Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 03.12.2012, Blaðsíða 50
3. desember 2012 MÁNUDAGUR| SPORT | 26 Átt þú rétt á lækkun skulda? Sértæk skuldaaðlögun er ætluð þeim sem skulda meira en 100% af markaðsvirði veðsettra fasteigna og bifreiða. Skuldaaðlögunin nær til allra skulda einstaklinga hjá Íbúðalánasjóði, bönkum, sparisjóðum og lífeyrissjóðum. Sértæk skuldaaðlögun kemur aðeins til greina ef sýnt þykir að vægari úrræði nægja ekki til að rétta af fjárhagsstöðuna og fyrirséð er að viðkomandi geti ekki staðið í skilum af lánum sínum til langframa. Sótt er um sértæka skuldaðlögun í viðskiptabanka umsækjanda. Frestur til að sækja um sértæka skuldaaðlögun rennur út um næstu áramót Borgartúni 21 | 105 Reykjavík | Sími : 569 6900, 800 6969 SUND Jakob Jóhann Sveinsson, sundmaður úr Ægi, hefur farið sér rólega að eigin sögn í sund- lauginni eftir Ólympíuleikana í London í sumar. Þrátt fyrir „rólegheitin“ mætir Jakob í laugina nokkrum sinnum í viku, lætur lóðin finna fyrir því í lyft- ingasalnum og mætir þrisv- ar í viku á fimleikaæfingar hjá Gerplu. „Þetta er mjög skemmtilegt. Við gerum þrekæfingar og ég finn að ég er ekki jafnsterkur í maganum og ég taldi mig vera. Maður er alltaf að gera magaæf- ingar en þarna gerir maður rosa- lega mikið af þeim,“ segir Jakob Jóhann sem segir fimleikaæfing- arnar nýtast sér vel í lauginni. Sundfólk erlendis geri töluvert af því að stunda fimleika samhliða sundinu og því hafi hann kynnst í Noregi. Honum líður þó ekkert alltof vel í háloftunum. „Ég er mjög lofthræddur og hræddur við allt svona. Maður er alltaf að reyna að vinna það úr sér,“ segir Jakob sem farinn er að standa á höndum og fara í heljarstökk. Smám saman hafi hann stækkað þægindasvið sitt og bætir við að honum hafi ekki liðið sérstaklega vel þegar hann hóf að mæta á fimleikaæfingar. „Á fyrstu æfingunum í septem- ber hafði ég kvíðahnút í magan- um fyrir hverja einustu æfingu.“ Alltof þreyttur í sumar Jakob Jóhann náði sér ekki á strik á Ólympíuleikunum í sumar. Hann segir ljóst að hann hafi verið alltof þreyttur í Lond- on þrátt fyrir að planið hafi verið að vera í toppformi á þeim tíma. Hann hafi verið með höfuðverk nánast daglega í sumar og álagið greinilega of mikið. „Ég hef fundið núna hvað ég var þreyttur í sumar. Í dag hef ég miklu meiri orku og kemst í gegnum daginn án þess að vera búinn á því eftir hálfan dag. Í sumar voru léttu æfingarnar meira að segja erfiðar. Sömu æfingar eru mun auðveldari í dag þótt ég syndi minna,“ segir Jakob sem veltir framtíðinni fyrir sér. Haldi hann áfram af sama krafti og áður byrjar bar- áttan fyrir alvöru um áramótin „Ef maður fer á fullt þá setur maður stefnuna strax á Ólymp- íuleikana 2016. Það eru engin önnur mót sem maður er að hugsa um. Maður hefur farið á svo mörg heimsmeistaramót og Evrópumeistaramót, það er allt í lagi, en aðalmarkmiðið er Ólymp- íuleikarnir,“ segir Ægismaður- inn sem er hefur meiri reynslu en flestir af þátttöku á Ólympíu- leikum. Leikarnir í London voru þeir fjórðu sem hann keppir á fyrir Íslands hönd. Íslandsmetin geta enn fallið Jakob Jóhann, sem er nýorðinn þrítugur, á öll Íslandsmetin í karlaflokki í bringusundi. Hann setti öll metin árið 2009 og hefur því ekki bætt tímann sinn í þrjú ár. Hann telur sig þó klárlega ennþá geta bætt metin sín. „Ég var nokkuð nálægt því að bæta metin árið 2011 en gerði nokkur mistök í sundinu. Ég var því nokkuð jákvæður fyrir árinu í ár og byrjaði strax að æfa á fullu,“ segir Jakob sem telur það hafa verið mistök. Hann hefði átt að taka sér frí á milli tímabila og hvíla líkamann fyrir komandi átök á Ólympíuárinu. „Jacky (Pellerin, landsliðs- þjálfari) sagði mér að ég hefði átt að taka mér miklu lengra frí, einn til tvo mánuði, til þess að geta komist í gegnum árið 2012. Ég gerði það ekki og þess vegna var ég alltof þreyttur. Álagið var alltof mikið,“ sagði Jakob í sam- tali við Fréttablaðið í gær áður en hann hélt á fimleikaæfingu. kolbeinntumi@365.is Fer í heljarstökk á milli sundæfi nga Sundkappinn Jakob Jóhann Sveinsson er byrjaður að mæta á fi mleikaæfi ngar samhliða sundiðkun sinni. Jakob segist hafa keyrt sig út fyrir Ólympíuleikana í sumar sem hafi orsakað slakan árangur sinn. Hann telur sig enn geta bætt þriggja ára gömul Íslandsmet sín. ÞREYTTUR Í LONDON Jakob Jóhann segir að líkamlegt og andlegt álag hafi verið of mikið þegar til kastanna kom á Ólympíuleikunum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.