Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 2

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 2
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 2 FRÁ „SVIKUM“ TIL „ÞJÓÐARSIGURS“ 12 Þorsteinn Pálsson um samninga og dóma. ÓRAUNSÆI SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Í UTANRÍKISMÁLUM 18 Össur Skarphéðinsson um utanríkismál. JAFNAÐARSTJÓRN Í FJÖGUR ÁR: ÚR SKULDAFJÖTRUM 19 Jóhanna Sigurðardóttir um fj ármál. FRÉTTIR 2➜10 SKOÐUN 12➜19 HELGIN 20➜48 SPORT 76 MENNING 60➜82 ILVA Korputorgi, sími 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-18:30 ILVA Korputorgi, 112 Reykjavík sími 522 4500 www.ILVA.is sunnudaginn 3. febrúar Enn meiri afsláttur af völdum útsöluvörum 25% AFSLÁTTUR AF ÖLLUM BORÐSTOFUHÚSG ÖGNUM Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmda- stjóri Smáís, samtaka myndrétthafa, þurfti í vikunni að svara fyrir hugbúnaðarnotkun Smáís án greiðslna. „Þetta er auðvitað vandræðalegt fyrir okkur, ég neita því ekki,“ sagði hann og áréttaði að málið snerist um vanskil, ekki ólöglega notkun. Valgerður Bjarnadóttir, formaður stjórn- skipunarnefndar Alþingis, þurfti að svara fyrir að hafa sent frumvarp að nýjum stjórnskipunarlögum í aðra umræðu á Alþingi þótt nefndinni hefðu ekki borist allar umsagnir um frumvarpið. Páll Óskar Hjálmtýsson kom fram í nýju hlutverki í vikunni sem leikstjóri kyn- fræðslumyndarinnar „Fáðu já“. Grunn- og framhaldsskólanemar tóku myndinni vel. Sigurður Harðarson, stjórnarmaður í Félagi sjálfstæðismanna í Grafarvogi, komst í fréttir þegar hann kallaði Jón Gnarr og fulltrúa Besta flokksins „hyski“ á fundi um skólamál í Grafarvogi. Hann baðst síðan afsökunar á ummælunum. FIMM Í FRÉTTUM ICESAVE OG EINELTI ➜ Tim Ward, sem fór fyrir teymi lögfræðinga Íslands í málflutningi vegna Icesave, var fagnað sem þjóðhetju þegar ljóst var að Ísland hefði lagt ESA af velli í dómsalnum. ÓGERÐ VERK 60 Þóroddur Bjarnason setur upp sýningu á verkum sem enn eru ekki orðin til. ÞRIÐJA GRÁÐAN 68 Fréttablaðið spurði fl ytjendur í undan- keppni Eurovision spjörunum úr. ÚTGÁFA Í BLÓMA 70 Hljómsveitin Sin Fang hélt upp á útgáfu plötu sinnar Flowers. VERZLÓ YFIR STRIKIÐ? 82 Myndband úr söngleik Verzlunarskólans er gagnrýnt fyrir að vera klámfengið. GEFANDI SJÁLFBOÐALIÐASTARF 20 Guðni Th. Jóhannesson sagnfræðingur les vikulega upp í félagsmiðstöðinni við Afl agranda. STEFNIR Á ÓLYMPÍULEIKANA 34 Agnes Dís Brynjarsdóttir er einn efnileg- asti listskautadansari landsins. AFTUR Í AÐALHLUTVERK 40 Jóhanna Vigdís Arnardóttir leikur Mary Poppins. ENDURVINNSLAN Í HOLLYWOOD 42 Margar kvikmyndir ganga í endurnýjun lífdaga á árinu. FLÆÐI ÞÚSUND MÁLVERKA 44 Afmælissýning Kjarvalsstaða er umfangs- mesta myndlistarsýning sem haldin hefur verið hér á landi. KRAKKASÍÐA 46 KROSSGÁTA 48 VIÐSKIPTI Fimm lífeyrissjóðir telja Steinunni Guðbjartsdóttur og Pál Eiríksson, sem sitja í slitastjórn Glitnis, hafa oftekið sér yfir 400 milljónir króna í laun fyrir störf sín, og sinna fyrirtækja, fyrir þrotabú bankans. Sjóðirnir vilja að Héraðsdómur Reykjavíkur láti Steinunni, Pál og fyrirtækin endur- greiða þrotabúinu hin ofteknu laun. Þeir hafa sent héraðsdómi bréf þar sem lagðar eru fram þær forsendur sem sjóðirnir telja eðlilegt að stuðst sé við þegar slitastjórnin reikni sér laun. Samkvæmt þeim forsendum hafi þau laun sem Steinunn og Páll hafa greitt sér, alls 842 milljónir króna frá því að þau voru skipuð og fram á mitt síðasta ár, verið mun hærri en sjóðirnir telja eðlilegt. Lífeyrissjóðirnir fimm eru á meðal kröfuhafa Glitnis. Þeir eru Lífeyrissjóður