Fréttablaðið - 04.01.2013, Qupperneq 58
4. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 42
FRAMKVÆMD ATKVÆÐA-
GREIÐSLUNNAR
Fulltrúar sérsambandanna fengu þau tilmæli að velja þá tíu
íþróttamenn sem skarað hefðu fram úr á árinu og raða þeim
í viðeigandi röð. Gjaldgengir í kjörið væru aðeins þeir íþrótta-
menn sem heyrðu undir sérsambönd ÍSÍ. Þá var frjálst að velja
íþróttafólk úr eigin sérsamböndum.
Misjafnt var hvernig sérsamböndin stóðu að kjörinu. Hjá
sumum var ákvörðunin í höndum eins en hjá öðrum var sam-
eiginlegt val og jafnvel forkosning.
Líkt og í kjöri Samtaka íþróttafréttamanna fengu íþrótta-
mennirnir stig eftir því í hvaða sæti þeir höfnuðu. Fyrsta sæti
gaf 20 stig, annað sæti 15 stig, þriðja sæti 10 stig, fjórða 7
stig og svo koll af kolli. Í samanburðinum á kjöri íþróttafrétta-
manna og sérsambandanna er betra að bera saman prósentu-
hlutfall stiga þar sem 23 íþróttafréttamenn greiddu atkvæði en
24 sérsambönd.
ÍÞRÓTTIR Aron Pálmarsson, lands-
liðsmaður í handbolta, hlaut á
dögunum nafnbótina Íþrótta-
maður ársins í árlegu kjöri Sam-
taka íþróttafréttamanna. Sam-
tökin hafa staðið fyrir kjörinu
frá því árið 1956. Árlega skapast
miklar umræður í þjóðfé laginu
í tengslum við kjörið og sýnist
sitt hverjum. Spjótin hafa oftar
en ekki beinst að íþróttafrétta-
mönnum og upp komið til lögur um
hvernig skuli standa að kjörinu.
Ein leið sem nefnd hefur verið er
sú að sérsambönd ÍSÍ sæju um að
kjósa og ákvað undir ritaður að
láta reyna á þá leið. Markmiðið
var fyrst og fremst að fá góðan
og gildan samanburð við kjör
íþróttafréttamanna.
Haft var samband við formenn
eða framkvæmdastjóra sérsam-
bandanna 28 í byrjun desember.
Allir tóku vel í hugmyndina.
Síðustu listar bárust í hús 21.
desember, daginn áður en íþrótta-
fréttamenn opinberuðu þau nöfn
sem höfnuðu í tíu efstu sætunum.
Aðeins Íshokkí-, Kraftlyftinga-
og Taekwondosambandið sáu sér
ekki fært að skila atkvæðum, auk
Mótorhjóla- og snjósleðaíþrótta-
sambandsins.
Atkvæðin dreifðust víðar
Dreifing atkvæða hjá sérsam-
böndunum var mun meiri en hjá
íþróttafréttamönnum. Alls skiptu
55 íþróttamenn atkvæðunum á
milli sín í kjöri sérsambandanna
en 20 íþróttamenn hlutu atkvæði
hjá íþróttafréttamönnum. Tíu
efstu í kjöri íþróttafréttamanna
hlutu 93 prósent þeirra stiga sem
í boði voru en 73 prósent hjá sér-
samböndunum.
Yfirburðir Ásdísar Hjálms-
dóttur í kjörinu eru ótvíræðir.
Spjótkastkonan úr Ármanni
hlaut 18 prósent allra stiga. Í
næstu sætum eru kraftlyftinga-
maðurinn Auðunn Jónsson, Jón
Margeir Sverrisson, sundkappi úr
röðum fatlaðra, og Aron Pálmars-
son. Afar litlu munaði á þremenn-
ingunum eins og sjá má í töflunni
hægra megin á síðunni.
Lítill munur er á kosningu
Ásdísar í kjörunum tveimur. Yfir-
burðir Arons í kjöri íþróttafrétta-
manna voru einfaldlega miklir.
