Fréttablaðið - 02.02.2013, Síða 6
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 6
KÖNNUN Framsóknarflokkur-
inn sækir verulega í sig veðrið í
kjölfar dóms í Icesave-málinu,
samkvæmt nýrri skoðanakönnun
Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Stuðn-
ingur við Samfylkinguna hefur
hrunið á tveimur vikum.
Verði niðurstöður kosninga í
takti við könnun Fréttablaðsins og
Stöðvar 2 eru aðeins tveir mögu-
leikar á tveggja flokka stjórn að
loknum kosningum; stjórn Sjálf-
stæðisflokks og annaðhvort Fram-
sóknarflokks eða Bjartrar fram-
tíðar.
Alls segjast 20,8 prósent þeirra
sem afstöðu taka í könnuninni,
sem gerð var á miðvikudag og
fimmtudag, myndu kjósa Fram-
sóknarflokkinn yrði gengið til
kosninga nú. Flokkurinn mæld-
ist með 12,6 prósenta stuðning
í síðustu könnun Fréttablaðsins
og Stöðvar 2, sem gerð var fyrir
tveimur vikum, dagana 16. og 17.
janúar síðastliðna. Flokkurinn
fékk 14,8 prósenta fylgi í síðustu
kosningum og níu þingmenn en
næði fjórtán mönnum á þing yrðu
niðurstöður kosninga í samræmi
við nýjustu skoðanakönnunina.
Fylgi Samfylkingarinnar hefur
hrunið á þeim tveimur vikum
sem liðið hafa milli kannana. Nú
segjast 11,9 myndu kjósa flokk-
inn en 19,7 prósent studdu Sam-
fylkinguna fyrir tveimur vikum.
Flokkurinn fékk 29,8 prósenta
fylgi í síðustu kosningum og hefur
aldrei mælst lægri í könnunum
Fréttablaðsins. Flokkurinn fékk
20 þingmenn í síðustu kosningum
en fengi átta nú samkvæmt niður-
stöðum könnunarinnar.
Eina nýja framboðið sem næði
mönnum á þing samkvæmt könn-
uninni er Björt framtíð. Stuðn-
ingur við flokkinn hefur aukist
jafnt og þétt í síðustu könnun-
um. Nú styðja 16,4 prósent flokk-
inn og hefur fylgið aukist um
1,9 prósentustig á þeim tveimur
vikum sem liðnar eru frá síðustu
könnun. Björt framtíð fengi sam-
kvæmt könnuninni tólf þingmenn
en í dag sitja tveir flokksmenn á
þingi sem voru kjörnir á þing fyrir
aðra flokka.
Sjálfstæðisflokkurinn ber sem
fyrr höfuð og herðar yfir aðra
flokka þó fylgi hans dali verulega
milli kannana. Nú segjast 32 pró-
sent myndu kjósa flokkinn yrði
gengið til kosninga nú, en 37,8
prósent studdu flokkinn í síðustu
könnun. Flokkurinn er þó vel yfir
23,7 prósenta kjörfylgi sínu úr
síðustu kosningum og fengi sam-
kvæmt þessu 21 þingmann, fimm
fleiri en hann er með í dag.
Vinstri græn virðast á uppleið
aftur eftir afleita útkomu í síð-
ustu könnun. Nú styðja 11,4 pró-
sent flokkinn, sem er aukning upp
á fjögur prósentustig frá síðustu
könnun. Flokkurinn á samt langt í
land með að ná 21,7 prósenta kjör-
fylgi sínu. Hann fengi átta þing-
menn yrðu niðurstöður kosninga í
takti við könnunina nú, en fékk 14
kjörna í síðustu kosningum.
Önnur ný framboð en Björt
framtíð ná ekki mönnum á þing
samkvæmt könnuninni. Hægri
grænir komast þó næst því. Þeir
mælast nú með stuðning 4,3 pró-
senta en þurfa fimm prósent til að
ná mönnum á þing. Stuðningur við
flokkinn mældist 1,8 prósent í síð-
ustu könnun.
Hin nýju framboðin eru lengra
frá því að ná inn á þing. Alls segj-
ast 1,5 prósent styðja Dögun, 0,9
prósent Píratapartíið og 0,2 pró-
sent Bjartsýnisflokkinn. Til þess
ber þó að líta að nýju framboðin
hafa lítið kynnt stefnumál sín og
mögulega frambjóðendur.
brjann@frettabladid.is
16,4%
þeirra sem gefa upp afstöðu
sína segjast ætla að kjósa
Bjarta framtíð í vor.
