Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 4
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 4 10 kynferðisbrotamál hafa komið á borð lögreglunnar á Akureyri í janúar. 53 BÆJARFÉLÖG munu fá ljós- net á þessu ári. 40% KVIKMYNDIN DJÚPIÐ hlaut fl estar tilnefningar til Edduverð- launanna árið 2013, eða sextán tals- ins. Skammt á eft ir henni kom Svartur á leik með fi mmtán tilnefningar. 16 15 MILLJARÐAR vilja afsögn ráðherra vegna niðurstöðu Icesave-málsins. eru hámarks- vinningur í Eurojackpot. KETTIR eru taldir drepa 3,7 milljarða fugla í Bandaríkjunum á ári hverju. 3,7 MILLJARÐAR 26.01.2013 ➜ 01.02.2013 VETRARFRÍ Á KIRKJUBÆJARKLAUSTRI Fjölskylduhelgi á Hótel Laka 22.-24. febrúar Tekið á móti pöntunum á hotellaki@hotellaki.is til 20. febrúar Fjölbreytt dagskrá. Fjöruferð, söngur og leikir. Skemmtun fyrir alla í fjölskyldunni. DANMÖRK „Barnið var víst þarna frá því snemma um morguninn þannig að við höfum alveg örugglega hjól- að tvisvar framhjá því um morgun- inn, þegar við skutluðum stelpunum okkar í leikskóla, án þess að taka eftir því,“ segir María Ósk Bender, sem býr með fjölskyldu sinni við Rektorparken Valby-hverfi í Kaup- mannahöfn þar sem nýfætt stúlku- barn fannst vafið inn í handklæði í tösku milli tveggja kyrrstæðra bíla á fimmtudagsmorgun. Telpan, sem er á batavegi, var orðin afar köld þegar hún fannst klukkan hálf ellefu um morguninn. María Ósk segir enda að óvenju kalt hafi verið í veðri þennan morguninn. Við komuna á sjúkrahús var líkams hiti telpunnar kominn niður í 27 gráður, en hún náði sér fljótt og virðist að öðru leyti vera heilsu- hraust að því er þarlendir fjölmiðlar herma. Íbúar borgarinnar eru slegnir yfir fréttunum, ekki síst íbúar við Rektor- parken þar sem fjölmargir Íslending- ar búa í námsmannaíbúðum. María Ósk segir fregnirnar hafa komið flatt upp á hana, enda sé gatan afar frið- sæl og barnvæn. „Það vakti athygli okkar þegar við sáum lögregluþjóna þarna í kring, en við höfum aldrei áður orðið vör við slíkt. Við vorum hins vegar að læra og ekkert búin að fylgjast með fréttum þegar var bank- að upp á hjá okkur og lögreglan sagði okkur frá því hvað hafði gerst.“ Hún segir íbúana í götunni nær alla vera barnafjölskyldur „þannig að fólk tengir vel við svona atvik“. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur lagt mikið upp úr því að upplýsa málið, en hefur lítið orðið ágengt. DR hefur þó eftir Hans Erik Raben, yfirmanni rannsóknarinnar, að í þessu máli séu tvö fórnarlömb, annars vegar stúlkan sjálf og hins vegar móðirin. Ekki sé ósennilegt að móðirin sé vændiskona frá Rúm- eníu. Það byggi lögregla á framburði vitnis sem hafi séð dularfulla rúm- enska bíla í hverfinu. Stúlkan er nú á sjúkrahúsi, en félagsmálayfirvöld í Kaupmanna- höfn hafa þegar fundið henni fóstur- foreldra. Þau munu sjá um hana þar til að annað hvort gerist, að foreldr- arnir gefi sig fram eða að stúlkan verði ættleidd. thorgils@frettabladid.is Stúlkubarnið fannst í Íslendingahverfi Íslenskir námsmenn búa við götuna þar sem nýfædd stúlka fannst yfirgefin í tösku. Íbúi telur sig hafa hjólað framhjá barninu án þess að taka eftir því og segir fólkið í götunni slegið yfir fundinum. Stúlkan er vel haldin og mun að öllum líkindum ná sér. MARÍA ÓSK BENDER FANNST Í TÖSKU Stúlkan fannst í þessari tösku, vafin inn í handklæði. Töskunni hafði verið komið fyrir á púða við götuna milli tveggja bíla. MYND/LÖGREGLAN Í KAUPMANNAHÖFN Forsjónin var með litlu stúlkunni sem fannst í tösku í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Ekki hafa öll kornabörn sem fundist hafa í Danmörku síðustu tíu ár verið svo heppin. 2013: Nýfædd stúlka finnst í tösku í Valby-hverfi í Kaupmannahöfn. Hún er köld en nær sér fljótt. 2011: Nýfæddum dreng er bjargað. Finnst í plastpoka á Lálandi. 