Fréttablaðið - 25.01.2013, Side 8

Fréttablaðið - 25.01.2013, Side 8
25. janúar 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 2 6 9 NÆSTU DAGA SELJUM VIÐ NOKKRA S NINGAR- OG REYNSLUAKSTURSB LA MEÐ VERULEGUM AFSLÆTTI! E N N E M M / S ÍA / N M 5 6 2 6 9 GERÐU G Ð KAUP!NEW THINKING.NEW POSSIBILITIES. Öllum nýjum Hyundai bílum fylgir 5 ára ábyrgð og ótakmarkaður akstur auk árlegra öryggis- og viðhaldsskoðana sem eru viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Verið velkomin í hóp ánægðra Hyundai eigenda. Hyundai í Kauptúni 1 er opið frá 07.45–18.00 alla virka daga og 10.00–16.00 á laugardögum. UPPLIFÐU N JA T MA MEÐ HYUNDAI TAKMARKAÐUR AKSTUR Bílahúsið / Reykjanesbæ / 421 8808 – Bílasalan Bílás / Akranesi / 431 2622 – Bílasala Akureyrar / Akureyri / 461 2533 – Bílasala Austurlands / Egilsstöðum / 470 5070Hyundai / BL ehf. Kauptúni 1 – 210 Garðabæ – Sími: 575 1200 www.hyundai.is – www.facebook.com/hyundai.is EVRÓPUMÁL Írsk stjórnvöld virða rétt Íslands til makríl- veiða en semja verður um aflaheimildir, vonandi áður en gripið verður til viðskipta- þvingana. Þetta segir Lucinda Creighton, Evrópumálaráð- herra Írlands, í samtali við Fréttablaðið en Írland fer með formennsku í ráðherraráði ESB um þessar mundir. Hún segir ákvörðun ríkis- stjórnarinnar um að hægja á aðildarviðræðum við ESB hafa verið nokkuð óvænta en að hún sé þó ekki óeðlileg í ljósi kom- andi þingkosninga. „Það er í raun eðlilegt og við- eigandi í þessu ferli að stjórnir og flokkar leitist við að taka aðildarviðræðurnar út fyrir umræðuna í aðdraganda kosn- inga. Hins vegar hefur þetta lítið að segja í raun nema að viðræður munu ekki hefjast í ákveðnum samningaköflum. Margir eru þegar til umræðu og ég vona að við getum undir- búið upphaf viðræðna um þá kafla sem enn standa út af borðinu áður en formennsku okkar lýkur.“ Creighton segir Íra tilbúna til að helga sig viðræðunum að fullu þegar að því kemur. Þeir séu jákvæðir gagnvart stækk- un og lengi hafi verið velvilji milli Íslands og Írlands. Spurð hvort ekki reyni á vin- semd milli ríkjanna í makríl- deilunni, þar sem írsk stjórn- völd og hagsmunaaðilar standa í fylkingarbrjósti ESB og Össur Skarphéðinsson utanríkisráð- herra hefur deilt hart á boðað- ar aðgerðir, segist Creighton vongóð um að sáttir náist. „Frá okkar sjónarmiði virðum við rétt Íslands til að veiða makríl en spurningin snýst um skiptingu aflaheim- ilda. Það er háð samningsvið- ræðum þar sem allir vilja auð- vitað ná góðri niðurstöðu. Ég er viss um að við getum náð saman um málið en það mun taka tíma.“ Spurð út í fyrirætlanir ESB um að leggja á viðskiptaþving- anir í tengslum við makríldeil- una segir Creighton að ekki sé búið að taka lokaákvörðun í því máli. „Þetta er augljóslega mjög viðkvæmt mál hjá mörgum ESB-ríkjum, en ákvörðunin um framhaldið er nú á borði hjá framkvæmdastjórninni. Ég vona hins vegar að hægt sé að leysa málið án þess að þurfi að koma til aðgerða.“ thorgils@frettabladid.is Vonast til að ekki komi til þvingana vegna makrílveiða Evrópumálaráðherra Írlands er vongóð um að lausn finnist á makríldeilunni og segir óvíst að ESB beiti boðuð- um viðskiptaþvingunum. Hún segir ákvörðun um að hægja á aðildarviðræðunum vera óvænta en skiljanlega. VONGÓÐ Lucinda Creighton, Evrópumálaráðherra Írlands, segist vongóð um að lausn náist í makríldeilunni. Írar eiga, líkt og Íslendingar, mikilla hagsmuna að gæta hvað varðar veiðar á makríl. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Creighton ræddi mörg málefni við blaðamann Fréttablaðsins í gær. Hér er stiklað á því helsta. Um Icesave: Við munum fylgjast grannt með framvindunni og styðja niður- stöðu dómsins hver sem hún verður. Það er ekki okkar að gera upp á milli aðila eða efast um niðurstöðuna.“ Um boðaða endurskoðun og þjóðaratkvæði Breta um ESB: „Ég fagna því að Cameron boðar að hann og hans flokkur muni tala fyrir ESB-aðild. Hvað varðar nánari útfærslu býst ég ekki við því að nýr ESB-sáttmáli komi út úr þessum við- ræðum. Það er margt til í því sem hann sagði um að draga úr skrifræði og efla innri markað ESB og við munum vinna með Cameron að úrbótum í þessum sviðum. Það mun styrkja hans stöðu heima við.“ Um mögulegar fríverslunarviðræður við Bandaríkin: „Við erum hóflega bjartsýn um að áður en okkar formennskutíð lýkur munum við hafa tryggt umboð til að hefja viðræður. Þetta verður erfitt verkefni, enda eru miklir hagsmunir í húfi bæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Samningar ættu hins vegar að geta örvað efna- hag beggja aðila. Nú er kjörið að taka skref í þessa átt.“ Munu virða Icesave-úrskurðinn VEIÐI Heimilt verður að veiða allt að 1.229 hreindýr í ár. Það er fjölgun um 220 dýr frá síðasta ári en umhverfisráðherra ákveður þennan kvóta að fengnum tillög- um frá Umhverfisstofnun. Alls verður leyft að veiða 623 kýr og 606 tarfa. Veiði skiptist milli níu veiðisvæða. Veiðitím- inn er frá 1. ágúst til og með 15. september en þó getur Umhverf- isstofnun, sem fer með sölu veiði- heimilda, heimilað veiðar á törf- um frá og með 15. júlí og lengt veiðitíma kúa til og með 20. sept- ember. - þj Hreindýraveiðar 2013: Kvótinn aukinn um 220 dýr í ár DÓMSMÁL Karl sem hefur viður- kennt kynferðisbrot gegn tveimur barnungum stúlkum skal sæta gæsluvarðhaldi til 18. febrúar vegna almannahagsmuna. Hæsti- réttur hefur staðfest úrskurð hér- aðsdóms þess efnis. Maðurinn var handtekinn 13. janúar eftir að stúlka um tíu ára aldur, barnabarn hans, greindi unnustu mannsins frá brotinu. Hann játaði brotið en sagði það hafa gerst óvart. Þá játaði hann að hafa brotið á annarri stúlku sem bjó í sama stigagangi og hann. Lögregla krafðist varðhaldsins á þeim grundvelli að maðurinn glímdi við hvatir til stúlkubarna á alvarlegu stigi og óréttlætanlegt væri að láta hann ganga lausan. Á það fallast dómstólar. - sh Haldið frá almenningi: Játar brot gegn stúlkubörnum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.