Fylgi Framsóknar-
flokks rýkur upp
Stuðningur við Samfylkingu dalar í nýrri könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 en
fylgi Framsóknarflokks eykst verulega. Færri styðja Sjálfstæðisflokkinn en stuðn-
ingur við Bjarta framtíð þokast upp. Vinstri græn virðast á leið upp af botninum.
Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niður-
stöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á
fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur
á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra
sem hringt er í segjast óákveðnir.
Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í
tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka
afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu
líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri
til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi
aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla
Íslands og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að
draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum.
Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn
flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa
aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína.
Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu en gefa
upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa
aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn.
Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er
reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir
muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu
hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum
orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til
einhverra flokka.
Þessi aðferðafræði hefur gefið góða raun hingað
til en hún er ekki hönnuð til að takast á við eins hátt
hlutfall óákveðinna og komið hefur upp í könnunum á
síðustu misserum. Aðferðafræðin hefur því verið þróuð
nánar af rannsóknadeild 365 miðla til að leiðrétta
skekkju sem hátt hlutfall óákveðinna hefur í för með
sér.
Í stað þess að reikna með að þeir sem segjast
óákveðnir eftir þriðju spurningu deilist niður á flokkana
á sama hátt og áður er nú reiknað með því að þeir
deilist niður í sömu hlutföllum og þeir sem svöruðu
spurningu tvö og þrjú.
Niðurstöður síðustu kannana hafa verið reiknaðar
með báðum aðferðum, og báðar niðurstöður birtar í
Fréttablaðinu, en hér eftir verður einungis nýja aðferðin
notuð, enda er hún talin nákvæmari.
Sams konar þriggja spurninga kerfi var notað þegar
spurt var um fylgi við forsetaframbjóðendur í síðustu
könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 fyrir kosningarnar í
vor. Þegar nýju aðferðafræðinni var beitt á niðurstöður
þeirrar könnunar mældist Ólafur Ragnar Grímsson
með stuðning 53,3 prósenta en Þóra Arnórsdóttir með
stuðning 33,1 prósents. Niðurstöður kosninganna voru
þær að Ólafur Ragnar fékk 52,8 prósent en Þóra 33,1
prósent.
Ný aðferðafræði gefur nákvæmari niðurstöður
Hringt var í 1.382 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu
úrtaki miðvikudaginn 30. janúar og fimmtudaginn 31. janúar. Þátttakendur
voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir
kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú
kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt:
Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var að
lokum spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða ein-
hvern annan flokk? Alls tóku 54,6 prósent afstöðu til spurningarinnar.
➜ Aðferðafræðin
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Dreglar og mottur
á frábæru verði!
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Margar
stærðir
og gerðir
Breidd: 1 metri
Verð pr. lengdarmeter
1.795
Ódýrar mottur
40x60 cm frá kr.
399
PVC mottur 50x80 cm
1.490
Breidd: 66 cm
Verð pr. lengdarmeter
1.495
Kæli- og frystiskápar sem hafa innbyggða klakavél
með mulningi og ísköldu íslensku vatni. Þeir eru
öflugir, endingargóðir og glæsilega innréttaðir. Fást
hvítir, svartir og með stálklæðningu.
Verð frá kr. 398.800 stgr.
Suðurlandsbraut 20, Reykjavík | Sími 588 0200 | www.eirvik.is
TILBOÐSDAGAR
Tilboð
HEIMILD: KÖNNUN FRÉTTABLAÐSINS OG STÖÐVAR 2 DAGANA 30. OG 31. JANÚAR 2013
50%
40%
30%
20%
10%
0%
Bjartsýnis-
fl okkurinn
Hægri
grænir
Pírata-
fl okkurinn
Dögun
■ Kosningar 25.4.2009
■ 11. og 12.4.2012
■ 23. og 24.5.2012
■ 16. og 17.1.2013
■ 30. og 31.1.2013
FYLGI FLOKKANNA
16
,4
% 20
,8
%
32
,0
%
11
,9
%
11
,4
%
0,
2%
4,
3%
0,
9% 1,
5%