Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 2

Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 2
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 Ómar, er búin að vera mikil keyrsla á ykkur? „Já, við höfum þurft að gefa allt í botn.“ Ómar Þröstur Hjaltason er annars forsvars- manna bílstjóraþjónustunnar Keyrðu mig heim, sem sérhæfir sig í að skutla bílum heim fyrir drukkna eigendur. Frétt um þjónustuna var vinsælasta dægurfrétt ársins 2012 á Vísi. SLYS „Eftirlitsmaður úr vinnu- véladeild fer í framhaldi af þessu tilviki og skoðar aðstæður sem sköpuðust þarna og þennan til- tekna stiga,“ segir Helgi Haralds- son, deildarstjóri tæknideildar Vinnueftirlitsins. Búnaður verður skoðaður, mögulegt slit, staðsetn- ing neyðarhnappa og merkingar. „Síðan munum við yfirfara okkar skoðanir og vinnulag til að sjá hvort við getum gert eitthvað meira til að fyrirbyggja svona í framtíðinni. Við Íslendingar erum nú bara þannig gerðir að slys eru algjörlega óásættanleg, svo ég tali nú ekki um slys á börnum.“ Fréttablaðið greindi frá slysi í gær þar sem móður tveggja ára stúlku tókst naumlega að losa dóttur sína úr stígvéli sem fest hafði í rúllustiga í verslunar- miðstöðinni Firði í Hafnarfirði laust fyrir jól. Stúlkan hlaut minni háttar meiðsl en stígvélið gjöreyðilagðist og var því mikil heppni að hún losnaði. Stiginn hafði verið vottaður af Vinnueftir- litinu í nóvember síðastliðnum. Þúsundir misalvarlegra slysa og óhappa verða í rúllu stigum á ári hverju um allan heim. Öryggis vandamál varðandi rúllu- stiga eru vel þekkt, sérstaklega erlendis, og segir Helgi það koma fyrir að fólk, þá sérstaklega börn, missi tær og jafnvel stærri útlimi í stigum. „Það er mjög margt sem getur farið úrskeiðis; hönnunin, við- haldið, þjónustan og svo auðvitað hegðun þeirra sem nota stigann,“ segir Helgi. „Hér á landi eru þó bara örfáir stigar og þjónustan og viðhaldið því yfirleitt í lagi.“ Vinnueftirlitið framkvæmir Vinnueftirlitið fer yfir verkferla í kjölfar slyss Vinnueftirlitið skoðar nú tildrög rúllustigaslyssins í Firði rétt fyrir jól. Verkferlar verða yfirfarnir í kjölfar slyssins. Þúsundir misalvarlegra rúllustigaslysa verða í heiminum á hverju ári. Öll slys eru óásættanleg, segir deildarstjóri eftirlitsins. DULIN HÆTTA Þúsundir slysa verða í rúllustigum um allan heim, en víða erlendis er eftirliti ábótavant, samkvæmt deildarstjóra Vinnueftirlitsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ● Tólf ára stúlka slasaðist mjög alvarlega eftir að hafa fest höfuðið á milli rúllustiga og efri hæðar verslunarmiðstöðvar á leið sinni upp. Stúlkan festi hárið í stiganum þegar hún beygði höfuð sitt til að sjá á neðri hæðina. Stúlkan var færð í dái á sjúkrahús með blóðtappa í höfði. Bangkok, Taílandi– september 2012 ● Þriggja ára drengur missti þrjá fingur í rúllustigaslysi í verslunarmiðstöð. Ekki er vitað hvað varð til þess að drengurinn festi fingurna í stiganum en hann datt niður með hönd sína fasta á milli og var fluttur alvarlega slasaður á sjúkrahús. Sydney, Ástralíu– desember 2012 ● Fjórir slösuðust þegar rúllustigi í verslunarmiðstöð bilaði og brotnaði í sundur. Hjólin undir stiganum brotnuðu og á nokkrum sekúndum lyftust heilu tröppurnar upp svo fólk þurfti að flýja niður eða upp til að bjarga sér. Enginn slasaðist þó alvarlega. Bellevue, Washington-ríki í Bandaríkjunum– júlí 2012 Festi hárið og endaði í dái á spítala öryggisskoðanir á rúllu stigum einu sinni á ári. Þá er meðal annars leitað eftir því hvort til staðar sé þjónustusamningur vegna stigans svo reglubundið eftir lit sé tryggt. Slíkum samn- ingum geti verið ábótavant víða erlendis. sunna@frettabladid.is DANMÖRK Nýjar og strangari reglur um gjafa- sæði í Danmörku gætu orðið til þess að sæðis- bankinn Cryos International í Árósum, stærsti sæðisbanki heims, hætti að sjá Dönum fyrir sæði. Þetta kemur fram í frétt á vef danska ríkis útvarpsins, DR. Nýja reglugerðin kveður á um að tryggt verði að tólf börn hið mesta verði til með sæði hvers sæðisgjafa. Ole Schou, forstjóri Cryos, segir ómögulegt að tryggja slíkt og því sé útséð um að fyrirtækið geti séð læknastofum í Danmörku fyrir sæði. „Afleiðingarnar eru þær að barn- laust fólk verður að leita til útlanda, ættleiða börn eða vera áfram barnlaust,“ segir Schou. Yfirlæknirinn á Ciconia-lækna stofunni í Árósum, sem hefur reitt sig á sæði frá Cryos, segir þess ekki langt að bíða að afleiðingarnar komi í ljós. „Við, og aðrar stofur í Danmörku, verðum þurrausin eftir tvær vikur, kannski þrjár.