Fréttablaðið


Fréttablaðið - 25.01.2013, Qupperneq 17

Fréttablaðið - 25.01.2013, Qupperneq 17
FÖSTUDAGUR 25. janúar 2013 | SKOÐUN | 17 Björgvin G. Sigurðsson, for- maður allsherjar- og mennta- málanefndar Alþingis, er ekki ánægður með Kristínu Völundar- dóttur, forstjóra Útlendinga- stofnunar vegna ummæla hennar um hælis leitendur. Fleiri eru honum sammála. Það er gott. Nú seinast líkti forstjórinn flóttamönnum við ferðamenn í leit að fríu uppihaldi. En þetta er ekki í fyrsta skipti sem for- stjórinn hjólar á hálu svelli án nagladekkja. Fyrir 18 mánuðum, þegar nauðsynlega þurfti að reka 17 ára og 9 mánaða gamlan Kanadamann úr landi, lét for- stjórinn eins og engin lagaheim- ild væri til að leyfa honum að vera kyrrum. Það var ekki satt. Í nóvember var forstjórinn svo í viðtali þar sem hún taldi upp mögulegar ástæður fyrir því að nokkrar erlendar mæður með ung börn hefðu látið sjá sig hér á landi. Líklegu ástæðurnar voru: þær væru fórnarlömb mansals, þær væru burðardýr eða þær vildu ríkisborgararétt fyrir ung og ófædd börn sín. Hugsum nú í smá stund hvernig það væri ef öll OKKAR ferðalög væru skoðuð með sömu gleraugum. Til dæmis ef einhver í Noregi segði: „Íslendingarnir eru ólíkir, sumir eru fórnarlömb, aðrir glæpa- menn.“ Það var líka í nóvember sem umræða spannst í kjölfar orða forstjórans um að menn væru hér að fá ríkisborgararétt á grundvelli falsaðra gagna. Og þá væri bara „ekkert hægt að gera“ nema að dæma fólk fyrir skjala- fals. Ekki kom fram hvort raun- verulega hefði tekist að kæra og dæma marga fyrir skjalafals. Kannski þótti það aukaatriði. Augljóslega er þetta aðeins „vandamál“ í tilfelli barna, og ef til vill maka. Annars þarf nefni- lega að búa á Íslandi í góð sjö ár til að eiga rétt á íslensku ríkis- fangi. Ef einhver býr á Íslandi í sjö ár þá er hann líklegast nokkuð ekta manneskja, sama hvað fæðingarvottorðinu líður. Og varðandi börnin: Hvað með það þótt barn fái ríkisborgara- rétt án þess að „verðskulda það“? Íslendingar með fyrirvara Það er til lítils að reiðast orðum embættismanna ef menn gera svo nákvæmlega ekkert til að breyta þeim lögum sem þeir vinna eftir og ætla jafnvel að festa ýtrustu lagabreytingar- kröfur þeirra í stjórnarskrá. Nú hefur allsherjar- og menntamálanefnd, þar sem Björgvin G. er formaður, afgreitt frumvarpið til stjórnskipunar- laga og lagt til þá breytingu (bæði á gildandi stjórnarskrá og frumvarpi stjórnlagaráðs) að heimilt verði að svipta „útlend- inga“ íslenskum ríkisborgara- rétti ef hans hefur verið aflað með ólögmætum hætti. Þar með verða Íslend ingar orðnir tvenns konar. Sumir alvöru, aðrir „með fyrirvara“. Ef breyta á stjórnarskrá þarf að hugsa það vel. Ekkert hefur komið fram sem kallar á að ríkinu sé gert auðveldara að svipta fólki ríkisfangi. Munum líka eitt: Jafnvel þótt lög séu sett með algjör undantekningartil- felli í huga er ekki vitað hvernig stjórnvöld framtíðarinnar muni túlka þau. Mun fólk verða svipt ríkisfangi fyrir að ljúga til um ökuréttindi og menntun? Maður veit aldrei hvað dyravörðunum dettur í hug. Frjálslyndari stefnu, takk Það er hægt að reka ýmsar inn- flytjendastefnur. Bandaríkin ráku til dæmis mjög frjálslynda innflytjendastefnu til ársins 1875. Þá þurfti varla annað en farmiðann. Svo fóru menn að herða tökin. Fyrst bönnuðu menn kínverskar vændiskonur. Svo alla Kínverja. Svo alla sem litu