Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.01.2013, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 04.01.2013, Qupperneq 18
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 18 Hér verður lagt upp með þá djörfu fullyrðingu að málþóf af einhverju tagi sé einn af grundvallar- þáttum í hvers konar þing- haldi. Njálssaga er ein elsta heimild um málþóf hérlend- is en það var þegar Njáll á Bergþórshvoli gaf mönn- um þannig ráð í fjórðungs- dómsmálum að flest þeirra ónýttust og úr varð alls- herjar þræta. Þessu mál- þófi lauk með því að fimmtar dómur var stofnaður til að koma í veg fyrir að slíkt endurtæki sig og eitt af nýju goðorðunum sem þá urðu til féll í skaut Höskuldi Þráinssyni, fóstursyni Njáls, en það tryggði honum svo Hildigunni Starkaðar- dóttur að eiginkonu en til þess voru refirnir skornir. Segja má að þetta hafi verið harla velheppnað málþóf, þingstörf urðu skilvirkari með til- komu fimmtardóms og þeir Njáll og Höskuldur fengu sitt. Annað dæmi um velheppnað mál- þóf frá síðari tímum var málþófið gegn vatnalögunum sem lauk með því að þeim var frestað og síðan tekin til endurskoðunar og líklega eru þeir Íslendingar fáir sem ekki eru þeim breytingum fegnir. Fleiri dæmi væri hægt að tína til, bæði hérlendis og frá þingum annarra þjóða, en látum staðar numið. Málþóf er sem sé stundað í ein- hverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þingum samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. „Norsk- ir þingmenn stunda ekki málþóf,“ öskra reiðu mennirnir í athuga- semdadálkum vefmiðlanna og bæta við, „helv… fjórflokkurinn.“ Ég ætla hins vegar að fullyrða að norskir þingmenn stundi málþóf af alveg jafnmiklu kappi og aðrir þingmenn, það fer bara ekki fram í þingsalnum heldur í nefnd- um og reykfylltum bak- herbergjum þinghússins. Í allsherjargíslingu Á undanförnum misserum hafa Íslendingar hins vegar orðið vitni að tvenns konar málþófi sem ekki á sér hliðstæðu á síðari tímum. Annars vegar er málþóf repúblikana í full- trúadeild Bandaríkjaþings og hins vegar málþóf flestra þingmanna Framsóknar- og Sjálfstæðis flokks á Alþingi. Þessi málþóf eru að því leyti ólík öðrum málþófum að þing- in eru tekin í allsherjar gíslingu, ekki í ákveðnum málum eins og venjan er í hefðbundnu málþófi, heldur í nær öllum málum sem fram koma. Þingstörfin lamast. Hama- gangur repúblikana hefur þó skýr pólitísk markmið, að koma í veg fyrir að þeir ofurríku greiði sinn skerf til samfélagsins og skerða enn kjör þeirra sem verst eru settir með því að draga úr velferðar- og heil- brigðisþjónustu. Það er hins vegar ekki hægt að greina nein slík mark- mið hjá framsóknar- og sjálfstæðis- mönnum. Stutt er eftir af kjörtíma- bilinu þannig að varla er markmiðið að fella ríkisstjórnina, það myndi og koma sér illa fyrir framsóknar- menn ef efnt yrði til vetrarkosninga þar sem stór hluti fylgis þeirra er í dreifbýli og allra veðra von. Sú spurning vaknar því hver tilgangur- inn sé með þessum atgangi. Málþófshrókar Ef leita á eftir einhverju sambæri- legu verður að fara aftur til kreppu- áranna, milli 1930 og 1939, og til meginlands Evrópu. Þá voru það einkum öfgafullir hægrimenn af ýmsu tagi sem léku þennan leik og nutu stundum atfylgis þeirra sem lengst stóðu til vinstri. Markmið þessara flokka var skýrt, að rýra traust almennings á þeim stofn- unum samfélagsins sem byggðu á lýðræðislegum grunni og sýna fram á getuleysi lýðræðisaflanna við að leysa aðkallandi vandamál. Þann- ig var fólk búið undir að þessum stofnunum yrði kippt úr sambandi þegar málþófshrókarnir kæmust til valda. Skildi eitthvað í þessa átt vera