Fréttablaðið - 17.12.2012, Síða 46
17. desember 2012 MÁNUDAGUR
„Þetta er fullorðinssýning að
því leyti að hún fjallar um nei-
kvæðar hliðar jólanna; stressið,
pirringinn, verslunar brjálæðið,
óþolandi jólahefðir og þess
háttar,“ segir Hjörtur Jóhann
Jónsson, einn af meðlimum leik-
hópsins Óska börnum ógæfunnar.
Leik hópurinn frumsýnir jólasýn-
ingu fyrir fullorðna næstkomandi
mánudag, 17. desember, í Tjarn-
arbíói. Nóttin var sú ágæt ein er
titill verksins en höfundur þess er
Anthony Neilson. Hjörtur Jóhann
þýddi og staðfærði ásamt leik-
stjóranum, Vigni Rafni Valþórs-
syni. Verkið heitir á frummáli The
Night Before Christmas.
Nóttin var sú ágæt ein er fyrsta
sýning leikhópsins sem var stofn-
aður í sumar. Verkið fjallar um
tvo félaga sem góma innbrotsþjóf
rétt fyrir miðnætti á aðfanga-
dagskvöld. Þjófurinn heldur því
hins vegar statt og stöðugt fram
að hann sé raunverulegur jóla-
sveinn. Félagarnir halda honum
föngnum og vilja draga hann til
ábyrgðar fyrir að jólin séu orðin
hátíð græðgi og sýndarmennsku.
Þegar líður á kvöldið kemur þó
ýmislegt í ljós sem þeir geta ekki
útskýrt.
„Persónur verksins eiga það
sameiginlegt að allar eru þær
komnar með upp í kok af jólunum
á einn eða annan hátt. Sýningin er
ekki ætluð börnum þar sem talað
er um eiturlyf, kynlíf, ofbeldi og
fleira skemmtilegt, og mikið blót-
að og bölvað og ragnað. Einnig er
jólasveinninn í verkinu ekki alveg
sá sæti og skemmtilegi sveinki
sem börn þekkja hvað helst,“ segir
Hjörtur og bætir brosandi við: „Ég
er ekki viss um að þau myndu vilja
trúa á þennan jólasvein.“
Boðskap verksins segir Hjörtur
vera að minna á að jólin séu ekki
sjálfkrafa yndislegur tími. „Jólin
eru erfið fyrir mjög marga,
kannski einmitt vegna þess að
þau eiga að vera svona dásamleg.“
Hann bætir við að hátíð ljóss og
friðar sé nú orðin laus við friðinn.
„Þetta er hins vegar ágætis tæki-
færi til að spyrja sig hvað skiptir
mestu máli. Er mikilvægara að
koma öllu skrautinu upp og skera
þrjú tonn af laufabrauði, eða bara
að njóta þess að eiga góðar stundir
með fólkinu þínu?“
Hjörtur Jóhann leikur sjálfur í
sýningunni, en aðrir leikarar eru
Lilja Nótt Þórarinsdóttir, Bene-
dikt Karl Gröndal og Davíð Freyr
Þórunnarson. Vignir Rafn Val-
þórsson leikstýrir.
Nóttin var sú ágæt ein verður
sýnt sex sinnum á þremur dögum
og er hver sýning rúm klukku-
stund að lengd. Sýningardagar
eru 17., 18. og 20. desember. Upp-
lýsingar um miðasölu má finna
á Facebook-síðu sýningarinnar.
halla@frettabladid.is
MENNING
Kamilla og vinir hennar þurfa að kljást við
kexvitlausan vísindamann, fluggáfaðan úlf og
sína eigin foreldra í þessari þrælfyndnu bók.
Rækilega fyndin
og spennandi!
„frábær
húmor
...einstaklega
vönduð“
Edda Björgvins
leikkona
fyrir
ára
7-12
„Bull-
fyndin
bók“
Rökkvi 10 ára
Vorið 2012
hlaut Bókabeitan
Vorvinda IBBY fyrir framlag
sitt til barnamenningar
6.
sæti
yfir mest
seldu barna- og
unglingabækur*
*
M
et
sö
lu
lis
ti
E
ym
un
ds
so
n
vi
ku
na
1
4
.-2
1
.
nó
v.
