Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 17.12.2012, Qupperneq 6
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| FRÉTTIR | 6 1. Í hvaða fi rði varð vart mikils síldar- dauða í liðinni viku? 2. Hvað heitir ný plata Humars Lindu- sonar Eldjárns? 3. Hvaða rithöfundur hlaut Tinda- bikkjuna, verðlaun Glæpafélags Vest- fjarða, á dögunum? SVÖR 1. Kolgrafafi rði 2. Hvílíg plada fyrir humar! 3. Stefán Máni fyrir Húsið. HEILBRIGÐISMÁL Í flestum löndum heims hefur dregið mjög úr barnadauða og fólk lifir almennt lengur nú en fyrir 20 árum. Hins vegar glímir fólk frekar við sjúkdóma og fatlanir. Þetta eru niðurstöðurnar úr umfangsmestu rannsókn á lífslíkum, sjúkdómum og dánar- orsökum jarðarbúa sem gerð hefur verið. Síðast var gerð umfangsmikil rannsókn á þessu efni árið 1990 og þá var helsta heilsu- farsvandamál mannkyns dauðsföll barna innan við fimm ára aldur. Meira en tíu millj- ónir barna létust þá árlega, en nú er sá fjöldi kominn niður í sjö milljónir, og er talið að það megi einkum þakka bólusetningum við sjúkdómum á borð við mænusótt og mislinga. Árið 1990 var vannæring helsta orsök veik- inda og dauða barna, en nú hrjáir ofát þau frekar – nema í Afríku. Þegar meðalaldur hækkar fjölgar jafnframt fólki sem glímir við sjón- eða heyrnarskerðingu og andlega erfið- leika á borð við þunglyndi. Hjartasjúkdómar og heilablóðfall eru enn algengustu dánarorsakir jarðarbúa, en lungnakrabbi er orðinn algengari og telst nú fimmta algengasta dánarorsökin. Orsakir flestra sjúkdóma meðal fullorðinna má hins vegar rekja til of hás blóðþrýstings, en næst á eftir koma reykingar og áfengisneysla. - gb Ný rannsókn á dánarorsökum jarðarbúa sýnir að miklar breytingar hafa orðið: Fólk lifir almennt lengur en er veikara HJÁ LÆKNINUM Dregið hefur úr barnadauða um allan heim. NORDICPHOTOS/AFP NORÐUR-KÓREA Mikið var um hátíðarhöld í Norður-Kóreu í gær í tilefni þess að ár er liðið frá láti Kim Jong-il, fyrrverandi leiðtoga landsins. Í ræðuhöldum var mikið gert úr því afreki að í síðustu viku tókst Norður-Kóreumönnum að skjóta eldflaug á loft og koma veðurhnetti á braut umhverfis jörðu. Norður-Kóreumenn hafa áður gert nokkrar tilraunir til að skjóta viðlíka eldflaug á loft en þeir hafa unnið að þessu markmiði í fjórtán ár. Nágrannaþjóðir landsins óttast að eldflaugaskotið hafi verið tilraun til að þróa langdræg kjarnavopn. Bandaríkjamenn hafa einnig fullyrt að veðurhnötturinn hafi orðið stjórnlítill stuttu eftir að hann var kominn á loft. - sm Dánarafmæli Kim Jong-il haldið hátíðlegt í N-Kóreu: Eldflaugarskot sagt mikið afrek RÁÐAMENN FAGNA Ráðamenn í Norður-Kóreu fagna vel heppnuðu eldflaugar- skoti og minnast látins leiðtoga. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP DÓMSMÁL Starfsmenn Glitnis vör- uðu forstjórann Lárus Welding við því að láta undan þrýstingi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar um að lána félaginu FS38 sex milljarða til að kaupa fjórðungshlut Fons í skart- gripakeðjunni Aurum í júlí 2008. Hann gerði það samt og bakaði bankanum með því mikið tjón. Þetta er meðal þess sem segir í ákæruskjali sérstaks saksókn- ara á hendur Lárusi, Jóni Ásgeiri, Magnúsi Arnari Arngrímssyni og Bjarna Jóhannessyni. Lárus og Magnús eru ákærðir sem aðalmenn í umboðssvikum vegna lánsins og Jón Ásgeir og Bjarni sem hlutdeildarmenn, en Jón Ásgeir til vara fyrir hylmingu eða peningaþvætti. Samkvæmt ákærunni fóru milljarðarnir sex sem Fons fékk frá FS38 fyrir hlutinn