markmið framsóknar- og sjálf- stæðismanna? Þá spurningu þurfa aðrir þingmenn að spyrja málþófs- forkólfana með fullum þunga þegar þing kemur aftur saman og ólætin hefjast á ný. Eins og málin standa núna þarf pólitískt kraftaverk til að ekki taki við völdum stjórn Sjálfstæð- is- og Framsóknarflokks að lokn- um næstu kosningum. Skyldi það verða hennar fyrsta verk að kippa þinginu úr sambandi? Það er hægt með aðgerðum sem þegar eru fyrir hendi í þingsköpum. Við þá iðju hlytu þeir án efa lof og prís reiðu mannanna sem myndu þyrpast í athugasemdadálkana og fagna því að loksins hafi tekist að klekkja á helv… fjórflokknum. Af hverju málþóf? Nú um hátíðirnar lentum við fjölskyldan í leiðinda- máli. Sjö ára sonur okkar fékk tölvuleik í jólagjöf sem ekki passaði í leikja- tölvuna hans. Án þess að átta sig á því hafði hann tekið plastið utan af leikn- um. Þegar við svo reynd- um að skila leiknum, með kvittunina í hendi, var umleitun okkar hafnað af starfsmönnum verslun- arinnar með þeim skila- boðum að vegna þess að plastið var ekki lengur utan um leikinn þá væri ekki hægt að taka við honum sem nýjum leik. Þar sem við fjölskyldan erum tiltölulega nýflutt heim aftur frá Kaliforníu fórum við hjónin að bera saman neytendavernd þar úti og hér heima. Mikill munur er þar á. Reglan í Bandaríkjunum er að viðskiptavinurinn hefur alltaf rétt fyrir sér. Verslanir taka við vörum aftur ef viðskiptavinurinn kemur með kvittunina með sér sem sýnir að varan hafi verið keypt í við- komandi verslun. Án athugasemda fær neytandinn endurgreitt í sömu mynt og greitt var, eða með pening- um. Neytendarétturinn er reynd- ar svo sterkur þar úti að ekki er nauðsyn legt að varan sé ónotuð svo hægt sé að skila henni án athugasemda. Eftir svörin frá tölvuleikjaversluninni kíktum við á íslensk lög sem gilda um kaup neyt- enda á vörum. Um er að ræða tvenn lög sem taka á þessu, lög um lausafjár- kaup nr. 50 frá 2000 og lög um neytendakaup nr. 48 frá 2003. Eftir lestur þess- ara laga er ljóst að verulega skortir upp á að landslög taki á þessum hluta neyt- endaréttar. Ágætlega er fjallað um hvað gera skal ef galli kemur upp en þegar kemur að skilarétti eftir afhendingu án galla er einungis ein setning í lögum um neytenda- kaup sem fjallar um skilarétt eftir afhendingu. Í 42 grein segir orð- rétt: „Neytandi getur skipt sölu- hlut ef samið hefur verið um rétt til skipta eða hann leiðir af almenn- um réttarreglum.“ (skáletrun höf- undar). Myndi auka verslun Miðað við þær raunir sem við hjón- in lentum í má framkoma verslana- eigenda gagnvart íslenskum neyt- endum batna til muna. Ætla má að ávinningur verslananna sé mikill og ekki hvað síst sá að þegar við- skiptavinurinn veit af sterkum skilarétti lætur hann fjármuni sína greiðlega af hendi vitandi það að alltaf er hægt að skila vörunni og fá peninginn til baka. Breytt verk- lag myndi því að öllum líkindum auka verslun ef eitthvað er enda trúlegt að neytendavinalegt viðmót verslanaeigenda í Bandaríkjunum sé þannig tilkomið því þeir sjá sér fjárhagslegan hag í því að koma vel fram við neytendur. Það er því von mín að íslenskir verslanaeigendur sjái sér hag í því að taka upp breytt verklag og líti vonandi til Bandaríkjanna þegar kemur að viðmiðum fyrir slíkar verklagsreglur. Ef frumkvæðið kemur hins vegar ekki frá þeim sjálfum þá er spurn- ing hvort ekki verði að herða lög um neytendakaup svo sjálfsagður réttur neytenda sé styrktur til að skila vöru og fá hana endurgreidda í sömu mynt og greitt var með. Höfundur gefur kost á sér í 3. sæti prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi 26. janúar