Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 4
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4
10 kynferðisbrotamál hafa komið á borð lögreglunnar á Akureyri í janúar.
53 BÆJARFÉLÖG munu fá ljós-
net á þessu ári.
40%
KVIKMYNDIN DJÚPIÐ
hlaut fl estar tilnefningar til Edduverð-
launanna árið 2013, eða sextán tals-
ins. Skammt á eft ir henni kom Svartur
á leik með fi mmtán tilnefningar.
16
15
MILLJARÐAR vilja afsögn ráðherra
vegna niðurstöðu
Icesave-málsins.
eru hámarks-
vinningur í
Eurojackpot.
KETTIR eru taldir drepa 3,7
milljarða fugla í Bandaríkjunum
á ári hverju.
3,7
MILLJARÐAR
26.01.2013 ➜ 01.02.2013
VETRARFRÍ Á
KIRKJUBÆJARKLAUSTRI
Fjölskylduhelgi á Hótel Laka 22.-24. febrúar
Tekið á móti pöntunum á
hotellaki@hotellaki.is til 20. febrúar
Fjölbreytt dagskrá. Fjöruferð, söngur og leikir.
Skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni.
DANMÖRK „Barnið var víst þarna frá
því snemma um morguninn þannig
að við höfum alveg örugglega hjól-
að tvisvar framhjá því um morgun-
inn, þegar við skutluðum stelpunum
okkar í leikskóla, án þess að taka
eftir því,“ segir María Ósk Bender,
sem býr með fjölskyldu sinni við
Rektorparken Valby-hverfi í Kaup-
mannahöfn þar sem nýfætt stúlku-
barn fannst vafið inn í handklæði í
tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla
á fimmtudagsmorgun.
Telpan, sem er á batavegi, var
orðin afar köld þegar hún fannst
klukkan hálf ellefu um morguninn.
María Ósk segir enda að óvenju kalt
hafi verið í veðri þennan morguninn.
Við komuna á sjúkrahús var
líkams hiti telpunnar kominn niður
í 27 gráður, en hún náði sér fljótt
og virðist að öðru leyti vera heilsu-
hraust að því er þarlendir fjölmiðlar
herma.
Íbúar borgarinnar eru slegnir yfir
fréttunum, ekki síst íbúar við Rektor-
parken þar sem fjölmargir Íslending-
ar búa í námsmannaíbúðum.
María Ósk segir fregnirnar hafa
komið flatt upp
á hana, enda sé
gatan afar frið-
sæl og barnvæn.
„Það vakti
athygli okkar
þegar við sáum
lögregluþjóna
þarna í kring, en
við höfum aldrei
áður orðið vör við
slíkt. Við vorum
hins vegar að læra og ekkert búin að
fylgjast með fréttum þegar var bank-
að upp á hjá okkur og lögreglan sagði
okkur frá því hvað hafði gerst.“
Hún segir íbúana í götunni nær
alla vera barnafjölskyldur „þannig
að fólk tengir vel við svona atvik“.
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur
lagt mikið upp úr því að upplýsa
málið, en hefur lítið orðið ágengt.
DR hefur þó eftir Hans Erik
Raben, yfirmanni rannsóknarinnar,
að í þessu máli séu tvö fórnarlömb,
annars vegar stúlkan sjálf og hins
vegar móðirin. Ekki sé ósennilegt
að móðirin sé vændiskona frá Rúm-
eníu. Það byggi lögregla á framburði
vitnis sem hafi séð dularfulla rúm-
enska bíla í hverfinu.
Stúlkan er nú á sjúkrahúsi, en
félagsmálayfirvöld í Kaupmanna-
höfn hafa þegar fundið henni fóstur-
foreldra. Þau munu sjá um hana þar
til að annað hvort gerist, að foreldr-
arnir gefi sig fram eða að stúlkan
verði ættleidd. thorgils@frettabladid.is
Stúlkubarnið fannst
í Íslendingahverfi
Íslenskir námsmenn búa við götuna þar sem nýfædd stúlka fannst yfirgefin í tösku.
Íbúi telur sig hafa hjólað framhjá barninu án þess að taka eftir því og segir fólkið í
götunni slegið yfir fundinum. Stúlkan er vel haldin og mun að öllum líkindum ná sér.
MARÍA ÓSK
BENDER
FANNST Í TÖSKU Stúlkan fannst í
þessari tösku, vafin inn í handklæði.
Töskunni hafði verið komið fyrir á púða
við götuna milli tveggja bíla.
MYND/LÖGREGLAN Í KAUPMANNAHÖFN
Forsjónin var með litlu stúlkunni sem
fannst í tösku í Kaupmannahöfn á
fimmtudag. Ekki hafa öll kornabörn
sem fundist hafa í Danmörku síðustu
tíu ár verið svo heppin.
2013: Nýfædd stúlka finnst í tösku í
Valby-hverfi í Kaupmannahöfn.
Hún er köld en nær sér fljótt.
