Fréttablaðið - 17.12.2012, Blaðsíða 25
VIKA TIL JÓLA
Það styttist óðum til jóla og líklegast hafa margir notað
nýliðna helgi til skreytinga. Opið er í verslunum til tíu á
kvöldin, sem margir notfæra sér. Ágætt ráð er að klára allt
sem gera þarf í vikunni og nota næstu helgi til að njóta fjöl-
breytts listalífs.
Kammerkór Háteigskirkju heldur óskalagatónleika miðvikudaginn 19. desember í Háteigskirkju.
Áhugasömum hefur gefist kostur undan-
farnar vikur á að senda óskalög á Kára
Allanson, organista og kórstjóra Há-
teigskirkju, og nú hefur hann sett saman
17 laga söngdagskrá. Hann segir þetta
vera í fyrsta skiptið sem slíkir tónleikar
séu haldnir í Háteigskirkju og að til-
hlökkun kórmeðlima sé mikil. „Hug-
myndin að tónleikunum er fengin að
láni há Eyþóri Inga Jónssyni, organista
á Akureyri. Hann hefur haldið sambæri-
lega orgeltónleika sem tókust mjög vel
og voru virkilega skemmtilegir. Þar spil-
aði hann ýmis óskalög, meðal annars
lagið úr Dallas-þáttunum. Við stálum
eiginlega þessari hugmynd frá honum
en ákváðum að nýta kórinn í verkið.“
Það er öllu flóknara að halda óska-
lagatónleika með kór enda mikil vinna
fólgin í útsetningu sumra laganna að
sögn Kára. „Við tökum til dæmis Last
Christmas með Wham og Santa Baby
sem bæði Eartha Kitt og Madonna hafa
sungið. Annars er svo merkilegt hvað
fólk biður mikið um þessi gömlu góðu
lög, eins og Heims um ból og Fögur
er foldin. En lögin sautján koma þó úr
ýmsum áttum.“
Kammerkór Háteigskirkju er bland-
aður kór sem inniheldur einungis
menntaða söngvara með mikla reynslu.
Þetta verða fyrstu opinberu tónleikar
kórsins enda var hann stofnaður fyrr á
þessu ári. „Við byrjum með stæl, það
er ekki hægt að segja annað. Við erum
líka að lýðræðisvæða þessa tónleika-
upplifun og tökum þjóðfundarmódelið
á þetta.“
Miðinn á tónleikana kostar einungis
2.500 kr. og er hægt að nálgast miða hjá
kórfélögum, við innganginn og einnig
er hægt að senda tölvupóst á Kára
sjálfan, á netfangið kari@hateigskirkja.
is. „Við gerum okkur auðvitað vonir um
góða aðsókn enda eiga þetta vafalaust
eftir að verða skemmtilegir og öðru-
vísi tónleikar en fólk er vant að hlýða á.
Tónleikarnir taka rúmlega klukkustund
og tónleikagestir eiga eftir að heyra
fjölbreytt úrval jólalaga hjá Kammer-
kórnum okkar.“
LÝÐRÆÐISVÆDD
TÓNLEIKAUPPLIFUN
HÁTEIGSKIRKJA KYNNIR Óskalagatónleikar verða haldnir í Háteigskirkju í
næstu viku. Tónleikagestir velja sjálfir lögin sem sungin eru.
ÓSKALÖG
„Við byrjum með stæl,
það er ekki hægt að segja
annað,“ segir Kári Allans-
son, organisti og kórstjóri
Háteigskirkju.
MYND/GVA
HÁTEIGSKIRKJA
Óskalagatónleikar verða
í Háteigskirkju.
MYND/GVA
Hágæða sæn
gurverasett
og sloppar -
Mikið úrval
Jólagjöfin í ár
20%
afslát
tur