Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 10

Fréttablaðið - 02.02.2013, Page 10
2. febrúar 2013 LAUGARDAGUR| FRÉTTIR | ASKÝRING | 10 FRUMVARP UM STJÓRN FISKVEIÐA Helsta breytingin á frumvarpi um stjórn fiskveiða, frá því það var lagt fram síðast, er sterkt kvótaþing, þaðan sem afla- heimildir verða leigðar út á vegum ríkisins. Útgerðarmenn og þingmenn stjórnarandstöð- unnar fullyrða að ekkert hafi breyst og frumvarpið sé verra en forveri þess, ef eitthvað er. Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráð- herra, lagði fram nýtt frumvarp til laga um stjórn fiskveiða síð- degis á fimmtudag. Um þriðju útgáfu frumvarpsins er að ræða [fjórðu ef frumvarpsdrög Jóns Bjarnasonar eru talin með] en síðasta frumvarp var lagt fram í mars í fyrra. Helsta breytingin er að gert er ráð fyrir verulega sterku kvóta- þingi á vegum ríkisins í umsjá Fiskistofu. Til kvótaþings eiga strax í haust að renna tæp 19 þúsund þorskígildistonn en tæp 33 þúsund tonn fyrir fiskveiði- árið sem hefst 1. september 2015. Hluti af aukningunni er tilfærsla frá byggðakvóta, línu- ívilnun og skel- og rækjubótum en megnið er varanleg tilfærsla frá útgerðar mönnum. Í umsögn með frumvarpinu kemur fram að áætlaðar tekjur ríkisins af kvótaþinginu muni verða, nái frumvarpið að ganga fram óbreytt, á bilinu 2,3 til 2,7 milljarðar króna á næsta fisk- veiðiári, miðað við 19 þúsund tonn. Reiknað er með að leigu- tekjurnar fari síðan vaxandi ár frá ári samfara auknu magni sem ráðstafað verður á kvótaþingi. Eins og kunnugt er stóð til að leggja frumvarpið fram í des- ember en því var frestað vegna andstöðu innan þingflokks Sam- fylkingarinnar. Sterkara kvóta- þing, sem hefur ekki breyst í eðli sínu, er ein meginástæða þess að Samfylkingin skrifar upp á að frumvarpið er lagt fram. Þar ræður mestu að leigupotturinn stækkar að mun. Ólína Þorvarðardóttir, þing- maður Samfylkingarinnar, segir að þessar breytingar hafi skipt miklu máli en fleira komi til. „Eins er jafnræðiskrafan skýr- ari í markmiðsgrein laganna. Svo það að nýtingarleyfin fram- lengjast ekki sjálfkrafa heldur verður fjallað um það sérstak- lega hver lengdin á framhalds- samningunum verður.“ Nú er gert ráð fyrir 20 ára nýtingartíma. Kveðið er á um að ráðherra skuli, eigi síðar en í desember 2016, leggja fram laga- frumvarp þar sem mælt verður fyrir um ráðstöfun nýtingar- leyfa og aflahlutdeilda að liðnum þeim tíma. Í bráðabirgðaákvæði við frumvarpið er mælt fyrir um nefndarskipan fyrir upphaf næsta fiskveiðiárs, sem undirbýr frumvarpið. Ólína segir að þessar breyt- ingar séu allar til bóta og rétt sé að leggja frumvarpið fram. Hún minnir þó á að fyrir þinginu liggi frumvarp sem kveður á um framtíðarfyrirkomulag strand- veiða sem flutningsmenn, Ólína og flokksbræður hennar Mörður Árnason og Skúli Helgason, vona að verði samþykkt og falli inn í frumvarp Steingríms eftir sam- hliða umfjöllun í atvinnuvega- nefnd. Einar K. Guðfinnsson, þing- maður Sjálfstæðisflokks, segir frumvarpið skref aftur á bak, ekki fram á við. „Ég undrast það að menn skuli ekki með neinum hætti taka tillit til þeirrar gagn- rýni sem hefur komið fram. Það á jafnt við um hagsmunaaðila og sérfræðinga í sjávarútvegi. Það er ljóst að eingöngu er verið að semja um málið á milli stjórnar- flokkanna en ekki að vinna málið efnislega. Þetta er pólitískt útspil sem er hvorki sjávarútveginum né þjóðarbúinu til hagsbóta, en jafnframt er ekki ljóst hvað mönnum gengur til,“ segir Einar og minnir