Fréttablaðið - 04.01.2013, Side 12
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 12
BANDARÍKIN Barack Obama
Bandaríkjaforseti undirritaði
á miðvikudaginn lög um fjár-
mögnun hernaðarumsvifa. Alls
eru 633 milljarðar dala ætlaðir
til þessa málaflokks á árinu, eða
rúmlega 80.000 milljarðar króna.
Þetta er þó nokkru lægri upp-
hæð en Bandaríkjaþing hefur veitt
til hersins á undanförnum árum,
en samdrátturinn skýrist meðal
annars af minni umsvifum hers-
ins, einkum í Írak og Afganistan.
Obama sagðist reyndar and vígur
nokkrum ákvæðum lagabálksins,
sem hann undirritaði engu að síður.
Meðal annars gagnrýndi hann að
áfram fylgdi lögunum ákvæði sem
gera honum ókleift að flytja fanga
frá Guantanamo-búðunum á Kúbu
til fangelsa í Bandaríkjunum eða
til annarra landa.
„Ég er enn þeirrar skoðunar að
starfræksla búðanna grafi undan
þjóðaröryggi okkar með því að
kasta fjármunum á glæ, skemmi
fyrir samskiptum okkar við mikil-
væga bandamenn og styrki óvini
okkar,“ segir í yfirlýsingu sem
Obama sendi frá sér við undir-
ritun laganna.
Eitt af helstu kosningalof-
orðum Obamas var að loka fanga-
búðunum á Kúbu og flytja grunaða
hryðjuverkamenn í fangelsi í
Bandaríkjunum, þar sem hægt
yrði að draga þá fyrir bandaríska
dómstóla. Meirihluti repúblikana
á þingi hefur hins vegar beitt laga-
ákvæði af þessu tagi til að koma í
veg fyrir að þau áform næðu fram
að ganga.
„Áratugum saman hafa ríkis-
stjórnir bæði repúblikana og
demókrata lögsótt með góðum
árangri hundruð hryðjuverka-
manna fyrir alríkisdómstólum,“
sagði Obama og fór ekki dult með
andstöðu sína.
Í yfirlýsingu sinni segist Obama
hafa hugleitt að neita að skrifa
undir lögin af þessum ástæðum,
eins og hann gerði á síðasta ári
þegar hann undirritaði sams
konar lög, en rétt eins og í fyrra
hefði niðurstaðan orðið sú að nauð-
syn þess að útvega hernum fé til
að starfa áfram vægi þyngra
en andstaða forsetans við hluta
laganna.
Niðurskurður á fjárfram-
lögum til hersins er hluti af sam-
komulagi forsetans við þingmenn
Repúblikana flokksins sem gert
var á síðustu stundu nú um ára-
mótin. gudsteinn@frettabladid.is
Ég er enn
þeirrar
skoðunar að
starfræksla
búðanna grafi
undan þjóðar-
öryggi okkar
með því að kasta fjár-
munum á glæ, skemmi
fyrir samskiptum okkar
við mikilvæga banda-
menn og styrki óvini
okkar.
Barack Obama
forseti Bandaríkjanna
EVRÓPUMÁL Írland mun leggja höfuðáherslu á
að vinna að efnahagslegum stöðugleika og gegn
atvinnuleysi ungs fólks á meðan ríkið fer með
formennsku í ráðherraráði ESB. Írar tóku við
um áramót og leiða starfið út júnímánuð.
Talsmenn írskra stjórnvalda segjast vissir
um að 2013 verði ár viðsnúnings í ESB, sem
hefur strítt við mikla erfiðleika síðustu ár.
Sem formennskuríki leggur Írland línurnar
í starfi ráðherraráðsins, þar sem ráðherrar
aðildarríkjanna 27 ráða ráðum sínum í mis-
munandi málaflokkum.
Auk fyrrnefndra mála stefna Írar að því að
efla tæknigeirann með áherslu á lítil og meðal-
stór fyrirtæki, auka möguleika sem felast í
náttúruauðlindum til sjós og lands og vinna að
frekari viðskiptasamningum og stækkun ESB.
Undir formennsku Íra er búist við að áfram
þokist í aðildarviðræðum Íslands við ESB en
þó verði ekki hafnar viðræður um sjávarút-
vegs- og landbúnaðarmál fyrr en á seinni helm-
ingi ársins, þegar Litháen hefur tekið við for-
mennskunni.
Í stefnumótunarskjali Írlands, Litháens og
Grikklands, sem tekur við í janúar 2014, segir
að rétt sé að efla aðildarferli Tyrklands og
búist sé við því að viðræðurnar við Ísland geti
komist á lokastig fyrir árslok. - þj
Írar tóku við formennskunni í ráðherraráði Evrópusambandsins um áramótin:
Segjast vissir um viðsnúning á árinu 2013
ÍRAR LEIÐA ESB Írland stýrir nú starfi ráðherraráðs
ESB í sjöunda sinn. Írar hyggjast leggja áherslu á
stöðug leika í efnahagsmálum og baráttu gegn atvinnu-
leysi ungs fólks. NORDICPHOTOS/AFP
SVISS, AP Maður vopnaður riffli
og skammbyssu myrti þrjár
konur og særði tvo menn á mið-
vikudagskvöld í svissneska þorp-
inu Daillon.
Þegar lögregla kom á vettvang
hótaði hann því að skjóta á lög-
reglumenn. Lögreglan sá sér ekki
fært annað en að skjóta á hann,
svo hann særðist. Að því búnu
var hann handtekinn.
Maðurinn er íbúi í þorpinu
en hefur sætt geðmeðferð síðan
2005. - gb
Gekk berserksgang í þorpi:
Myrti þrjár og
var handtekinn
REYKJAVÍK AKUREYRI EGILSSTAÐIR KEFLAVÍK SELFOSS HAFNARFJÖRÐUR
7” ANDROID JELLY BEAN
SPJALDTÖLVA
59.990
KOMIN AFTUR !
Nexus 7 passar fullkomlega í hendi og er
sérstaklega meðfærileg, létt og þunn. Hæsti
gæða okkur. Einstaklega ugur f gurra k arna
Tegra rg r i og GB innsluminni sem gerir
hana m g hrað irka. St rt og gott GB minni.
IPS tr ggir sérstaklega g ða skerpu og litad pt
í sk num auk þess sem h n kemur með N idia
GeFor e Tegra sk korti. tr lega g ður hl mur
og allt að 9 tíma rafhl ðuending í HD afspilun.
GB
Valin esta sp aldt l an 0 h T
Áfram ófær um að
loka Guantanamo
Obama Bandaríkjaforseti segist nauðbeygður hafa staðfest lög sem gera honum
áfram ókleift að loka Guantanamo-búðunum á Kúbu. Með lögunum tryggði hann
Bandaríkjaher fjármagn til að halda áfram umsvifum sínum víða um heim.
BANDARÍSKIR HERMENN Obama segist hafa hugleitt að neita að undirrita lögin. NORDICPHOTOS/AFP