Jólasveinn gómaður
á aðfangadagskvöld
Nóttin var sú ágæt ein nefnist jólaleiksýning fyrir fullorðna sem leikhópurinn
Óskabörn ógæfunnar frumsýnir í Tjarnarbíó í kvöld. Sýningin fj allar um tvo
félaga sem góma innbrotsþjóf sem heldur því fram að hann sé jólasveinninn.
JÓLAHJÖRTUR Er einn forsprakka Óskabarna ógæfunnar, leikhóps sem stofnaður var í sumar. Hann þýðir og staðfærir verkið
Nóttin var sú ágæt ein ásamt Vigni Rafni Valþórssyni leikstjóra, auk þess að leika í því. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
TÓNLIST ★★★★ ★
Eva Þórarinsdóttir og Benja-
min Powell
Norðurljósasalur Hörpu
FIMMTUDAGINN 13. DESEMBER
Ég hafði aldrei heyrt um Evu
Þórarinsdóttur fiðluleikara fyrr
en hún hélt fyrstu opinberu tón-
leikana sína í Norðurljósum Hörpu
á fimmtudagskvöldið. En það er
ólíklegt að ég gleymi henni í bráð.
Að vísu var fyrsta verkið á dag-
skránni, sónatan eftir Janacek, ekki fyllilega
sannfærandi. Eva spilaði ásamt píanóleikaranum
Benja min Powell. Eva virkaði dálítið fjarlæg, allur
ævintýraheimur tékkneska tónskáldsins var ein-
hvern veginn annars staðar. Leikurinn var samt
vandaður, nóturnar voru á sínum stað. En það
vantaði kraftinn og gleðina.
Þetta var greinilega taugaóstyrkur sem yfirleitt
er verstur í upphafi tónleika því í næsta verki kvað
við annan tón. Það var G-dúr sónatan eftir Ravel,
einhver glæsilegasti flutningur á henni sem ég hef
heyrt á tónleikum. Eva spilaði af sjaldheyrðri mýkt,
allar tónahendingar voru óvanalega fallega mót-
aðar. Þær voru áreynslulausar og eðlilegar. Upp-
byggingin á verkinu var líka afar flott, fyrsti kafl-
inn stigmagnaðist t.d. þrep af þrepi. Fyrir bragðið
var framvindan alveg sérstak-
lega spennandi. Eva féll aldrei í
þá gryfju að leggja öll trompin á
borðið strax. Þvert á móti komu
hápunktarnir á hárréttum augna-
blikum. Það var mögnuð upplifun.
Powell spilaði einnig af stakri
fagmennsku, hröð nótnahlaup
voru pottþétt, túlkunin leikandi,
flæðið í tónlistinni óheft og gríp-
andi.
Eftir hlé lék Eva einleikssónötu
nr. 5 eftir Ysaÿe. Það er heillandi
tónlist, eins og flest eftir tón-
skáldið. Eva lék af tæknilegum
yfirburðum, túlkunin var í senn draumkennd og
spennuþrungin. Sömu sögu er að segja um síðasta
verkið, G-dúr sónötuna eftir Brahms, sem Eva spilaði
ásamt Powell. Hún var svo hrífandi á tónleik unum
að ég fékk tár í augun. Það var í henni skemmtileg
ákefð, en samt voru allar laglínurnar blátt áfram og
mjúkar. Þær fæddust eðlilega og flæddu án hindrana
yfir í næstu laglínu. Fyrir bragðið var tónlistin svo
fallega lýrísk að það var alveg einstakt.
Eva er greinilega frábær fiðluleikari. Það verður
spennandi að fylgjast með henni í framtíðinni.
Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Eva Þórarinsdóttir er ný stjarna í íslensku
tónlistarlífi.
Hápunktur á hárréttum stöðum
Persónur verksins
eiga það sameiginlegt
að allar eru þær komnar
með upp í kok á jólunum
á einn eða annan hátt.
Ótrúlegt
úrval íbúða til sölu
eða leigu!
STÆRSTI
HÚSNÆÐISVEFUR
LANDSINS