á að vart verði séð að hægt verði að klára málið þar sem innan við tuttugu þingdag- ar séu eftir samkvæmt starfs- áætlun. Spurður um afdrif laganna, komist Sjálfstæðisflokkurinn til valda eftir kosningar, segir Einar það ljóst að á löggjöfinni verði gerðar nauðsynlegar breytingar. Svavar Hávarðsson svavar@frettabladid.is ➜ Felld eru brott ákvæði fyrra frumvarps varðandi skerðingu á framseldri aflahlutdeild við flutning og varðandi hámark á framsali aflahlutdeildar einstakra tegunda. ➜ Heimildir til að flytja aflamark milli skipa í upphafi fiskveiðiárs er hækkuð úr 5% í 12,5%. ➜ Mælt er fyrir um að almennt veiðileyfi falli niður hafi fiskiskipi ekki verið haldið til fiskveiða í atvinnuskyni í tólf mánuði. ➜ Mælt er fyrir um að tengdir aðilar í skilningi ákvæða um hámarksaflahlutdeildir teljist aðilar þar sem annar aðilinn á beint eða óbeint 30% hlutafjár í hinum, en með því er hlutfallið lækkað úr 50%. Gefinn er þriggja ára aðlögunartími að þessari breytingu. Aðrar breytingar Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ, segir að nýtt frumvarp Steingríms J. Sigfússonar um stjórn fiskveiða sé byggt á sama grunni og forverinn, sem dagaði uppi. „Þarna er verið að lögfesta óvissu,“ segir Adolf. Hann nefnir í þessu sambandi að nýtingaleyfin séu aðeins til tuttugu ára og framhaldið verði ákveðið síðar með nefndarvinnu. „Við vitum í raun ekkert hvað þetta þýðir, við erum skildir eftir í lausu lofti í þrjú ár. Síðan er verið að auka óhagkvæmnina í kerfinu verulega með meiri smábátaveiði og uppboðum á afla- heimildum. Með þessu er verið að veikja grunninn hjá þeim fyrirtækjum sem eru fyrir.“ Adolf segir að frumvarpið sé afturför frá fyrra frum- varpi. „Okkur finnst þessar breytingar vera illa grundaðar, eins og við höfum þráfaldlega bent á.“ Hann minnir á umsagnir um fyrra frumvarpið, þær hafi allar verið á einn veg. Hins vegar sé eftir að skoða frumvarpið niður í kjölinn og breytingarnar í heild; þá sé eftir að reikna þýðingu þess af nákvæmni. Það sé verkefni næstu daga, segir Adolf. „Það er verið að lögfesta óvissuna.“ BREYTINGAR Á HUGMYNDUM UM FISKVEIÐISTJÓRNUN Frumvarp vor 2011 Drög starfshóps haust 2011 Frumvarp mars 2012 Frumvarp janúar 2013 Nýtingartími: 15 ár með möguleika á 8 ára framlengingu. 20 ár með möguleika á 15 ára fram- lengingu. 20 ár með möguleika á framlengingu um eitt ár í senn. 20 ár, nefnd skipuð um framhaldið. Aflamark í strandveiðar: 6.000 tonn af þorski, möguleiki á allt að 2.400 tonnum að auki. 6.800 tonn af þorski og 1.800 tonn af ufsa. 6.000 tonn af þorski og möguleiki á allt að 2.400 tonnum að auki. 8.500 tonn 2015/16 [línuívilnun, byggðakvóti, bætur lækka á móti]. Ráðstöfun viðbótarafla: Fari heildarþorskafli umfram 160.000 tonn fer um helmingur til ríkisins. Fari heildarþorskafli umfram 202.000 tonn fer helmingur til ríkisins. Fari heildarþorskafli umfram 202.000 tonn fara 40% til ríkisins. Fari heildarþorskafli umfram 240.000 tonn fara 50% til ríkisins til viðbótar við 9,5% strax. Veðsetning aflaheimilda: Bönnuð. Ekki tekið fram. Bönnuð. Bönnuð. Hámarksþorskafla- hlutdeild félaga: 12%. 8%. 12%. 12%. Sterkt kvóta- þing helsta breytingin Útgerðarmenn og stjórnarandstaða segja breytt frum- varp um stjórn fiskveiða ónothæft. Sterkt kvótaþing er helsta breytingin og réð miklu um að sátt náðist í stjórnarliðinu um að leggja frumvarpið fram núna. Efast er um að tími sé til að klára málið fyrir þinglok.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.