“ Um 250 konur hafa fengið gjafasæði í Dan- mörku ár hvert en nú er allt útlit fyrir að mikill samdráttur verði strax í ár, þar sem fyrirtækin hafa ekki leyfi til innflutnings á sæði. Enn verður þó leyfilegt að nota sæði sem hefur verið gefið af fjölskyldumeðlimi, eða ef sæðið var pantað fyrir árslok 2012. - þj Þrengt að frjósemismeðferðum með reglum um að aðeins megi geta tólf börn með sæði hvers gjafa: Sjá fram á landlæga sæðisþurrð í Danaveldi SÆÐI Dönsk stjórnvöld hafa hert á reglugerðum um sæðisgjafir, sem óttast er að geti valdið sæðisþurrð í landinu. NORDICPHOTOS/AFP VINNUMÁL Hvorki gengur né rekur í kjaraviðræðum hjúkrunarfræðinga og Landspítala háskólasjúkra- húss. „Deilan er enn í hnút og stjórnvöld virðast því miður ekki gera sér grein fyrir alvöru málsins,“ segir Elsa Björk Friðfinnsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. „Það hefur ekkert gerst síðan fyrir jól,“ segir hún og minnir á að það styttist í að hjúkrunarfræðingar gangi út. Í desember sögðu 240 hjúkrunarfræðingar upp störfum á spítalanum vegna óánægju með vinnuað- stöðu og launakjör. Uppsagnir þeirra taka gildi 1. mars næstkomandi. Í hópnum eru hjúkrunarfræð- ingar með mikla sérhæfingu og útlit er fyrir að starfsemi spítalans muni raskast verulega nái upp- sagnirnar fram að ganga. Síðan í desember hafa staðið yfir viðræður um endurskoðun á stofnanasamningi Landspítalans við hjúkrunarfræðinga. Elsa segist vita til þess að heilbrigðisráðherra hafi verið í fríi og það kunni að skýra hægari gang í við- ræðum undanfarið. Hún bendir á að nú séu komnir fjórir mánuðir síðan ráðherra ætlaði að hækka laun forstjóra spítalans, en það hafi verið dropinn sem fyllti mælinn hjá hjúkrunarfræðingum. „Ráðherra ber því ansi mikla ábyrgð á því sem komið er. Á þessum tíma hefur bara verið fundað og varpað fram hugmyndum, en án árangurs.“ - óká Enn er allt í hnút í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga við Landspítalann: Segir ráðherra bera mikla ábyrgð UMHVERFISMÁL Skipulagsstofnun segir að þótt áhrif af fyrirhuguðum mannvirkjum við Þríhnúkagíg séu að langmestu leyti afturkræf geti þau ásamt stígagerð haft neikvæð áhrif á verndargildi gígsins. Þá séu framkvæmdirnar innan vatnsverndarsvæðis. „Allar framkvæmdir og rekstur innan þess valda álagi á svæðið og ljóst að aukin starfsemi hefur í för með sér aukið álag og eykur um leið hættu á mengunarslysum,“ segir Skipulagsstofnun, sem setur annars vegar skilyrði um að hámarkshraði á veginum að gígnum verði 70 kílómetrar á klukkustund og hins vegar að fyrir liggi niðurstöður um endurskoðun vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu. - gar Skipulagsstofnun vill hraðatakmarkanir og góða vatnsvernd: Aðeins ekið á 70 að Þríhnúkagíg ÞRÍHNÚKAGÍGUR Eftirsóttur áfangastaður ferðamanna. MIKIL ÁBYRGÐ Elsa Friðfinnsdóttir segir stjórnvöld ekki átta sig á alvörunni í kjaradeilu hjúkrunarfræðinga og ríkisins. FRAMKVÆMDIR Snjóbræðslukerfi sem lagt var undir Klapparstíg í nýafstöðnum endurbótum á milli Laugavegar og Hverfisgötu verður tengt öðru hvoru megin við helgina. Að sögn Ólafs Ólafssonar, yfir- manns mannvirkjaskrifstofu Reykjavíkurborgar, náðist ekki fyrir jól eins og til stóð að tengja nýju hitalagnirnar í götunni við snjóbræðslustöð sem sett var upp í bílastæðahúsi í Traðarkoti. Um sams konar kerfi er að ræða og komið var fyrir við endurbætur á Klapparstíg ofan Laugavegar fyrr á nýliðnu ári. - gar Endurbætur á Klapparstíg: Snjóbræðslan brátt í gagnið HVERAGERÐI Vilja 100 herbergja hótel Einkahlutafélagið Stracta Construction hefur óskað eftir viðræðum við bæjar- stjórnina í Hveragerði um úthlutun lóðar vegna uppbyggingar allt að 100 herbergja hótels með veitingastað og fundarsölum. Bæjaryfirvöld hyggjast ræða við fulltrúa félagsins um mögu- leikana á slíkri uppbyggingu. ALMANNAVARNIR Hættustigi aflétt Hættustigi almannavarna á Vest- fjörðum og á Hofsósi var aflétt í gær. Hús höfðu verið rýmd vegna yfir- vofandi snjóflóðahættu. Snjókoma undanfarna daga hefur víða haft mikil áhrif á færð á vegum og valdið víðtæku rafmagnsleysi. SPURNING DAGSINS ÚTSALA 38 ÞREP Laugavegi 49 / sími 561 5813

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.