í Aurum meðal annars í að greiða upp skuldir Fons vegna svo - kallaðs Stím- máls, auk þess sem milljarður rann á persónu- legan reikn- ing Jóns Ásgeirs. Hann var notaður til að greiða upp rúmlega 700 milljóna yfirdráttarskuld. Í ákærunni segir að Jón Ásgeir hafi beitt Lárus og Bjarna „for- tölum og þrýstingi“ til að knýja lánveitinguna í gegn, og notið við það liðsinnis Gunnars Sigurðs- sonar, forstjóra Baugs, og Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group og varaformanns stjórnar Glitnis. „Þá bera gögn málsins með sér að ákærði Jón Ásgeir gaf ákærða Lárusi tilefni til að óttast um stöðu sína innan Glitnis léti ákærði Lárus ekki að vilja hans. Gögnin sýna einnig að undirmenn ákærða Lárusar vöruðu hann við því að láta að vilja ákærða Jóns Ásgeirs í tengslum við þessa lánveitingu og að hann gerði sér grein fyrir í hvaða hættu hann stefndi hags- munum bankans með undanláts- semi við ákærða Jón Ásgeir,“ segir jafnframt í ákærunni. Í fundargerð áhættu nefndar bankans kemur fram að lánið hafi verið samþykkt á milli funda af Lárusi, Magnúsi Arnari og Rósant Má Torfa- syni. Rósant hefur hins vegar neitað þessu og kveðst hvorki hafa samþykkt lánið né hafa verið á fundinum þar sem þessi fundargerð var smíðuð. Í ákærunni segir að „engar við- skiptalegar forsendur“ hafi legið að baki láninu, „heldur var lánið veitt að áeggjan og vegna þrýstings frá ákærða Jóni Ásgeiri í krafti yfirráða hans yfir tæplega 40% eignarhlut í Glitni, í gegnum FL Group hf., honum sjálfum og Fons til hagsbóta en á kostnað bankans.“ Sex milljarð- arnir sem lánaðir voru séu að öllu eða langmestu leyti tapaðir. „Eru sakir ákærðu svo miklar að við broti þeirra liggur allt að sex ára fangelsi,“ segir í lok ákær- unnar, sem Ólafur Þór Hauksson undirritar og er dagsett 12. des- ember. Hún verður þingfest 7. janúar. Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem birtist í Frétta- blaðinu á föstudag að Aurum- málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á hann séu borin standist ekki skoðun. stigur@frettabladid.is Lánaði sex milljarða þrátt fyrir viðvaranir Lárus Welding lét undan þrýstingi frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og lánaði sex milljarða til kaupa á fjórðungi í skartgripakeðjunni Aurum þvert á viðvaranir undirmanna. Þetta segir í ákæru sérstaks saksóknara. Féð að langmestu tapað. JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSONLÁRUS WELDING STJÓRNSÝSLA Ólögleg mjólk var gerð upptæk í íslenskum stór- markaði þegar tollayfirvöld tóku þátt í alþjóðlegu verkefni gegn innflutningi og sölu á fölsuðum og ólöglegum matvælum. Samstarfsverkefnið er rekið af Europol og Interpol og heitir Opson II. Það er liður í barátt- unni gegn sölu og dreifingu á hvers kyns fölsuðum og ólög- legum matvælum. Rúmlega 235 tonn af vörum og matvælum hafa verið gerð upptæk í 29 löndum. - bþh Alþjóðlegt verkefni á Íslandi: Hald lagt á ólöglega mjólk PRÓFKJÖR Andrea Jóhanna Ólafs- dóttir og Þórður Björn Sigurðs- son gefa kost á sér í framboð fyrir Dögun í komandi þingkosn- ingum. Andrea bauð sig fram til forseta síðasta sumar, en hlaut dræman stuðning. Þau hafa bæði setið í formannsstóli Hagsmuna- samtaka heimilanna. Áður hafa Gísli Tryggva- son, Lýður Árnason, Margrét Tryggvadóttir og Ragnar Þór Ingólfsson formlega tilkynnt framboð sitt fyrir Dögun. - sv Andrea og Þórður í framboð: Dögun fær tvo til viðbótar VEISTU SVARIÐ?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.