2011: Nýfæddum dreng er bjargað.
Finnst í plastpoka á Lálandi.
2011: Nýfætt barn finnst látið í
Søndersø í nágrenni við Viborg.
2009: Drengir að leik finna kornabarn í
runna í nágrenni við Ringkøbing.
2008: Lík af fjögurra daga ungbarni
finnst í skóglendi við Horsens.
2007: Búkur af líki kornabarns finnst í
malarnámu suður af Álaborg.
2007: Lík af kornabarni finnst í
plastpoka í á við Óðinsvé.
2006: Nýfæddur drengur finnst á
Norður-Sjálandi.
2004: Tveggja daga gamalt barn finnst
á lífi við runna í Óðinsvéum.
2004: Nýfætt barn finnst látið bak við
limgerði í íbúahverfi í Vanløse.
Fjögur hafa fundist látin
LEIÐRÉTTING
Vegna fréttar um norska loðnuskipið Manon í blaði gærdagsins skal tekið fram að
það mál er nýkomið inn á borð ákæruvalds til ákvörðunar um framhald. Ranglega
sagði í fréttinni að skipstjóri hefði lokið málinu með dómsátt og greitt lágmarks-
sekt. Héraðsdómur Austurlands veitti Fréttablaðinu þær upplýsingar, en þær áttu
við um annað norskt skip sem hafði brotið lög með því að tilkynna á röngum tíma
um aflatölur, auk þess að tilkynna ekki um að það væri að fara inn til löndunar hér
á landi eins og lög kveða á um.
LÖGREGLUMÁL Fimm manns sitja
nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um
tengsl við risavaxið amfetamín-
smyglmál. Málið er það stærsta
sem hefur komið upp á Íslandi um
langa hríð og aðgerðir vegna þess
standa enn.
Fram kom í tilkynningu frá lög-
reglu í gær að efnin hefðu komið
til landsins í nokkrum póstsend-
ingum og að lagt hefði verið hald
á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld
fundu efnin með aðstoð fíkni-
efnaleitarhunda. Þau munu hafa
komið hingað frá Danmörku.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins er talið að um amfeta-
mín sé að ræða, bæði í duft- og
vökvaformi, og að magnið hlaupi
á tugum kílóa. Endanleg grein-
ing á efninu og magni þess ligg-
ur hins vegar ekki fyrir.
Mennirnir fimm sem sitja í
gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-,
fertugs- og fimmtugsaldri og eru
bæði íslenskir og litháískir.
Tveir þeirra voru á föstu-
daginn fyrir rúmri
viku úrskurðaðir í
gæsluvarðhald
til 8. febrúar
og hinir
þrír voru
hand-
teknir eftir helgina og úrskurðað-
ir í varðhald til 7. febrúar. Flestir
þeirra hafa komið við sögu lög-
reglu áður í mismiklum mæli.
Aðgerðum vegna málsins er
hins vegar ekki lokið. Frétta-
blaðið hefur upplýsingar um að
síðast í gær hafi verið gerð hús-
leit á höfuðborgar svæðinu og
hald lagt á tvær tölvur í eigu
Íslendings sem hefur um þriggja
ára skeið sætt rannsókn vegna
annars umfangsmikils saka-
máls. Hann var handtekinn og
yfirheyrður síðdegis en sleppt að
því loknu.
Þá herma heimildir Frétta-
blaðsins að líklegt sé að enn fleiri
verði handteknir vegna málsins á
næstu dögum.
Við rannsókn málsins hefur
lögreglan notið aðstoðar kollega
sinna í Danmörku. - sh
Fimm í haldi vegna tuga kílóa amfetamínsmygls:
Stærsta dópmálið á
Íslandi í langan tíma
H
ei
m
ild
: D
R
.d
k
Elísabet
Margeirsdóttir
veðurfréttamaður
Veðurspá
Mánudagur
10-15 m/s A-til, annars hægari.
ROK OG RIGNING Stíf sunnan- og suðaustanátt með úrkomu um allt sunnan og
vestanvert landið í dag. Stormur um tíma vestanlands. Suðvestanátt síðdegis með
skúrum eða éljum vestra. Hægari og úrkomulítið norðaustantil.
3°
14
m/s
4°
17
m/s
5°
13
m/s
7°
15
m/s
Á morgun
Vaxandi SA-átt síðdegis.
Gildistími korta er um hádegi
0°
-1°
0°
-1°
-3°
Alicante
Basel
Berlín
16°
8°
5°
Billund
Frankfurt
Friedrichshafen
1°
6°
6°
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
0°
0°
22°
London
Mallorca
New York
5°
17°
-2°
Orlando
Ósló
París
20°
-5°
6°
San Francisco
Stokkhólmur
15°
-5°
4
10
m/s
6°
12
m/s
2°
8
m/s
1°
9
m/s
0°
9
m/s
4°
15
m/s
0°
18
m/s
2°
-2°
0°
-5°
-5°
AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is,
Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is
og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is