næst- komandi. Réttur neytenda til að skila vöru STJÓRNMÁL Guðmundur J. Guðmundsson kennari ➜ Málþóf er sem sé stundað í einhverri mynd á öllum lýðræðislega kjörnum þing- um samtímans og líklega einnig á ýmsum sem ekki búa að lýðræðislegri hefð. ➜ Miðað við þær raunir sem við hjónin lentum í má fram- koma verslana eig enda gagn- vart íslenskum neytendum batna til muna. NEYTENDUR Magnús B. Jóhannesson rekstrar - hag fræð ingur Loksins fékk ég svar við erindi mínu sem ég sendi Embætti landlæknis (EL) þann 13. mars 2012 kl. 17.13 þegar ég óskaði eftir upplýsingum um verkferla þegar kæra berst embætt- inu. Það kom mér á óvart að fá svar hér á síðum Frétta- blaðsins þann 29.12. 2012. Grein landlæknis og Önnu Bjargar Aradóttur sviðs- stjóra var reyndar ekki beint til mín heldur var hún sjálfsvörn eftir kröftuga grein Árna R. Árnasonar tveimur dögum áður. Ég sendi áðurnefnda fyrirspurn eftir að hafa kært fjögur mál til embættisins. Mig undraði að með- ferð málanna væri með ólíkum hætti og vildi ég vita hvernig þetta ætti að vera. Nú hef ég loksins feng- ið svar og ljóst að ekkert málanna var unnið samkvæmt þeim verk- ferlum sem Geir og Anna lýsa í greininni með einni undantekningu þó. Í öllum tilvikum fékk ég bréf um að kæran hefði borist embætt- inu. Tvö málanna er ég að undirbúa fyrir umboðsmann Alþingis eftir langt ferðalag í ráðuneytinu. Ég kýs að hlífa lesendum við upptaln- ingu mistaka embættisins í mínum málum en nefni eitt dæmi hér á eftir. Ég get með góðri samvisku tekið undir með Árna um að vinnu- brögðum embættisins er verulega ábótavant í kærumálum. Áhuga- samir geta sent mér línu á audbjorg- reynis@gmail.com því ég er fús að upplýsa um það. Spennandi er að sjá hvort einhver frá embættinu hefur í raun hugrekki til að hafa samband og kynna sér eigin mistök. Smjaðursleg yfirlýsing Greinarhöfundar bjóða upp á upp- byggilega umræðu um störf emb- ættisins og langar mig að nota tækifærið og halda áfram frá fyrri greinum mínum sem ég veit ekki betur en hafi verið á uppbyggi- legum nótum. Landlæknir nefnir þverfaglegt teymi sem tekur við öllum kærum. Væri ekki snjallt að hafa umboðsmann sjúklinga þar inni? Hann þarf að hafa formlega aðkomu að umfjöllun um öryggi sjúklinga og ekki síst tryggja hags- muni þeirra sem kæra. Samsetning teymisins skiptir máli og óháð staða þess verður að vera augljós, annars verður ekkert traust. Rannsókn- in þarf einnig að vera trúverðugri en með bréfaskriftum milli koll- ega. Í mínum huga skapar alvöru- rannsókn meira traust og aðhald en smjaðursleg yfirlýsing landlæknis í lok greinarinnar. Þar reynir hann að fullvissa landsmenn um heilindi embættismanna og álitsgjafa sinna á sama tíma og hann ásakar Árna um að grafa undan trausti emb- ættisins og jafnvel kennir honum um að gera álits- gjafa óstarfhæfa. Í mínum huga er þetta hvorki upp- byggileg né fagleg umræða. Réttur sjúklinga á ekki að vera háður heilindum starfsmanna. Þessi yfirlýsing land- læknis er því álíka innihaldsrík og Völuspáin. Ofbeldi og mannréttindabrot Ef embættið vill í raun og veru að skapa traust væri þá ekki betra að birta gögn um kærumál á sömu nótum og dómstólar gera í við- kvæmum málum er lúta að pers- ónuvernd? Mér þætti eðlilegra að hafa störf svona teymis opinber til að skapa traust fremur en að hafa allt í þoku og enginn getur fjallað um hlutina á eðlilegan hátt. Í einu mála minna lítur út fyrir að bótaréttur hafi fyrnst á meðan emb- ættið rannsakaði málið. Því velti ég fyrir mér hæfi lögfræðingsins í teyminu sem greinilega gætti hags- muna spítalans en ekki minna hags- muna. Annar aðili í þessu teymi, jafnframt eini