Gríðarlegur munur er á kosningu
Arons í kjörunum tveimur og
greinilegt að íþróttafréttamenn
meta afrek hans á árinu mun
meira en sérsamböndin. Aron
hlaut tæplega þrisvar sinnum
fleiri stig hjá íþróttafrétta-
mönnum. Jón Margeir er eini
íþróttamaðurinn sem hafnaði í
sama sæti á báðum listum.
Svart og hvítt hjá Auðuni
Athygli vekur að Auðunn hafnar
í 2. sæti á lista sérsambandanna
en í 6. sæti á lista íþróttafrétta-
manna. Reyndar munar aðeins
örfáum stigum á sæti 2-4 hjá sér-
samböndunum en Auðunn fær
mun betri kosningu hjá sér-
samböndunum.
Átta af tíu íþrótta mönnum
skipa efstu tíu sætin á
báðum listum. Knattspyrnu-
kappinn Alfreð Finnbogason
og skotfimikappinn
Ásgeir Sigurgeirs-
son voru á lista
íþróttafrétta-
manna en hand-
knattleikskapp-
i n n G u ð j ó n
Valur Sigurðs-
son og badmin-
tonkonan Ragna
Ingólfsdóttir kom-
ust á lista sérsam-
bandanna. Guðjón
Valur og Ragna eru
þó í 11. og 12. sæti
íþróttafréttamanna
og Ásgeir í 11. sæti
hjá sérsambönd-
unum.
kolbeinntumi@365.is
Ásdís efst í kjöri
sérsambandanna
Spjótkastarinn Ásdís Hjálmsdóttir hefði orðið íþróttamaður ársins 2012 hefðu sérsambönd
Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands staðið að valinu. Þetta er meðal niðurstaðna könnunar
sem íþróttadeild Fréttablaðsins stóð fyrir í desember.
Sæti. Nafn, íþrótt Stig/%
1. Ásdís Hjálmsdóttir, frjálsar 310/18%
2. Auðunn Jónsson, kraftlyftingar 176/10%
3. Jón Margeir Sverrisson, sund fatlaðra 170/10%
4. Aron Pálmarsson, handbolti 163/9%
5. Kári Steinn Karlsson, frjálsar 108/6%
6. Íris Mist Magnúsdóttir, fimleikar 83/5%
7. Guðjón Valur Sigurðsson handbolti 73/4%
8. Ragna Ingólfsdóttir, badminton 70/4%
9. Þóra B. Helgadóttir, knattspyrna 67/4%
10. Gylfi Sigurðsson, knattspyrna 63/4%
Alls 73%
11. Ásgeir Sigurgeirsson, skotfimi 58
12. Jón Arnór Stefánsson, körfubolti 35
13. Aníta Hinriksdóttir, frjálsar 30
14. Aðalheiður Rósa Harðardóttir, karate 29
15. Alfreð Finnbogason, knattspyrna 29
16. Annie Mist Þórisdóttir, lyftingar 29
17. Eygló Ósk Gústafsdóttir, sund 25
18. Guðmundur Björgvinsson, hestaíþróttir 20
19. Anton Sveinn Mckee, sund 17
20. Haraldur Franklín Magnús, golf 17
21. Jakob Sigurðsson, hestaíþróttir 15
22. Júlían J.K. Jóhannsson, kraftlyftingar 15
23. Ragnar Már Garðarsson, golf 12
24. Anna Hulda Ólafsdóttir, lyftingar 10
25. Ólafur Garðar Gunnarsson, fimleikar 10
26. Sarah Blake Bateman, sund 10
27. Helena Sverrisdóttir, körfubolti 8
28. Gísli Kristjánsson, lyftingar 7
29. Hafþór Harðarson, keila 7
30. Matthildur Ylfa Þorsteinsdóttir, frjálsar fatlaðra 7
31. Aron Jóhannsson, knattspyrna 6
32. Óðinn Björn Þorsteinsson, frjálsar 6
33. Þormóður Árni Jónsson, júdó 6
34. Sara Björk Gunnarsdóttir, knattspyrna 5
