Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 24

Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 24
17. desember 2012 MÁNUDAGUR| SKOÐUN | 24 Skuldavanda heimilanna í dag er erfitt að leysa og það vantar hugmyndir um það hvað hægt er að gera. Þó ýmsir stjórnmálamenn staglist á því að leysa þurfi vandann benda þeir ekki á vænlegar leiðir til þess. Við Íslendingar verðum að bíta í það súra epli að hægt hefði verið að fram- kvæma almenna skulda- lækkun eða festa vísi- töluna í janúar 2009 en nú er það orðið of seint, tækifærið er runnið úr greipum stjórnvalda. Íslendingar vita að krónan er einn lélegasti gjaldmiðill heims en margir halda að hún leysi allan vanda því hægt er að fella gengið. Þó er það talið merki um veikleika á geði eða litla greind að gera það sama aftur og aftur og halda að maður geti fengið aðra útkomu en áður. Leggja þarf niður verðtryggingu Verðtrygging fasteignalána hefur komið mörgum heimilum í land- inu illa því lán bundin við neyslu- verðsvísitölu hafa hækkað langt umfram verð á fasteignum. Þá horfa margir til óverðtryggðra lána sem lausnar. En þar sem gjaldmiðillinn er eins óstöðugur og raun ber vitni þá krefjast lán- veitendur á óverðtryggðum lánum breytilegra vaxta, lánveitandinn getur breytt þeim að vild (oftast þýðir þetta hækkað þá). Gefum okkur t.d. að á næsta ári taki við léleg stjórn og verðbólga færi í 50%. Þá myndu bankarnir hækka óverðtryggða vexti í 60%, sá sem væri með 20 milljóna króna lán þyrfti þá að borga 12 milljónir í vexti yfir árið. Það gengur ekki upp. Við sitjum því uppi með verð- tryggð lán en leggja þarf niður verðtryggingu fasteignaskulda við neysluverðsvísitölu. Íslensk heimili hafa verið látin taka áhættu af afleiðum sem ættu aðeins að vera í boði fyrir fjárfestingar- banka og verðbréfasjóði. Nú er talað um að aðskilja fjárfestingarbanka frá hefðbundinni banka- starfsemi þar sem áhætt- an sé of mikil en á meðan er hver einasta fjölskylda í landinu látin taka áhættu í fjármálum sem má líkja við fjárhættuspil. Kaupandi eignast alltaf hlut Ég velti hér upp þeirri hugmynd að taka upp verðtryggingu á fasteigna skuldum sem bundin verði fasteignaverði. Með því móti eignast kaupandi alltaf hlut í fast- eign sem hann kaupir og greiðir af hvernig sem verðið sveiflast á markaði. Lánveitandinn fær verð- tryggingu á sínum peningum m.v. fasteignaverð. Það má hugsa sér að lán sé veitt með lágum vöxtum t.d. 3% til 50 ára. Þá greiðir lán- þeginn 2% af höfuðstólnum á ári. Ef við tökum dæmi af 20 millj- óna króna láni væri afborgun og vextir rúmar 83 þús. kr. á mánuði eða ein milljón á ári. Afborgun lækkar þegar á líður því höfuð- stóllinn lækkar. Kaupandi væri þá eftir 10 ár búinn að greiða fimmt- ung af láninu og það væri alltaf hans hlutur í íbúðarverðinu ef hann selur. Til að fjármagna kerfið mætti hugsa sér að höfuðstóll og vextir slíkra verðbréfa væru undan- þegnir skatti. Fólk sem vill minnka við sig fasteign gæti keypt eða tekið við slíkum bréfum og átt þau til að fá vextina. Lífeyrissjóðir og aðrir fjár- festar eru sífellt að taka stöðu í einhverjum eignum. Ef þeir kaupa t.d. hlutabréf í Eimskip má segja að þeir taki stöðu í skipum, flutningatækjum, fasteignum, olíuverði og ýmsu öðru sem þarf til reksturs flutninga fyrirtækis. Þeir taka áhættuna og reikna ekki með að verðgildi bréfanna hækki þó að verð á t.d. sjónvarps- áskrift, koníaki eða sokkabuxum hækki. Því er eðlilegt að þessum aðilum bjóðist kaup á fasteigna- verðstryggðum bréfum. Með því móti styðja þeir við bakið á sjóðs- félögum og fá 3% ávöxtun. Reikna má með að byggingaraðilar vildu lána íbúðarkaupendum með slíkri verðtryggingu og selja bréfin með afföllum til fjárfesta. Það þarf þó að hafa í huga að miðstýrt kerfi eins og Íbúðalánasjóður þarf að miðla bréfunum til að koma í veg fyrir að fjárfestar krefðust affalla af almenningi. Þetta er í raun svipað og húsbréfakerfið sem var hér fyrir nokkrum árum en með annarri verðtryggingu. Fasteignaverðsvísitala væri reiknuð út þannig að fundið væri út meðalverð íbúðar húsnæðis í landinu. Vísitalan væri ekki byggingarvístala heldur einfald- lega summa allra þinglýstra kaupsamninga deilt með seldum heildar fermetrafjölda. Það sjá allir sem nenna að pæla í þessum málum að verðtryggingin sem hefur verið notuð hér á landi gengur ekki upp. Það er ágætt að mæla verð á neysluvörum til að sjá hvernig gengur í þjóð