Fréttablaðið - 17.12.2012, Page 64

Fréttablaðið - 17.12.2012, Page 64
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barninu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra innlánsreikninga bankans hverju sinni. Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lífið. Þú finnur sérfræðinga í sparnaði í þínu útibúi. Framtíðarreikningur vex með barninu Öllum nýjum Framtíðarreikningum og innlögnum yfir 2.000 kr. fylgir bolur eða geisladiskur.* Jólakaupauki! * Meðan birgðir endast. 1 Gjörsamlega misheppnaðar jólakortamyndir 2 Faðir fórnarlambs tjáir sig við fj ölmiðla 3 Listi Bjartrar framtíðar opinberaður 4 Hver var Adam Lanza? 5 Transkonur í vandræðum með röddina Vel heppnaðir tónleikar Tónleikarnir Jólagestir Björgvins Halldórssonar fóru fram í Laugar- dalshöllinni á laugardag og þóttu einstaklega vel heppnaðir. Svala og Krummi Björgvinsbörn stigu bæði á stokk ásamt föður sínum og sungu með honum lagið War Is Over eftir John Lennon. Athygli vakti að Svala og faðir hennar voru bæði hvít- klædd er þau sungu saman lagið Þú komst með jólin til mín og var það engin tilviljun því feðginin höfðu löngu ákveðið að klæða sig í stíl þetta kvöld. Mæðgurnar Bryndís Jakobsdóttir og Ragga Gísla tóku einnig lagið saman auk Þórunnar Antoníu Magnús- dóttur, Diddúar, Sigríðar Thorlacius og Jólastjörnunnar Margrétar Stellu Kaldalóns. Það má því með sanni segja að kvöldið hafi verið fjölskyldu- skemmtun í anda jólanna. Jólatréð volduga Stór og mikill hlynur stendur á lóð Íslensku auglýsingastofunnar við Laufásveg. Tréð er næstum aldar- gamalt og er skreytt fyrir hver jól og duga þá ekki færri en tíu þúsund og tvö hundruð ljós til að lýsa það allt upp í skammdeginu. Á veggnum sem umlykur garð auglýsingastofunnar má finna skjöld þar sem vegfarendur eru hvattir til þess að mynda hlyninn og deila myndinni á Foursquare eða Instagram. Fjöldi fólks, bæði Reyk- víkingar sem og erlendir ferðamenn, hafa þegar orðið við þessari bón. - sm

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.