verzlunarmanna, Gildi lífeyrissjóður, Sameinaði líf- eyrissjóðurinn, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda og Festa lífeyris- sjóður. Tveir fyrstnefndu sjóðirn- ir óskuðu eftir því síðastliðið haust að fá sundurliðaðar upplýsingar um launakostnað Glitnis. Þeir vildu sérstaklega fá upplýsingar um laun sem greidd væru til slitastjórnar- manna og hugsanlega til einhverra fyrirtækja á þeirra vegum. Til- gangurinn var að kanna hvort það gæti verið að þóknanir fyrir þau störf sem verið væri að vinna væru óhóflegar. Þegar slitastjórnin neitaði að láta upplýsingarnar af hendi hótuðu sjóðirnir að fara með málið fyrir dómstóla. Í kjölfarið ákvað slita- stjórnin að gefa eftir og lét þá hafa sundurliðun á kostnaðinum í lok september 2012. Þar kom fram að sameiginlegar greiðslur til þeirra tveggja, með útseldri vinnu full- trúa á þeirra vegum, hafi numið 842 milljónum króna frá því að slita stjórnin var skipuð í maí 2009 og fram á mitt síðasta ár. Þetta töldu sjóðirnir ekki vera eðlilega þóknun fyrir opinbera sýslunarmenn. Þeir ráðfærðu sig við aðra lífeyrissjóði sem eiga sam- þykktar kröfur í bú Glitnis og fengu þrjá til viðbótar til liðs við sig. Hópur inn lét reikna út hvað hann teldi eðlilega þóknun vegna þeirr- ar vinnu sem Steinunn, Páll og full- trúar þeirra hafa innt af hendi. Niðurstaða þeirra útreikninga er að slitastjórnarmennirnir, og fyrir- tæki þeirra, hafi oftekið sér 383 milljónir króna í þóknanir fram á mitt síðasta ár. Þá á eftir að að taka með í reikninginn þær þóknanir sem þeir hafa greitt sér síðan þá og vaxtakostnað. Samanlagt ætla sjóðirnir að slitastjórn Glitnis hafi oftekið sér yfir 400 milljónir króna vegna vinnu sinnar fyrir búið. Sjóðirnir fimm sendu Héraðs- dómi Reykjavíkur, sem skipaði slita stjórnina, bréf í síðustu viku þar sem þeir fóru fram á að dómur- inn léti slitastjórnarmennina tvo endurgreiða þrotabúinu hinar ætluðu ofteknu þóknanir. thordur@frettabladid.is Telja slitastjórn hafa oftekið 400 milljónir Fimm lífeyrissjóðir hafa sent bréf til héraðsdóms vegna ætlaðra ofgreiddra þókn- ana slitastjórnar Glitnis. Þeir vilja að Steinunn Guðbjartsdóttir, Páll Eiríksson og fyrirtæki þeirra skili 45 prósentum af þóknunum sem þrotabúið hefur greitt þeim. SLITASTJÓRN Steinunn Guðbjartsdóttir og Páll Eiríksson mynda slitastjórn Glitnis. Þau voru skipuð í hana af Héraðsdómi Reykjavíkur árið 2009. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR 5 lífeyrissjóðir vilja að ætlaðar oft eknar greiðsl- ur verði endurgreiddar. 842 milljónir króna er sú upphæð sem þrotabú Glitnis hafði greitt til Steinunnar, Páls og fyrirtækja þeirra um mitt síðasta ár. 343 milljónir króna áætla lífeyrissjóðirnir fi mm að hafi verið oft ekin þóknun. 3 milljarða króna hafa starfsmenn þrotabús Glitnis, sem eru um 40, fengið í laun fram á mitt ár 2012. 31,2 milljarðar króna er kostnaður þrotabúsins við aðkeypta ráðgjöf og lögfræðistörf. BARNIÐ FANNST Í ÍSLENDINGAHVERFI 4 „Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjólað tvisvar framhjá því um morguninn,” segir María Ósk Bender, íbúi í Valby. FYLGI FRAMSÓKNAR RÝKUR UPP 6 Stuðningur við Samfylkingu dalar í nýrri könnun en fylgi Framsóknar eykst verulega. Björt framtíð þokast upp. VERIÐ AÐ LÖGFESTA ÓVISSUNA 10 Útgerðarmenn og stjórnarandstaða segja breytt frumvarp um stjórn fi skveiða ónothæft . KSÍ GEGN EINELTI 76 Myndband leikmanna A-landsliðs kvenna í knattspyrnu varð kveikjan að samstarfi KSÍ við yfi rvöld í baráttunni gegn einelti í íslensku samfélagi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.