út fyrir að vera Kínverjar. Nú fara flest Vesturlönd eins að. Því miður. Við ættum að taka upp frjáls- lyndari innflytjendastefnu. En embættismennirnir gera það ekki fyrir okkur. Segjum að einhver meðal- menntaður íbúi Malí vilji flytja til Íslands því hann fílar Björk og jökla. Hann á nánast enga löglega leið að því. Eina löglega leiðin fælist í því að fá dvalarleyfi „vegna starfs sem krefst sérfræðiþekkingar“ því ekkert annað dvalarleyfi veitir mönnum rétt til að setjast að á Íslandi til lengri tíma. Hvað á hann að gera? Það er ekki víst að allir þeir sem sækja um hæli á Íslandi séu sannarlega ofsóttir af dauða- sveitum heima fyrir, en það er alveg sama. Þótt fólk sé „bara“ að leita að betra lífi ætti það ekki að vera nóg til að neita að taka við því. Það er ekki eins og við séum að drepast út af því hvað við erum mörg. Falsað fólk AF NETINU Verstu pólitísku mistök seinni ára Sú ákvörðun Samfylkingar að ganga í ríkisstjórn með Sjálfstæðis- mönnum árið 2007 hlýtur svo að teljast með verstu pólitísku mis- tökum síðari ára. Samfylkingin axlaði þar með ábyrgð á hruninu án þess endilega að geta mikil áhrif haft á atburðarásina, og hefur sú arfleifð veikt flokkinn og vinstristjórnina æ síðan. En því er ekki að neita að ráðherrastólar heilla og eftir erfiðleika með samstarfið við VG eru líklega margir, svo sem Árni Páll, sem líta svo á að betra sé að vinna með samhentum Sjálfstæðismönnum (þó þeir stefni í vitlausa átt) heldur en flokki sem klofnar í hvert sinn sem ákvörðun skal taka. Augljósasti gallinn við slíka ríkisstjórn eru Evrópumálin, en þau er varla óyfirstíganlegt vandamál. Sjálfstæðismenn gætu hæglega samþykkt, eins og VG gerði, að láta málið í þjóðaratkvæðagreiðslu, þar sem því yrði líklega hafnað. Hitt vandamálið felst í því að hér myndi hrunstjórnin aftur vera mætt til leiks, en sú arfleifð öll myndi hvort eð er há samstarfi með Framsókn og fáir aðrir kostir í boði. Því má líklegast segja: Velkominn aftur til 2007. En hitt ber að hafa í huga að enn eru nokkrir mánuðir til kosninga og margt getur breyst í millitíðinni. http://www.dv.is/blogg/skotgrofi n Valur Gunnarsson Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 LIFESTYLE SÍÐUSTU EINTÖKIN 2012 ÚTLIT 2.0i bensínvél - einnig fáanlegur með 2.2i dísilvél Sjálfskiptur Fjórhjóladrifinn 18“ álfelgur Alcantara leðurinnrétting Leðurklætt stýri Rafstýrðir, upphitaðir og aðdraganlegir hliðarspeglar Rúðuþurrkur að framan með regnskynjara Þokuljós að framan Litað gler í aftari hliðarrúðum og afturrúðu Skriðstillir (Cruise Control) Tvöföld tölvustýrð loftkæling Fjarlægðarskynjarar að framan og aftan Hljómflutningstæki með geislaspilara og RDS útvarpi ásamt 6 hátölurum Aðgerðarhnappar fyrir hljómtæki í stýri AUX, USB og iPod tengi Hiti í sætum Hemlalæsivörn (ABS) Stöðugleikabúnaður (VSA) Stöðugleikabúnaður fyrir tengivagn (TSA) Tvöfaldir SRS loftpúðar að framan Tvöfaldir SRS hliðarloftpúðar Tvöfaldar SRS loftpúðagardínur og margt fleira. Einungis örfáir bílar í boði Skráðir 2013, ókeyrðir og næsta skoðun 2017 Tökum notaða bíla upp í og allt að 75% fjármögnun í boði tilboðsverð kr. 5.690.000 afsláttur kr. 700.000 listaverð kr. 6.390.000 Í DAG Pawel Bartoszek stærðfræðingur Ekkert hefur komið fram sem kallar á að ríkinu sé gert auðveldara að svipta fólki ríkisfangi.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.