35. Þuríður Helgadóttir, lyftingar 5
36. Hrafnhildur Lúthersdóttir, sund 4
37. Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, handbolti 4
38. María Guðsteinsdóttir, kraftlyftingar 4
39. Sævar Birgisson, skíði 4
40. Sigurbjörn Bárðarson, hestaíþróttir 4
41. Birgir Leifur Hafþórsson, golf 3
42. Guðný Jenný Ásmundsdóttir, handbolti 3
43. María Guðmundsdóttir, skíði 3
44. Pétur Eyþórsson, glíma 3
45. Eiríkur Kristján Gissurarson, frjálsar 2
46. Guðmundur Stephensen, borðtennis 2
47. Jakob Sigurðarson, körfubolti 2
48. Ólafur Björn Loftsson, golf 2
49. Hlynur Bæringsson, körfubolti 1
50. Justin Shouse, körfubolti 1
51. Katrín Ómarsdóttir, knattspyrna 1
52. Kristján Helgi Carrasco, karate 1
53. Sigurður Már Atlason og Sara Rós Jakobsdóttir, dans 1
54. Snorri Steinn Guðjónsson, handbolti 1
55. Tinna Óðinsdóttir, fimleikar 1
LISTI SÉRSAMBANDANNA
1. Aron Pálmarsson 425 stig, 25%
2. Ásdís Hjálmsdóttir 279 stig, 17%
3. Jón Margeir Sverrisson 267 stig, 16%
4. Gylfi Þór Sigurðsson 149 stig, 9%
5. Þóra Björg Helgadóttir 122 stig, 7%
6. Auðunn Jónsson 74 stig, 4%
7. Alfreð Finnbogason 65 stig, 4%
8. Ásgeir Sigurgeirsson 61 stig, 4%
9. Íris Mist Magnúsdóttir 58 stig, 4%
10. Kári Steinn Karlsson 55 stig, 3%
Alls 93%
11. Guðjón Valur Sigurðsson 51 stig
12. Ragna Ingólfsdóttir 27 stig
13. Jón Arnór Stefánsson 25 stig
14. Aðalheiður Rósa Harðardóttir 7 stig
15. Guðný Jenný Ásmundsdóttir 3 stig
16. Sarah Blake Bateman 3 stig
17. Alexander Petersson 3 stig
18. Helena Sverrisdóttir 2 stig
19. Ólafur Stefánsson 2 stig
20. Aníta Hinriksdóttir 1 stig
KJÖR ÍÞRÓTTAFRÉTTAMANNA
➜ Fjórir boltaíþróttamenn rötuðu á topp tíu
listana í báðum kjörum.
➜ Boltaíþróttamenn fengu 26 prósent stiga hjá
sérsamböndunum en 50 prósent hjá íþrótta-
fréttamönnum.
➜ Konur hlutu 41 prósent stiga hjá sérsam-
böndunum en 30 prósent hjá íþróttafrétta-
mönnum.
➜ Lyftingakonan Annie Mist Þórisdóttir, sem
vakið hefur mikla athygli í Crossfit undanfar-
in ár, hafnaði í 16. sæti hjá sérsamböndunum
en hlaut ekkert atkvæði íþróttafréttamanna.
➜ Hestamaðurinn Guðmundur Björgvinsson var
í efsta sæti hjá einu sérsambandi en hlaut
ekkert atkvæði íþróttafréttamanna.
➜ Annað áhugavert
EFST Í KJÖRINU Ásdís fékk atkvæði hjá
22 sérsamböndum af 24. Þá var hún
fimm sinnum í efsta sæti lista, oftast
allra ásamt Jóni Margeiri Sverrissyni.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
íþróttamenn deildu með sér stigum í
atkvæðagreiðslu sérsambandanna.
Efstu tíu íþróttamennirnir fengu 73%
allra stiganna sem sérsamböndin veittu.
55
TVEIR FLOTTIR Auðunn Jónsson (t.v.) hafnaði
í öðru sæti í kjöri sérsambandanna og Jón
Margeir Sverrisson í því þriðja.
SPORT