2011: Nýfætt barn finnst látið í Søndersø í nágrenni við Viborg. 2009: Drengir að leik finna kornabarn í runna í nágrenni við Ringkøbing. 2008: Lík af fjögurra daga ungbarni finnst í skóglendi við Horsens. 2007: Búkur af líki kornabarns finnst í malarnámu suður af Álaborg. 2007: Lík af kornabarni finnst í plastpoka í á við Óðinsvé. 2006: Nýfæddur drengur finnst á Norður-Sjálandi. 2004: Tveggja daga gamalt barn finnst á lífi við runna í Óðinsvéum. 2004: Nýfætt barn finnst látið bak við limgerði í íbúahverfi í Vanløse. Fjögur hafa fundist látin LEIÐRÉTTING Vegna fréttar um norska loðnuskipið Manon í blaði gærdagsins skal tekið fram að það mál er nýkomið inn á borð ákæruvalds til ákvörðunar um framhald. Ranglega sagði í fréttinni að skipstjóri hefði lokið málinu með dómsátt og greitt lágmarks- sekt. Héraðsdómur Austurlands veitti Fréttablaðinu þær upplýsingar, en þær áttu við um annað norskt skip sem hafði brotið lög með því að tilkynna á röngum tíma um aflatölur, auk þess að tilkynna ekki um að það væri að fara inn til löndunar hér á landi eins og lög kveða á um. LÖGREGLUMÁL Fimm manns sitja nú í gæsluvarðhaldi grunaðir um tengsl við risavaxið amfetamín- smyglmál. Málið er það stærsta sem hefur komið upp á Íslandi um langa hríð og aðgerðir vegna þess standa enn. Fram kom í tilkynningu frá lög- reglu í gær að efnin hefðu komið til landsins í nokkrum póstsend- ingum og að lagt hefði verið hald á þau í síðustu viku. Tollayfirvöld fundu efnin með aðstoð fíkni- efnaleitarhunda. Þau munu hafa komið hingað frá Danmörku. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins er talið að um amfeta- mín sé að ræða, bæði í duft- og vökvaformi, og að magnið hlaupi á tugum kílóa. Endanleg grein- ing á efninu og magni þess ligg- ur hins vegar ekki fyrir. Mennirnir fimm sem sitja í gæsluvarðhaldi eru á þrítugs-, fertugs- og fimmtugsaldri og eru bæði íslenskir og litháískir. Tveir þeirra voru á föstu- daginn fyrir rúmri viku úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 8. febrúar og hinir þrír voru hand- teknir eftir helgina og úrskurðað- ir í varðhald til 7. febrúar. Flestir þeirra hafa komið við sögu lög- reglu áður í mismiklum mæli. Aðgerðum vegna málsins er hins vegar ekki lokið. Frétta- blaðið hefur upplýsingar um að síðast í gær hafi verið gerð hús- leit á höfuðborgar svæðinu og hald lagt á tvær tölvur í eigu Íslendings sem hefur um þriggja ára skeið sætt rannsókn vegna annars umfangsmikils saka- máls. Hann var handtekinn og yfirheyrður síðdegis en sleppt að því loknu. Þá herma heimildir Frétta- blaðsins að líklegt sé að enn fleiri verði handteknir vegna málsins á næstu dögum. Við rannsókn málsins hefur lögreglan notið aðstoðar kollega sinna í Danmörku. - sh Fimm í haldi vegna tuga kílóa amfetamínsmygls: Stærsta dópmálið á Íslandi í langan tíma H ei m ild : D R .d k Elísabet Margeirsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Mánudagur 10-15 m/s A-til, annars hægari. ROK OG RIGNING Stíf sunnan- og suðaustanátt með úrkomu um allt sunnan og vestanvert landið í dag. Stormur um tíma vestanlands. Suðvestanátt síðdegis með skúrum eða éljum vestra. Hægari og úrkomulítið norðaustantil. 3° 14 m/s 4° 17 m/s 5° 13 m/s 7° 15 m/s Á morgun Vaxandi SA-átt síðdegis. Gildistími korta er um hádegi 0° -1° 0° -1° -3° Alicante Basel Berlín 16° 8° 5° Billund Frankfurt Friedrichshafen 1° 6° 6° Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas 0° 0° 22° London Mallorca New York 5° 17° -2° Orlando Ósló París 20° -5° 6° San Francisco Stokkhólmur 15° -5° 4 10 m/s 6° 12 m/s 2° 8 m/s 1° 9 m/s 0° 9 m/s 4° 15 m/s 0° 18 m/s 2° -2° 0° -5° -5° AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is, Elsa Jensdóttir elsaj@365.is, Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.