tengiliður embættis- ins við mig varðandi málið, var yfir- maður þeirra sem gerðu mistökin er leiddu son minn til dauða. Var hann kannski líka vanhæfur? Þótt ég viti lítið um lögfræði efast ég um að dómstólar geti byggt á niðurstöðu embættisins. Hver gætir réttar míns eiginlega? Ég get tekið undir margt með Árna sem upplifir sársaukafull mannréttindabrot af hálfu embætt- isins því sjálf upplifi ég þetta sem ofbeldi sem allt heilbrigðiskerfið stundar, lítilsvirðandi meðferð mála sem verður að breyta. Reynsla mín af samskiptum við EL, stjórnendur LSH, ráðuneytið og samtöl við aðra þolendur mis- taka segja mér að það kostar blóð, svita og tár að ná fram rétti sínum. Þarna standa allir þétt saman og helgislepjan er óhugguleg. Nú er tími til að hlusta og horfa með hjart- anu og gera breytingar til hagsbóta fyrir alla. Ég þakka landlækni fyrir upplýs- ingarnar og held áfram létt í spori inn í nýja árið þar sem þolendur mistaka munu sameinast um upp- byggilega umræðu og umbætur fyrir landsmenn alla. Ég býð spennt eftir svari landlæknis við öðrum erindum mínum. Við getum umborið mistök en ekki lítilsvirðingu og áhugaleysi fyrir því að gera betur. Þakkir til landlæknis Það er útbreidd skoðun að þau vandamál sem hrjá fólk verði leyst með tilteknu skipulagi, löggjöf, stjórn- málaflokki, ríkisstjórn, leiðtoga eða trúarbrögðum. Frá sjónarmiði okkar í Húmanistaflokknum endur- speglar þjóðfélagið það sem er innra með okkur. Á meðan við sigrumst ekki á óreiðunni, þjáningunni og ofbeldinu innra með okkur, þá munu yfirborðslegar breytingar á þjóðfélagi og hagkerfi, jafnvel þótt nauðsynlegar séu og komi einhverju góðu til leiðar, ekki leiða til einingar heldur skapa meiri óreiðu, þjáningu og ofbeldi í heimin- um. Þess vegna leggjum við áherslu á það sem býr innra með okkur en bindum ekki vonir einungis við það sem gerist hið ytra, á félagslegu sviði. Raunveruleg þjóðfélagsbreyt- ing getur aðeins gerst með innri breytingu hjá manneskjunni. Þess vegna viljum við þjóð- félag sem tryggir sérhverri mann- veru – aðeins vegna þess að hún hefur fæðst í þennan heim – mann- sæmandi lífsafkomu í samræmi við þarfir hennar, næringu, heilbrigðis- þjónustu og menntun sem gerir huga hans frjálsan og eflir hans bestu eiginleika. Mannkynið býr nú við skilyrði sem gera því kleift að koma af stað breytingum sem koma því á annað stig. Við erum tæknilega fær um að útrýma hungri og ójöfnuði og það jafnvel á nokkrum vikum. Þetta mun þó aðeins takast með því að við breytum forgangsröð okkar, að við setjum mannveruna sem æðsta gildi og helsta viðfangsefni, í stað þess að setja peninga, völd, stjórnmála- flokka, trúarbrögð eða einhvern guð ofar okkur. Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra, þ.e.a.s. persónulega og félags- lega breytingu samhliða. Við getum ekki eftirlátið ein- hverjum öðrum öflum að skapa mannverunni hamingju og frið, því við erum sjálf mannverur hvert og eitt okkar. Því hvar gæti lausnin verið annars staðar en hjá okkur? Gengisfelling andans ➜ Nú er tími til að hlusta og horfa með hjartanu og gera breytingar til hags- bóta fyrir alla. ➜ Við leggjum til altæka breytingu, jafnt hið innra sem hið ytra. HEILBRIGÐIS- MÁL Auðbjörg Reynisdóttir hjúkrunarfræðingur SAMFÉLAG Methúsalem Þórisson félagi í Húmanista- fl okknum – Lifið heil www.lyfja.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 24 19 1 2/ 12 Gildir í janúar. Lægra verð í Lyfju15%afsláttur afOtrivin Mentholí janúar Rektu inn nefið Þú gætir andar léttar á nokkrum mínútum með losandi ilmi af mentóli og eucalyptus.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.