Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 04.01.2013, Blaðsíða 50
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| MENNING | 34 OBLIVION (apríl) Leikstjóri: Joseph Kosinski (Tron: Legacy) Leikarar: Tom Cruise, Olga Kurylenko. Íslendingar hljóta að bíða spenntir eftir þessari vísindaskáldsögumynd sem var tekin að hluta til upp hér á landi í sumar. Cruise leikur viðgerðar- mann sem reynir að bjarga mannkyn- inu eftir að stríð hefur lagt jörðina í rúst. STAR TREK: INTO DARKNESS (maí) Leikstjóri: J.J. Abrams (Lost) Leikarar: Chris Pine, Zachary Quinto. Þetta er önnur myndin í þríleik um Star Trek-gengið. Fyrsta myndin kom út 2009 og fékk fínar viðtökur. Tekjur í miðasölunni námu hátt í 400 millj- ónum dollara en myndin sjálf kostaði um 150 milljónir. MONSTERS UNIVERSITY (júní) Leikstjóri: Dan Scanlon Raddir: John Goodman, Billy Crystal. Þessi Pixar-teiknimynd gerist tíu árum á undan Monsters, Inc. sem kom út 2001 og sló rækilega í gegn. Sulley og Mike hittast í menntaskóla og ganga í sama bræðrafélagið. Fyrst eru þeir miklir óvinir en svo tekst með þeim vinátta. WORLD WAR Z (júní) Leikstjóri: Marc Forster (Quantum of Solace) Leikarar: Brad Pitt, Mireille Enos. Spennumynd sem fjallar um Gerry Lane, starfsmann Sameinuðu þjóð- anna, sem leitar leiða til að stöðva kolbrjálaða uppvakninga sem eru að leggja undir sig heiminn. MAN OF STEEL (júní) Leikstjóri: Zach Snyder (300) Leikarar: Henry Cavill, Amy Adams. Framleiðandinn Warner ætlar að blása nýju lífi í skikkjuklædda ofurmennið í þessari mynd, sem verður sú sjötta í röðinni. Sú síðasta, Superman Returns, kom út 2006 og stóð ekki undir væntingum. THE LONE RANGER (júlí) Leikstjóri: Gore Verbinski (Pirates of the Caribbean) Leikarar: Armie Hammer, Johnny Depp. Depp og Verbinski hafa áður starfað saman við Pirates Of The Caribbean- myndirnar vinsælu. The Lone Ranger er byggð á samnefndum sjónvarps- þáttum um grímuklæddan löggæslu- mann (Hammer) og vin hans, indíánann Tonto (Depp). THE HANGOVER PART III (ágúst) Leikstjóri: Todd Phillips (Old School) Leikarar: Bradley Cooper, Zach Galifianakis. Þriðja og síðasta myndin í Hangover- seríunni vinsælu. Í þetta sinn verður Alan Garner (Galifianakis) í stærra hlutverki en áður eftir að faðir hans deyr. Núna er ferðinni heitið til Las Vegas eins og í fyrstu myndinni. THE HUNGER GAMES: CATCHING FIRE (nóvember) Leikstjóri: Francis Lawrence (I Am Legend) Leikarar: Jennifer Lawrence, Josh Hutcherson. Önnur myndin í þríleik byggðum á skáldsögum Suzanne Collins um Katniss Everdeen. Í þessari snýr hún heim eftir að hafa unnið 74. árlegu Hungurleikana. Ekki er þó allt með kyrrum kjörum heima fyrir því bylting er í vændum. ANCHORMAN: THE LEGEND CONTINUES (desember) Leikstjóri: Adam McKay (Step Brothers) Leikarar: Will Ferrell, Christina Applegate. Margir bíða spenntir eftir þessu framhaldi af gamanmyndinni Anchorman: The Legend of Ron Burgundy sem kom út 2004. Lítið hefur heyrst af söguþræðinum en ljóst er að fréttaþulurinn Ron Burg- undy verður áfram aðalpersónan. THE HOBBIT: THE DESOL- ATION OF SMAUG (Desember) Leikstjóri: Peter Jackson (The Lord of the Rings) Önnur myndin í þríleiknum um hobbitann Bilbó Bagga og ævintýri hans. Myndirnar gerast á undan Hringadróttinssögu og eru byggðar á samnefndri sögu J.R.R. Tolkien frá árinu 1937. Tíu heitustu kvikmyndirnar 2013 Margar áhugaverðar kvikmyndir eru væntanlegar frá Hollywood árið 2013. Eins og oft áður eru framhaldsmyndir áberandi, þar á meðal Hangover Part III og sjötta Súperman-myndin. OBLIVION THE HANGOVER PART III The Great Gatsby (maí) Kick Ass 2 (júní) Elysium (ágúst) Sin City 2 (október) Old Boy (október) ➜ Fimm aðrar athyglis- verðar árið 2013 gullaldarinnar á Kringlukránni 28. og 29. desember og á þrettándagleði Kringlu- krárinnar 4. og 5. janúar með Gunnari Þórðarsyni úr Hljómum, Ásgeiri Óskarssyni Stuðmanni, Jóni Ólafssyni úr Pelican og Óttari Felix úr Pops. Tónlist sjötta og sjöunda áratugarins. Rætur rokksins. Stanslaust stuð. Gullkistan i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.