Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 8

Fréttablaðið - 02.02.2013, Qupperneq 8
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | 8 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS VR KRINGLUNNI 7 103 REYKJAVÍK S. 510 1700 F. 510 1717 WWW.VR.IS VR óskar eftir orlofshúsum VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Leitað er eftir húsnæði á landsbyggðinni. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja: Lýsing á eign og því sem henni fylgir, ástand hennar, staðsetning, stærð, aldur og fjöldi svefnplássa. Auk þess skal fylgja lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta umhverfi. Æskilegt er að myndir og lýsing á umhverfi fylgi einnig með. Áhugasamir sendi upplýsingar á vr@vr.is, fyrir 15. febrúar nk. Save the Children á Íslandi DÓMSMÁL Fjórir dómarar við Hæstarétt komust að þeirri niður- stöðu að sú háttsemi að stinga fingri inn í leggöng og endaþarm konu væri ekki kynferðisbrot. Ástæðan er sú að ásetningur hafi aðeins verið að meiða fórnarlambið. Það teljist því líkamsárás. Dómurinn féll fyrr í vikunni í líkamsárásarmáli gegn þeim Andreu Unnarsdóttur, Jóni Ólafs- syni, Elíasi Valdimar Jónssyni, Ótt- ari Gunnarssyni og tveimur öðrum. Þau þrjú fyrstu voru sakfelld fyrir kynferðisbrot í héraðsdómi en neit- uðu öll að hafa beitt slíku ofbeldi. Hæstaréttardómararnir Mark- ús Sigurbjörnsson, Árni Kolbeins- son, Gunnlaugur Claessen og Ólaf- ur Börkur Þorvaldsson komust að þessari niðurstöðu. Fimmti hæsta- réttardómarinn, Ingibjörg Bene- diktsdóttir, skilaði sératkvæði og er ósammála þessari túlkun hinna dómaranna. „Með þessum verkn- aði beitti hann brotaþola grófu kyn- ferðislegu ofbeldi og braut þannig freklega gegn kynfrelsi hennar. Er fallist á með ákæruvaldinu að þessi háttsemi hafi verið af kynferðis- legum toga og afar niðurlægjandi fyrir brotaþola. Skiptir ekki máli hvort tilgangur ákærða hafi verið einhver annar en að veita sér kyn- ferðislega fullnægju, enda nægir að verknaður sé almennt til þess fallinn.“ Ingibjörg bendir á þrjá dóma máli sínu til stuðnings, meðal ann- ars hæstaréttardóm þar sem maður var sakfelldur fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í enda- þarm konu sem hafði þvaglát á Austurvelli. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sak- sóknari sagði í samtali við Rúv í gær að með þessum dómi væri stigið skref aftur á bak þar sem horfið væri frá því að tryggja kyn- frelsi brotaþola. Þrátt fyrir að refsiramminn væri sá sami skipti dómurinn máli vegna fordæmis. „Við teljum að þarna sé í raun og veru fráhvarf frá því sem ætlun lög gjafans var, að tryggja kyn- frelsi brotaþola og leggja áherslu á verknaðinn, ekki hvaða hvatir liggja að baki.“ - þeb Fjórir hæstaréttardómarar í ofbeldismáli: Ekki kynferðisbrot ef tilgangur var að meiða KOMIÐ FYRIR DÓM Árásin átti upptök sín í ósætti Andreu Unnarsdóttur og brota- þolans. Dómur yfir Andreu var þyngdur í Hæstarétti. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON LÖGREGLUMÁL Ríkis saksóknari hefur fellt niður rannsókn á hendur tveimur lögreglumönnum sem voru grunaðir um að hafa notað og selt upplýsingar, sem þeir höfðu aflað í störfum fyrir embætti sérstaks saksóknara, til þess að vinna skýrslu fyrir þrota- bú Milestone. Mennirnir, Jón Óttar Ólafsson og Guðmundur Haukur Gunnars- son, unnu rannsóknarvinnu fyrir þrotabú Milestone í gegnum fyrir tæki sitt eftir að þeir létu af störfum hjá sérstökum sak- sóknara. Sérstakur saksóknari kærði mennina til ríkissaksóknara í apríl síðastliðnum vegna hugsan- legra brota á þagnarskyldu. Hulda María Stefánsdóttir sak- sóknari sendi þeim tilkynningu í gærmorgun þar sem greint var frá því að málið hefði verið fellt niður. Það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Verklagsreglur hjá embætti sérstaks saksóknara voru teknar til endurskoðunar eftir að málið kom upp. - þeb Fyrrverandi starfsmenn sérstaks ekki fyrir dóm: Málið fellt niður SÉRSTAKUR SAKSÓKNARI Menn- irnir unnu fyrir þrotabú Milestone eftir að hafa unnið í málinu hjá sérstökum saksóknara. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR ➜ Ingibjörg bendir á þrjá dóma máli sínu til stuðn- ings, meðal annars Hæsta- réttardóm þar sem maður var sakfelldur fyrir nauðgun, fyrir að hafa stungið fingrum í endaþarm konu sem hafði þvaglát á Austurvelli.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.