Fréttablaðið - 04.01.2013, Page 30

Fréttablaðið - 04.01.2013, Page 30
4 • LÍFIÐ 4. JANÚAR 2013 JARÐARBERJAÞEYT- INGUR 1 skammtur 1 dl frosin jarðarber 1 dl hrein jógúrt eða skyr 1 dl appelsína Takið börkinn a f appe ls ín- unni, setjið allt í blandarann og blandið í nokkrar sekúndur. Berið strax fram. ORKUSTANGIR Tilvalið nesti til að taka með í vinnuna og í ferðalög. 25-30 stk. 600 g sykurlaust granóla 1 dl trönuber ½ dl furuhnetur 2 d l a f b lönduðum fræjum, s.s. graskersfræ og sólblómafræ 2 egg Hitið ofninn í 175 gráður. Blandið öllu hráefninu saman í skál. Klæðið ofn- skúffuna með bökunar- pappír og dreifið blönd- unni í skúffuna. Látið kólna og skerið síðan í bita. MANGÓ- OG TRÖNU- BERJAKÚLUR 12 stk. 2 sneiðar þurrkað mangó 1 dl kasjúhnetur 1 dl trönuber 3 dl kókósmjöl ½ dl vatn Leggið mangóið í bleyti í nokkrar mínútur. Malið kasjúhneturnar í mat- vinnsluvél í nokkrar sek- úndur. Bætið mangó- sneiðum, trönuberjum, helmingnum af kókos- mjölinu og vatni út í og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í l i t lar kúlur og veltið upp úr afganginum af kókosmjölinu. Geymið á köldum stað. SÚKKULAÐIKÚLUR 12 stk. 2 gráfíkjur ½ dl vatn 1 dl kasjúhnetur ½ dl kakó 1 dl kókósmjöl 1 dl sesamfræ Leggið gráfíkjurnar í bleyti í nokkrar mín- útur. Malið kasjúhnet- urnar í matvinnsluvél í nokkrar sekúndur. Bætið við gráfíkjum, kakói og kókosmjöli og hrærið í jafnt deig. Mótið deigið í litlar boll- ur og veltið upp úr se- samfræjum. Geymið á köldum stað. „Húsið kallaði á mig og því gat ég ekki annað en keypt,“ segir leikmyndahöfundurinn Linda Mjöll Stefánsdóttir, sem býr í fallegu húsi í Þingholt- unum. Linda er næsti gestur Sindra í þættinum Heimsókn, sem sýndur er í opinni dagskrá á laugardag, strax að loknum fréttum Stöðvar 2. ÞINGHOLTIN HEIMSÓTT Hlýleiki er allsráðandi á heimili Lindu, sem býr hér ásamt eiginmanni og barni. MYNDIR/VALLI Salernið er skrautlegt vægast sagt. Skemmtilegt herbergi í alla staði. Lykillinn að stöðugum blóðsykri og mikilli brennslu er að borða reglulega og ekki mjög mikið hverju sinni. Þess vegna skiptir aukabitinn máli. Þetta og fleira fróðlegt segir í bókinni Sex kíló á sex vikum eftir Ulrika Davidsson og Ola Lauritzson, sem bókaútgáfan Bjartur & Veröld gaf út nýverið. Hér má finna uppskriftir að nokkrum auka- bitum með lágum sykurstuðli sem einfalt er að útbúa. SNIÐUGIR AUKABITAR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.