árum misstu vísindamenn bandarísku geimferða- stofnunarinnar NASA samband við könnunarfar sem var á leið til rauðu reikistjörnunnar Mars. Sambandsmiss- irinn olli miklum vonbrigðum, ekki síst þar sem þetta var annað Marsfarið sem NASA missti á skömmum tíma en fyrra geimfarið brann fyrir mistök upp í gufu- hvolfi stjörnunnar. Að þessu sinni virtist hins vegar allt ætla að ganga að óskum þar til sambandið við farið rofnaði um það bil sem það stefndi inn í gufuhvolf reikistjörnunnar. Hjá NASA missti fólk þó ekki móðinn og byrjaði þegar að undir- búa næstu Marsferð en líklegt var talið að geimfarið hefði lent á óheppilegum stað eða skemmst í lendingunni. Marsfarið kostaði 12 milljarða íslenskra króna. ÞETTA GERÐIST 3. DESEMBER 1999 Nasa týnir Marsfari í annað sinn Hér og hér og hér vorum við. Þarna og þarna og þarna, kossar Í nára, maga, brjóstholi, haus; eftirsjá, sársauki, ástarsorg, sekt. Draumur um draum frá martröð til raunveruleika. Stöðugir nötrandi blossar óheftra minninga; það sem var átti að verða aldrei varð. Tveir svanir sigla við lygna tjörn. Annar hvítur, hinn lýgur. Þá leitt. Lyfin hafa áhrif á framheilann þar sem persónuleikinn á sér stað og virka þannig að þú verður nánast að engu. Ég hafði ljóðin í tímaröð einmitt til þess að sýna þetta ferli. Seinni hlutann hins vegar skrifaði ég eftir að hafa lent í djúpri ástarsorg, farið í áfengis- og fíkniefnameðferð og í framhaldi af því í mikla sjálfsskoðun. Það er allt annar tónn í honum fyrir utan það að mínar persónulegu skoð- anir og heimssýn breyttust mjög mikið á ritunartíma hans. Ég hætti að skrifa pólitíska texta eins og eru í fyrri hlut- anum og einbeitti mér alfarið að ein- hvers konar sjálfslist.“ Fyrri hlutinn ber þess skýr merki að vera skrifaður um og eftir efnahags- hrunið, eru efnahagsmál ljóðræn? „Það getur allt verið ljóðrænt. Ljóðin í fyrri hlutanum standa vel sem minnismerki um tímann sem þau eru skrifuð á, en ef ég væri enn þann dag í dag að sturlast yfir útrásarvíkingum þá væri ég bara einn af sorglega fólkinu í kommenta- kerfi DV. Ég hef síðan þróast út úr þess- um pólitíska hugsunarhætti yfir í mikla tómhyggju og bókstaflega bannað sjálf- um mér að yrkja pólitísk ljóð. Seinni hlutinn ber þess merki.“ Hvernig tilfinning er að vera útgef- ið ljóðskáld? „Það er alveg bærilegt, sko, en ekkert mikið meira en það. Mér finnst ég samt vera að leggja eitthvað smá inn í þá umræðu að ljóðið hafi eitt- hvert gildi og þar af leiðandi finnst mér ég vera búinn að réttlæta það að ég hafi fæðst á þessari jörð og sé eitthvað að spangóla. En þetta hefur ekkert breytt mér. Það er bara ákveðin losun að koma þessu frá sér.“ fridrikab@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.