Fréttablaðið - 17.12.2012, Side 16

Fréttablaðið - 17.12.2012, Side 16
17. desember 2012 MÁNUDAGURSKOÐUN FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Sigurður Elvar Þórólfsson seth@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Í beiðni stjórnskipunar- og eftirlits nefndar Alþingis um álit Feneyjanefndarinnar á frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár felst í raun viðurkenning á því að fagleg heildar- úttekt á tillögum Stjórnlagaráðs sé for- senda frekara framhalds málsins. Þessi viðurkenning kemur hins vegar ekki aðeins seint heldur skortir einnig á að Íslendingar hafi unnið nauðsynlega heimavinnu svo að nefndin geti komið að málinu með mark- vissum og uppbyggilegum hætti. Í ljósi þeirrar stöðu sem upp er komin bendir því margt til þess að stjórnarskrármálið haldi áfram að flækjast fyrir mönnum, e.t.v. þannig að það dagi uppi á yfirstandandi þingi. Niðurstaða þess endurskoðunar ferlis sem hafið var 2010 yrði þá sú að engar breytingar væru gerðar á stjórnarskrá lýð- veldisins. Þetta teljum við miður. Við höfum áður lýst þeirri skoðun okkar að um ákveðnar breytingar á stjórnar- skránni sé fyrir hendi breið samstaða, a.m.k. með tilliti til grunnmarkmiða og efnisatriða. Hér má einkum nefna nátt- úruvernd og auðlindanýtingu, þjóðar- atkvæðagreiðslur að kröfu almennings, stjórnarskrárbreytingar, framsal valds til alþjóðastofnana í þágu friðar og alþjóða- samvinnu og styrkingu á stöðu og eftirlits- valdi Alþingis. Síðastliðið sumar kynntum við hugmynd í frumvarpsformi sem byggist á þessum grundvelli (sjá stjornskipun.is). Ekki fer á milli mála að það er hlutverk Alþingis að hlúa að stjórnskipun landsins og gera þær breytingar á stjórnarskránni sem teljast nauðsynlegar. Alþingi hefur legið undir ámæli um að hafa sinnt þessu hlutverki slælega á undanförnum ára- tugum og er sú gagnrýni ekki alveg úr lausu lofti gripin. Að okkar mati er ljóst að í samfélaginu eru nú útbreiddar vænt- ingar til þess að ákveðin endurskoðun fari fram á stjórnar skránni. Þessar væntingar fá hljómgrunn í fræðilegri umfjöllun um stjórnskipunarmál. Það hlýtur því að teljast brýnt verkefni stjórnmálamanna að bregðast við þannig að ljóst sé að Alþingi standi undir ábyrgð sinni sem stjórnarskrárgjafi. Í því felst að kanna ber þann grundvöll til sátta sem allt bendir til að sé fyrir hendi um ýmis atriði. Þótt slíka vinnu mætti kenna við „lágmarksbreytingu“ (samanborið við hina nýju stjórnarskrá Stjórnlagaráðs) gæti hér allt að einu verið um að ræða umfangs- mestu breytingu á íslenskri stjórnarskrá frá upphafi. Sátt um stjórnarskrárbreytingu? NÝ STJÓRNAR- SKRÁ Ágúst Þór Árnason formaður laga- deildar HA Skúli Magnússon dósent við laga- deild HÍ ➜ Þessar væntingar fá hljómgrunn í fræðilegri umfjöllun um stjórn- skipunarmál. Ætlar þú að breyta um lífsstíl? Heilsulausnir henta einstaklingum sem glíma við offitu, hjartasjúk- dóma og/eða sykursýki. Hefst 21. janúar. Kynningarfundur fimmtud. 10. janúar kl. 17:30. Allir velkomnir S tjórnvöld hafa sagt slælegum ársreikningaskilum og kennitöluflakki stríð á hendur. Til stendur að ráðast í róttækar breytingar á starfsumhverfi félaga sem eru með takmarkaða ábyrgð. Starfshópur skilaði um helgina inn tillögum um heimild yfirvalda til að afskrá og slíta félögum, skoða leiðir til að stjórnendur félaga með takmarkaða ábyrgð „axli persónulega ábyrgð“ á þeim, endurskoða stofn- skilyrði þeirra og ákvæði um lánveitingar þeirra ef þau standa ekki skil á upplýsingum eða starfa lifandi dauð í lengri tíma. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunar- ráðherra, sagði í Fréttablaðinu að það þyrfti „að hreinsa til í þessum einkahlutafélagaskógi. Það þarf að ná því fram að hér séu ekki til þúsundir skúffufélaga þar sem engin sérstök starfsemi er í gangi“. Afstaða Steingríms er skiljanleg. Kennitöluflakk hefur þótt jafn sjálfsagt í íslenskum atvinnurekstri og malt og appelsín með jóla- steikinni. Hér hafa stór rekstrarfélög líka komist upp með að skila ekki ársreikningum í allt að áratug. Árið 2006 var 1.541 félag í vanskilum með ársreikninga. Árið 2008 var sú tala komin upp í 6.171. Embætti ríkisskattstjóra hefur tekið sér tak á undanförnum árum og gengið harðar fram í baráttu sinni gegn þessu ógagnsæi. Um fimm þúsund félög hafa þó enn ekki skilað inn ársreikningi vegna ársins 2011. Úræði yfirvalda vegna þessa eru hins vegar af skornum skammti. Í dag er hægt að vísa málum stærri félaga sem ekki skila reikn- ingum til meðferðar hjá skattrannsóknarstjóra. Til að teljast stórt félag þarf slíkt þó að uppfylla tvenn af þrennum stærðarmörkum: að eiga eignir sem nema meira en 300 milljónum króna, vera með rekstrartekjur sem eru meiri en 600 milljónir króna eða vera með yfir 50 starfsmenn. Langflest einkahlutafélög á Íslandi eru stofnuð utan um eignaumsýslu. Þau hafa hvorki rekstrartekjur né marga starfsmenn. Einu viðurlögin sem hægt er að beita slík félög eru 250-500 þúsund króna sekt árlega. Óhætt er að fullyrða að margir eigendur þeirra kjósi frekar að borga sektina en að skila inn ársreikningum, enda hafa þeir mikla fjárhagslega hagsmuni af slíkum feluleik. Mörg einkahlutafélög eru enn starfandi þrátt fyrir að hafa skuldað milljarða en vera eignalítil eða -laus. Og nú fer að styttast í að þau séu sloppin. Bráðabirgðaákvæði um riftanir var nefnilega sett inn í lög um gjaldþrotaskipti eftir hrun, sem lengdi hefðbundinn riftunarfrest úr tveimur árum eftir frestdag í fjögur ár. Það ákvæði rennur út í lok þessa mánaðar. Þau félög sem náðu að „þrauka“ án þess að fara í þrot, en færðu til eignir á árunum 2008, 2009 og 2010, eru því í vari með þá gerninga verði bráðabirgðaákvæðið ekki endur- nýjað. Til framtíðar þarf að loka þessum leiðum ef taka á Ísland alvarlega. Hagsmunasamtök atvinnu- og viðskiptalífs eru að átta sig á því og styðja auknar heimildir skattayfirvalda til aðgerða og eftirlits. Í Fréttablaðinu á þriðjudag sagði Skúli Jónsson, sviðstjóri skráasviðs Ríkisskattstjóra, að viðhorfsbreytingin hefði komið í kjölfar þess að „innan viðskiptalífsins áttuðu menn sig á því að þeir voru ekki að fá greiðslutryggingar erlendis þar sem litið var á Ísland sem einhvers konar platþjóðfélag“. Ljóst er að margir Íslendingar deila skoðun hinna erlendu. Bráðabirgðaákvæði um riftanir að renna út: Platþjóðfélag Þórður Snær Júlíusson thordur@frettabladid.is HALLDÓR Ein ræða varð að tíu árum Þá er komið í ljós hver var til- gangurinn með fyrirspurn Sigríðar Andersen, varaþingmanns Sjálfstæð- isflokksins, um hvaða prestar hefðu annast þær messur sem útvarpað hefur verið á sunnudagsmorgnum á Ríkisútvarpinu síðustu tíu árin. Hún hefur nú upplýst að tilefnið hafi verið síðasta útvarpsmessan fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrá, en Örn Bárður Jónsson, sem sat í stjórnlagaráði, messaði þá í útvarpinu. Þetta verður að teljast lengsta og krækl- óttasta fjallabaksleið að skýrt afmarkaðri athuga- semd sem lengi hefur sést. Fyrst Sigríður hafði eitthvað við boðskap klerksins í umræddri messu, sem var haldin 14. október 2012, að athuga var þá ekki nær að koma þeim einfaldlega á framfæri, frekar en að spyrja út í messur frá 2002? Verkefni fyrir ríkisstarfsmenn Sigríður er lítill aðdáandi ríkisvalds- ins og hefur oft og tíðum tjáð þá skoðun sína að fækka eigi verk- efnum þess til muna. Með fyrirspurninni tókst henni þó að fjölga verkefnum ríkisvaldsins, þó í litlu væri reyndar. Starfs- menn Ríkisútvarps- ins, mennta- og menningar- málaráðuneytisins og Alþingis komu allir að svarinu við fyrirspurninni sem snerist um einnar klukkutíma messu, en laut að tíu árum. Vegtyllusafnari Björt framtíð hefur nú tilkynnt um að efsta sæti lista flokksins í Reykja- vík norður skipi Björt. Ólafsdóttir reyndar. Í öðru sæti verður Heiða Kristín Helgadóttir, en hún ber titil sem bragð er að: stjórnarformaður Bjartrar framtíðar og framkvæmda- stjóri Besta flokksins. Þeir eru ekki margir hafa jafn veigamiklar vegtyllur í tveimur stjórnmálaflokkum í einu. kolbeinn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.