félaginu en að binda allar skuldir við slíkan útreikning er hreinlega galið þegar laun og kjör eru ekki bundin þessari sömu viðmiðun. Sanngjörn verðtrygging Fjölbreyttur hópur tók þátt í Stóru grænu helginni (e. Big Green Weekend) í októ- ber sem er alþjóðlegur við- burður. Þar komu saman sjálfboðaliðar í náttúru- vernd og létu gott af sér leiða. Þetta var í annað skipti sem Umhverfisstofnun tekur þátt í þessu sam- starfi og í þetta sinn var óskað eftir íslenskum sjálf- boðaliðum í samstarfi við náttúru verndarsamtök á höfuðborgarsvæðinu. Um Stóru grænu helgina fór hópur sjálfboðaliða úr Fuglavernd, Framtíðarlandinu, Landvernd og AUS, ásamt sjálfboðaliðum starfs- fólks Umhverfisstofnunar, til Eld- borgar í Bláfjöllum. Þar var unnið af krafti við að setja upp skilti, loka fyrir nokkra slóða með grjóti og afmarka bílastæði en stærsta verk- efnið var þó að afmarka göngustíga með því að græða sár í mosanum. Nokkurra tuga metra langur slóði gegnum mosann var græddur með svokallaðri „moss transplanting“- aðferð, þar sem mosi var tekinn af öðru svæði án þess að skaða lands- lagið, hann settur á bretti og flutt- ur til Eldborgar. Mosinn var settur á slóða sem hafði verið undirbúinn með grjóti sem komið var fyrir á staðnum til þess að mosinn næði að festast. Dýrmæt kunnátta Þessi aðferð er vel þekkt og oft notuð á friðlýstum svæðum sem eru í umsjá Umhverfisstofnunar (t.d. við Grábrókargíga í sumar) og einnig í Vatnajökulsþjóðgarði, þar sem sjálfboðaliðar á vegum Umhverfisstofnunar vinna við hlið landvarða og þjóð- garðsvarða yfir sumar- tímann. Vegna Stóru grænu helgar innar komu, auk hinna, tveir reyndir sjálfboða liðar frá Bret- landi og Þýskalandi. Þeir hafa unnið á Íslandi í átta sumur í röð og eru orðn- ir sér fróðir um alls kyns aðgerðir í náttúruvernd og búa yfir dýrmætri kunn- áttu sem Umhverfisstofnun vill varðveita. Þess vegna, meðal ann- ars, tekur Umhverfisstofnun þátt í námskeiði í göngustígagerð sem Hólaskóli skipuleggur í maíbyrjun ár hvert. Þessa helgi var veðrið miskunnar- laust en sjálfboðaliðarnir unnu hörkuvinnu og kláruðu verkefnið í þeirri náttúruperlu sem Eldborg er. Mikilvæg vinna Umhverfisstofnun er stolt yfir því að geta sagt frá því að á árinu hafa verið unnir 2.220 vinnudagar (444 mannvikur) á 30 svæðum um allt land, frá Hornströndum til Lóns- öræfa, frá Reykjanesi til Ás byrgis, frá Snæfellsnesi til Kverkfjalla. Sjálfboðaliðastarfi ársins 2012 lauk svo formlega með Stóru grænu helginni. Um 180 manns komu sérstaklega til landsins í sumar og unnu gríðar- lega mikilvæga vinnu í þágu nátt- úrunnar. Við viljum þakka þeim sérstak lega fyrir óeigingjarnt starf. Umhverfisstofnun hefur rekið slík verkefni beint í um áratug og að hluta einnig í samstarfi við sjálf- boðaliðasamtök. Við hjá Umhverfisstofnun viljum þakka landvörðum Vatnajökuls- þjóðgarðs, Ferðafélags Íslands, Útivistar og Umhverfis stofnunar, skógarvörðum Skógræktar félags Reykjavíkur og Skógrækt ríkis- ins fyrir samstarfið og sam- veruna. Kærar þakkir enn fremur til margra annarra aðila sem hafa hjálpað okkur, til dæmis rútu- bílstjóra sem færðu okkur mat og verkfæri út um allt land og starfs- fólks á tjaldsvæðum þar sem sjálf- boðaliðar fengu gistipláss. Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboðaliða- starfi í náttúruvernd meðal Íslend- inga. Á Íslandi eru 107 friðlýst svæði og af þeim eru sautján á höfuðborgar- svæðinu. Um grænu helgina kom upp sú hugmynd að hvert og eitt þessara 107 svæða eignaðist sinn vinahóp sem sinnti náttúruvernd og -umhyggju á svæðinu. Vinahóparnir eru hugsaðir sem hluti af starfsemi Umhverfisstofnunar, sem mun sjá um verkefni á friðlýstum svæðum, verkfæri og þjálfun. Sjálfboðaliðar í náttúruvernd FJÁRMÁL Björn Valdimarsson hönnuður í Reykjavík ➜ Við sitjum því uppi með verðtryggð lán en leggja þarf niður verðtryggingu fasteignaskulda við neyslu- verðsvísitölu. Íslensk heimili hafa verið látin taka áhættu af afl eiðum sem ættu aðeins að vera í boði fyrir fjárfest- ingar banka og verðbréfasjóði. ➜ Við viljum sérstaklega þakka sjálfboðaliðunum sem komu og við vonum að þeir geti hjálpað okkur að koma á hefð fyrir sjálfboða- liðastarfi í náttúruvernd meðal Íslendinga. NÁTTÚRU- VERND René Biasone umsjónarmaður sjálfb oðaliða í náttúruvernd fæst á www.kronan.is HANGIKJÖT í miklu úrvali! GJAFAKORT

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.